Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1963, Page 2

Bjarmi - 01.11.1963, Page 2
2 BJARMI / urmynair ur mu Klukkan var sjö að morgni. Fjörðurinn var spegilsléttur, er Herðubreið lagðist að bryggjunni. Við höfðum lagt að stað kl. 9.30 kvöldið áður. Ferðin hafði gengið vel. Mesta vandamálið var þetta með prestinn. Hann átti ekki von á okk- ur þennan dag. Og því síður kl. 7 að morgni! Og um leið og við geng- um í land, ákváðum við að ganga um kaupstaðinn þar til um níu- leytið og banka þá upp hjá presti. Við bárum farangur okkar í land og söfnuðum honum á einn stað. Fáir voru á ferli svo snemma dags og fremur kalt í veðri, tals- vert frost, en heiður himinn. Sjúkrabíllinn kom á fleygiferð til að sækja sjúkling, sem hafði ver- ið um borð. Og um leið og við gengum af stað, kemur miðaldra maður á móti okkur. Hann stanz- aði fyrir framan okkur, heilsaði eins og við værum gamlir kunn- ingjar eða bekkjarbræður og spurði um ferðaáætlun. Hann var hressilegur i allri framkomu. Þeg- ar við höfðum sagt honum allar okkar raunir á glaðlegan hátt, sló hann á lærið á sér og sagði: „Bless- aðir verið þið! Ég skal aka ykkur upp til prestsins. Hann hefur gott af því að vakna einu sinni svona snemma!" Svo hló hann. Síðan bætti hann við: „Svo veit ég líka, að honum þykir bara vænt um, að þið vekið hann, svo að þið þurfið ekki að ganga úti í frostinu.“ Við þökkuðum honum gott boð, og okkur var vel tekið á heimili prestsins. Starfsmenn Kristniboðs- sambandsins höfðu ekki komið á þennan stað til samkomuhalda i 20 til 25 ár. Eftirvænting og bæn bjó í brjóst- um okkar þessa daga. Hvernig skyldi Guð sjá fyrir öllu á slíkum stað? Hvernig mundi fólkið bregðast við? Við vissum ekki, að hér væri neitt trúað fólk. En allt var í hendi Guðs og viðs vegar um landið voru trúaðir vin- ir, sem báru okkur á bænarörmum. E. t. v. á sérstakan hátt á þessari ferð. Það var óendanlega mikill styrkur í þessari vissu. Og Guð var með. Á áþreifanleg- an hátt fengum við að reyna nær- veru hans og handleiðslu. Fólkið kom til að heyra og sjá. Þó að skilningurinn væri takmarkaður og áhuginn af skornum skammti, þá var orðinu sáð í hjörtuni Og til þess vorum við komnir og sendir í öllum veikleika. Þau fyrirheit, sem fylgja því að boða Guðs orð, hvíldi yfir öllu. Guð var með. Það var 21. febr. 1963. Klukkan var rúmlega tíu og tindrandi stjörnurnar blikuðu fallega yfir höfðum okkar. Gömul kona gekk í áttina til okkar. Hún gat verið um áttrætt eftir útlitinu. Skjálfandi hendur og þreytulegt andlit sagði sína sögu. Hún hafði langa reynslu að baki. Hún gekk beint að samverka- manni mínum, þakkaði honum hjartanlega fyrir siðast og sagði: „Nú förlast mér sýn og kraftur, Gunnar minn. En náðin Jesú er hin sama.“ En hvað þetta var einkennilegt orðalag. Ég hafði ekki vanizt því að minnsta kosti. Hafði einstaka sinnum heyrt gamalt fólk tala á slíkan hátt. En á bak við þessi orð bjó djúp og mikil reynsla og þekk- ing á óendanlegri náð Guðs. Mér hitnaði um hjartaræturnar. Hugsa sér, hvað það er oft fjar- lægt okkur að tala á slíkan hátt! Talar það ekki sínu máli? Ég hætti að safna saman bók- unum, en stóð bara og hlustaði. Ég átti alls ekki von á því, að gamla konan tæki eftir mér. En allt í einu snýr hún sér við, gengur í áttina til mín og segir með hrjúfri röddu um leið og hún réttir mér höndina: „Þú ert einn af okkur?“ Hún stanzaði andartak, eins og hún byggist við svari. Hún þekkti mig víst ekki! Andartak vissi ég hvorki í þennan heim né annan, var alveg utan við mig. Svo tók ég á mig rögg, andaði djúpt að mér og myndaði setningarnar í huga minum, áður en ég bjóst til að svara. En ég þurfti þessi ekki. Hún lagði vinstri höndina á öxl mér um leið og hún hélt áfram: „Já, það er indælt, þegar nýir, ung- ir bætast við! En mundu það, að allt getur breytzt og farið öðru vísi en þú ætlar, en — náðin Jesú er hin sama álla daga!“ Hlýleiki og mildi skinu úr and- liti hennar. Og orðin urðu að pré- dikun fyrir mér, sem ég mun seint gleyma. Og nú var samkomunni lokið og við höfðum drukkið kvöldsopann. Fyrir framan okkur situr maður nálægt 65 ára aldri. Hann er þétt- ur á velli, hendurnar þykkar og andlitið veðurbarið eftir mikla úti- vinnu. Við röbbum dálitla stund um kristniboðið og undursamlega varðveizlu Guðs. Það líður á kvöld- ið. Gamli maðurinn gerðist svolítið órólegur. Hann lítur til skiptis á klukkuna á skápnum og úrið sitt. Honum liggur eitthvað á hjarta, sem hann langar til að segja. Loks- ins kemur það. Það er eins og hann hafi verið að safna kröftum. „Mig langaði líka til að segja ykkur frá smáreynslu,“ byrjaði hann og neri höndunum saman. „Ég hef misst framan af þessum fingri,“ segir hann og sýnir okkur þann hluta, sem eftir var. „Það voru ógurlegar kvalir og erfiðleik- ar. En ég bað Guð um að hjálpa mér og styrkja. Og það gerði hann.“ Með einföldum orðum sagði hann okkur frá þessu atviki, sem á sérstakan hátt hafði orðið hon- um góð og dýrmæt reynsla um gæzku Guðs og umhyggju. Þurfum við ekki að læra að treysta Guði eins og börn? Og þegar samtalinu var lokið, voru höfuð beygð í bæn og þakk- argjörð. Út um allt land eru einstakling- ar, sem þarfnast samfélags og trú- aðra vina og ekki hvað sízt fyrir- bæna! Enn siglum við inn fjörð, og að þessu sinni með Esjunni. Sjórinn er úfinn og grár. Það er dimmt yfir og drungalegt. Það hefur rignt talsvert, en veður samt frekar milt. Við höfum aðeins siglt í tvo og hálfan tíma, en mér finnst það al- veg nóg! Gunnar hefur géngið fram og aftur um þilfarið og þotið upp og niður og út um allt skip. Hann hefur sloppið við sjóveiki. Og ég lít upp til hans! Ég hélt, að ég væri orðinn sjó- maður (og hef heldur aldrei hing- að til orðið sjóveikur, aldrei ... þegar ég hef tekið pillur!). En þetta var svo stutt leið. Það tók því varla! En við höfðum aðeins siglt i hálftíma, þegar maginn fór af stað! Nóg um það. Á þessum stað búa tveir trúaðir bræður, kristniboðsvinir miklir. Við áttum von á öðrum þeirra nið- ur á bryggju til að taka á móti okkur. Við biðum dálitla stund og regn- ið streymdi niður. Bílarnir komu og fóru og fólkið steig niður land- göngubrúna og gekk á land. Eftir fáeinar mínútur kom hann gangandi. Hann var í stígvélum upp að hnjám, en fyrir ofan klædd- ist hann góðri regnkápu með hettu. Hann stikaði stórum, unz hann kom auga á okkur. Það glaðnaði yfir svip hans og hægri hönd hans lyftist ósjálfrátt, þó að hann væri enn langan spöl frá okkur! Fagnandi var svo heilsað og haldið af stað. Það var ekki langa leið að fara. Tæplega fimm mín- útna akstur með vörubíl. Það dugði ekki minna undir okkur! Tíminn leið 'fljótt, og vinur okk- ar þui’fti að kveðja. „Ég veit varla, hvort ég get komið á fyrstu sam- komuna á morgun. Ég er með tæp- lega 40 stiga hita!“ Við litum báðir á hann og and- vörp stigu upp til Guðs, sem heyr- ir allar bænir. Hversu mikið hafði þessi maður ekki lagt á sig til að taka á móti okkur og updirbúa komu okkar. Og á enni haris glitr- uðu svitadropar, um leið og hann stóð upp. Við gengum með honum heim. Lífið í Guði er undursamlegt, þó að við fáum ekki alltaf skilið ráðstafanir hans. Hvers vegna var þessi vinur okkar ekki heilbrigður á þessum dögum? Einmitt þegar hann loksins hafði tækifæri til að koma á samkomu og uppbyggjast með trúuðum bræðrum? Því getur Guð einn svarað. En hann varð heilbrigður og gat komið á tvær samkomur. Náð Guðs er ný með hverjum degi. Hann ber umhyggju fyrir okkur. Veðrið var stórkostlegt. Glamp- andi tunglskin og undui’samleg norðurljós blikuðu á himninum. Jörðin var. snævi hulin. Frostið var um 6 gráður og blakti varla hár á höfði. Ómur af samtali samkomugest- anna var að deyja út. Þeir voru á heimleið. Var það nokkur furða, þótt hjarta manns gæti tekið undir með Davíð í 8. sálmi, þar sem hann seg- ir meðal annars: „Drottinn, herra vor! Hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina, þú, sem breiðir Ijóma þinn yfir himininn. ...“ Samt sem áður voru það ekki aðeins fagrar og Ijúfar minningar, Framh. á 7. síðu I Vestmannaeyjum eru starfandi K.F.U.M. og K,- félög, og í þessu syðsta byggðarlagi Islands lrefur kristniboðið átt góða og trygga vini og stuðnings-

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.