Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1963, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.1963, Blaðsíða 3
BJARMI 3 KIN/\ iJlllt L»l« í VANIIAMÁLUM /ESKITNNAJI / mörgum löndum Vesturálfu eru afbrot œskumanna orðin ógnandi vandamál. Bœöi stjórnmálamenn, skólamenn og lögregla hafa fjallað um, hvað gera megi til þess að stemma stigu við hinum vaxandi glœpum meðál yngstu kynslóðarinnar. Allir spyrja: Hvað eigum vér til varnar gegn þessum eyðileggj- andi öftum? Hið sorglega er, að hið raunverulega úr- rœði er svo til aldrei nefnt: Það, sem gerir œskumenn að nýjum mönnum. Víst veit ég, að til eru margir heiðarlegir, heilsteyptir menn háleitra hugsjóna, sem ekki eru trúaðir, en bera merki kristinnar hugs- unar, siðgæðis og breytni. En það er djúpur sannleikur fólginn í orðum sálmaskáldsins, er það segir fagnandi: „Hann leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns." Enda er bveytni kristinna manna sönnun þessa orðs. Það eru ekki trúa&ir œskumenn, sem fylla fangelsin og bæta þar fyrir afbrot sín. Það eru ekki trúaðir œskumenn, sem fara um borgirnar með hávaða og gauragangi og setja blett á nafn sitt og heimili sitt og varpa sér út i taumlaust næturlif. Það eru ékki trúa&ir æskumenn, sem stela bílum, uppnefna þá, sem gœta laga og rétt- ar, og segja ósatt við yfirheyrslur. Það eru ekki trúaSir menn, sem eiga þátt í því, að fjöldi ofdrykkjumanna fer vaxandi. Það eru ekki trúuðu heimilin, sem leggjast % rúst vegna skilnaðar — og skilja eftir ógœfu- söm börn. (1 Svíþjóð eru 9000 hjónaskilnaðir ár hvert, samkvœmt skýrslu, sem ég sá ný- lega.) Þetta er ekki sagt trúuðum til hróss né til þess að íþyngja þeim, sem hafa orðið illa úti í lifinu, heldur vegna þess, að þetta er staðreynd, sem enginn mœlir gegn, og vegna þess, að þetta er sterkur vitnisburður, bœði um þá lifsgæfu og þann kraft til verndar, sem Guð reynist þeim, er á hann trúa. Umskapandi máttur fagnaðarerindmns er eina raunverulega úrbótin gagnvart öllu ilíu, sem er runnið frá huga og hjarta mannsins. Þetta hljóta allir þeir að sjá og viðurkenna, sem líta á mál þessi af alvöru. Hvers vegna skyldum vér þá ekki gefa Guðs orði meira rúm á heimilum, í skölum, og veita þeim meiri stuðning, sem flytja með sér slikan boðskap, er skapar rólega, hamingjusama œskumenn, sem lifa ekki sjálfum sér og girndum sínum, heldur vinna að sálarheill og velferð annai^ra? Ytri efling, áminningar og „framtak til stuðnings" koma ekki að háldi gagnvart tjóni, sem leynist í hjarta og huga. Hvað getum vér gert? Fyrst og fremst verðum vér að lýsa i bann állt það, sem hefur eyðileggjandi áhrif, og fjarlœgja það frá æskunni. Löng, sár reynsla segir oss, að glæpabókmenntir, glœpákvik- myndir, slæmar, léttúðugar skemmtanir og margt annað eigi þátt i því að veikja sið- gœðiskröfurnar, háleitar hugsjónir og hreint hjarta. En siðprúðir menn — það er ekki nóg, heldur endurfæddir, nýir menn, sem eru Ijós og salt í heiminum. Þess vegna er hið mikla meginverkefni vort að boða fagnaðarerindið, sem hefur i sér fölginn kraft til þess að skapa nýtt hjarta og nýtt sinni, leysir menn úr viðj- um hins vonda og gerir þá fúsa til að lifa fyrir aðra í kœrleika. Það er trúin á þetta fagnaðarerindi, sem mun gefa oss djörfung og andlegan kraft til þess að halda áfram baráttunni fyrir Guðs riki og œskuna. Steinar Hunnestad. (B.A. þ.). ..*..•.»•..•..*..*..*..*..•..*..*».•.**..*..•..*..*..•..•..*. .*..*..*..*.^ ,n»*v%*%*%*%*^**%*%*%**«****V%^^ Lútherska heimsþingið, II. Hvað gerðist í Helsingfors? Núverandi aðalframkvæmda- stjóri Lútherska heimssambands- ins, dpktor Kurt Schmidt-Clausen, hefur kallað heimssambandið „trú- ar-, þjónustu- og kirkjusamfélag". Vér skulum nú virða dálítið fýrir oss, hvernig þetta birtist á heims- þinginu í Helsingfors. Trúarsamfélag. Kenningargrundvallargrein Lútherska heimssambandsins er þannig: , „Lútherska heimssambandið viðurkennir heilagar ritningar í Gamla- og Nýja-testamentinu sem einu uppsprettu og óskeikulan mælikvarða allrar kirkjulegrar kenningar og starfs, og játar Nikeujátninguna og trúarjátningu Aþanasíusar, og telur játningarrit lúthersku kirkjunnar, einkanlega hina óbreyttu Ágsborgarjátningu og Fræði Lúthers hin minni, hreina útskýringu Guðs orðs." (Fornkirkjulegu játningarnar voru teknar inn í grundvallarregl- una á Helsingforsþinginu, — senni- lega til þess að gjöra grundvallar- regluna aðgengilegri fyrir Mis- sourikirkjuna, sem vonað er að gangi í Sambandið.) Trúargrundvöllurinn ætti þann- ig að vera ágætur. — En að því er snertir trúarsamfélagið, reyndi mjög á það á Helsingforsþinginu — og vér vitum ekki í dag, hvern- ig því lýkur. Aðalefni mótsins var mótað með orðunum: „Kristur í dag." Guðfræðinefnd innan Lútherska heimssambandsins hafði á árun- um á undan aðalfundinum athug- að það, sem talið er önnur megin- regla siðbótarinnar: kenningin um réttlætinguna af trúnni einni. Rit „Um réttlætinguna", þar sem dreg- in var saman niðurstaða af starfi nefndarinnar, hafði á undan fund- inum verið sent þingþátttakendum til athugunar. Bæði á undan heimsþinginu og á meðan á því stóð kom fram öflug gagnrýni á rit þetta og niðurstöður þess, og þingið bað guðfræðinefndina um að vinna áfram að þessu efni. Annað skjal, sem dregið var fram í dagsljósið á þinginu, var skýrsla frá guðfræðideild heims- sambandsins. (Skjal nr. 7). Leið- togi þeirrar deildar, doktor Vilmos Vajta, tekur í skýrslu sinni fyrir starf það, sem guðfræðinefndin hafði unnið, m. a. athuganirnar á kenningunni um réttlætinguna, og í því sambandi notaði hann orða- lag, sem fékk mjög á marga: Þar segir m. a., að algjörlega hlutlaus rannsókn sýni, að margt sé ólíkt í kenningu siðbótarinnar á réttlætingunni annars vegar og svo hins vegar kenningu Nýja testamentisins. 1. Réttlæting syndarans er í Nýja testamentinu — umfram allt hjá Páli — á annan hátt en hjá siðbótarmönnunum atriði, sem gjörist aðeins einu sinni og er tengt við skírnina. 2. Nýja testamentið þekkir ekki kenninguna Simul justus et peccator (hvort tveggja í senn réttlátur og syndari). Kristinn maður er „heilagur en ekki synd- ari" — — Syndameðvitund að skilningi siðbótarinnar sem lífsaf- staða, er ákvarðast af yfirbótar- hugsuninni, er ókunn Páli og Jó- hannesi. 3. 1 Nýja testamentinu kemur réttlætingin fram sem atriði, sem grípur fram í að því er varðar efsta dóm. Sá sem skírður er er sér meðvitandi um hjálpræði sitt, og hann lifir ekki lengur í ótta varðandi dóm samkvæmt verkum sínum. Þetta sjónarmið virðist víðsfjarri sjónarmiði Lúthers um „hina vongóðu örvæntingu". Þar sem siðbótin lítur á rétt- lætinguna fyrst og fremst sem huggun fyrir samvizku einstakl- ingsins, er hættan á einstaklings- hyggju og sálarlífsfyrirbrigðum nærri. Þess vegna veltur á því að uppgötva að nýju safnaðarbundin og hjálpræðissöguleg sjónarmið réttlætingarkenningarinnar. , ,Ein- staklingurinn réttlætist aldrei sem einstaklingur heldur fyrir það, að hann er tekinn inn í hinn nýja Guðs lýð, í kirkjuna," segir í sænskri þýðingu textans. Kenninguna um syndina verður að hugsa að nýju. „Það er mun- ur á syndinni hjá réttlættum manni og syndinni hjá manni, sem hefur enn ekki mætt Kristi." „Það er hægt að nota þetta í andlútherskum áróðri. Þessu er erfitt að kyngja," sagði sænski biskupinn Bo Giertz, sem á þing- fundinum réðist á viss ummæli skýrslu þe^sarar og lagði áherzlu á, að það yrði að koma glöggt í Ijós, að það sem í skýrslunni stæði væri skoðun nefndarmannanna, en að Lútherska heimssambandið sem slíkt bæri enga ábyrgð á því, sem þar stæði. Tilgangurinn með athuguninni á kenningunni um réttlætinguna var ekki aðeins sá að kanna, hvort kenningin, sem siðbótarmennirnir höfðu mótað eða framsett fyrir 400 árum, væri í fullu gildi í dag, heldur einnig, hvernig boða skyldi handa nútímamönnum með fullu biblíulegu innihaldi. Fjórir af fimm aðalfyrirlestrum á heimsþinginu voru helgaðir sama efni. (Gerhard Gloge, frá Þýzka- alndi: „Náð heiminum til handa", Helge Brattgárd, Svíþjóð: „Trú án verka", Heikki Wares, Finnlandi: „Klofið mannkyn — sameinað í Kristi", Andar Lumbantobing, frá Indónesíu: „Nýr lofsöngur.") — Rúmsins vegna verður innihald einstakra erinda ekki rakið. Auk þessa höfðu biblíulestrar á degi hverjum úr Efesusbréfinu tengsl við aðalefnið. Það var ekki sízt finnski biskupinn Martti Si- mojoki, sem miðlaði þar. miklu. Aðalefni þingsins var því næst rætt á þremur fundum í 26 um- ræðuhópum. Þessir hópar veittu ekki heldur það, sem margir höfðu vonað. Tillaga um sameiginlega yfirlýsingu frá umræðunum var lögð fram á þinginu af Lilje bisk- upi — og felld. Aukafundi var komið á, til þess að allir fengju að segja skoðun sína. Ný skýrsla var því næst lögð fram á aðal- fundi. Peter Brunner, prófessor, var einn þeirra, sem kom með miklar athugasemdir einnig að því er snerti endurskoðuðu skýrsluna — og vildi senda hana aftur til nefndarinnar. Norski biskupinn Birkeli gerði að tillögu sinni, að skýrslan væri send aftur til guð- fræðinefndarinnar til þess að hún ynni frekar úr henni, og það varð niðurstaðan. Það er auðséð, að jafnstór al- Framh. á 6. síðu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.