Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1963, Page 4

Bjarmi - 01.11.1963, Page 4
4 BJARMI Lausir úr fdngelsinu! Fyrst ætla ég að minnast laus- lega á skólana, sem ég að vísu gat um í síðasta bréfi, ef ég man rétt. Kennslan er nú í 16 þorpum. Það eru að mestu leyti heimavistar- drengirnir, sem annast þessa kennslu. Að vísu nokkrir aðrir. Þeir eru yfirleitt tveir og tveir saman, og nemendafjöldi er á milli 950 og 1000. Þessi tala er auðvit- að há, en ég held rétt. Þetta er störkostlegt starf, sem þarna er unnið. Enda þótt meginverkefnið sé að kenna stafrófið og reikning, vitum við, að það líður ekki sá dagur, að piltarnir segi ekki sögur úr Biblíunni eða lesi biblíusögur eða lesi beint úr Bibliunni, og á þann hátt sá þeir Guðs orði. Við vitum, að þetta Guðs orð snýr ekki við svo búið aftur. Það fest- ist í hjörtunum og við vonum og biðjum, að ávextir þessa sáningar- starfs mættu verða miklir. Síðan Nagúllí-málaferlin hófust hefur þetta starf fengið að vera í friði. Málaferlin. Ekki hefur komið til neinna átaka úti í þorpunum, og þakka ég það eingöngu því bréfi, sem við fengum frá héraðsstjóranum í Arba Minch, en hann skrifaði mjög ákveðið ávitunarbréf bæði til héraðsstjórans í Gidole og til héraðsstjórans í Konsó, þar sem hann meðal annars ásakar þá fyr- ir að hafa ekki fylgzt nægilega með í þessu máli, þar sem auð- sætt væri, að það fólk, sem ekki vildi læra, stæði á bak við þær óspektir, sem höfðu orðið þarna í Nagúllí. Ég held, að héraðsstjór- inn í Arba Minch meti það starf, sem kristniboðið vinnur hér úti í Eþíópíu. Hann gerir sér fyllilega grein fyrir því, að sjúkraskýlin og Fjöldi ílnia í S.-Fl>iópiu lilýðir með athygli á boðun fagnaðarerindisins. Önnur myndin sýnir áheyrendur á samkomu norskra kristnihoða. skólarnir eru beinlínis til hjálpar og þetta mál er mjög einkennilegt allt saman. Það er ekki því að neita, að oft var ég beinlínis ráð- villtur, vissi hvorki upp eða niður í þennan heim, þegar við stóðum frammi fyrir dómaranum í Konsó. Lögðum m. a. fram lögbókina, þar sem skýr fyrirmæli eru um, að við höfum rétt til þess að afhenda slík mál hæstarétti. Við erum alls ekki skyldugir til þess að svara nein- um spurningum eða skýra frá neinu viðvikjandi málinu í lægri réttum. Þegar við svo afhendum þessa bók, þá segir dómarinn ósköp hægt og rólega: „Nei, því miður, þessi lög eru fallin úr gildi.“ I gegn um þetta allt saman fengum við þó að þreifa á handleiðslu Guðs. Hann yfirgaf okkur ekki. Við fengum kjark, þann kjark, sem við þurftum á að halda, og án hjálpar hans hefðum við aldrei megnað að gera það, sem við þó gátum gert. 1 þessu máli hefur Adó Guttema, presturinn í Gidole, staðið sig með mikilli prýði og, mannlega talað, án hans hjálpar hefði málið ekki komizt í eins ör- ugga höfn. AJlan þann tíma, sem þessir menn sátu í fangelsi, en það var samtals 6 vikur, sýndu þeir undra- verða stillingu. Það kom oftar en einu sinni fyrir, að dómarinn, sem bjó ekki langt frá fangelsinu þarna í Konsó, kom út til þeirra snemma morguns til þess að reyna að þagga niður í þeim. Þannig var, að milli klukkan fimm og sex á morgnana byrjuðu þeir að syngja sálma. Að vísu kunnu þeir ekki mjög mikið, en Borale hafði notað tímann í fangelsinu til þess að kenna þeim sálma. Nú sungu þeir þetta fullum krafti. Dómarinn kom fyrsta dag- inn og spurði, hvers lags læti þetta væru og vildi fá að vita, hvað þarna væri á seyði. Þeir svöruðu með mestu stillingu, að þeir væru að syngja sálma, þeir væru að syngja um Guð, syngja um Jesúm, og enginn gæti hindrað þá í þvi. Hann fór því hálfsneyptur heim, en þeir héldu áfram að syngja full- um hálsi lofsönginn um Jesúm, sem hafði komið til þessarar jarð- ar til þess að frelsa þá, frelsa þá undan djöfulsins valdi. Borale not- aði dagana til þess að kenna þeim biblíusögur. Hann fékk að vísu ekki að hafa Biblíuna hjá sér, en hann kann mikið af Biblíunni ut- an bókar, og nú notaði hann tím- ann til þess að kenna þeim. Þetta sama endurtók sig, á meðan þeir voru í Gidole, en þar voru þeir í rúma viku. Allan þennan tíma voru þeir rólegir og þess fullvissir, að Guð mundi leiða þetta mál til sigurs. Eftirniinnilegur dagur. Deginum, sem við fórum frá Gidole, sama dag og þeir voru leystir úr fangelsinu, mun ég aldrei gleyma. Þeir elztu úr hópnum fengu að verða samferða okkur í bílnum, og þegar við komum heim til Konsó, fórum við að undirbúa að taka á móti hinum. Við höfð- um safnað svolitlu grasi og bast- mottur höfðum við til þess að leggja ofan á grasið. Elduðum svo- lítið kjöt og bjuggum til brauð- bollur, höfðum heitt vatn og heimavistardrengirnir voru tilbún- ir að taka á móti þeim og þvo fætur þeirra og hendur. Allt saman var reiðubúið. Það dróst reyndar fram undir klukkan níu, að við yrðum nokkuð varir við þá. Við vorum reyndar farnir að tala um að keyra á móti þeim, en þá heyrð- um við skyndilega sálmasöng úti í næturkyrrðinni. Þarna komu þeir þrammandi eftir vegihum og sungu sönginn um Jesúm. Það er undar- legt til þess að hugsa, að þrátt fyrir allt, sem þeir höfðu þurft að ganga í gegnum, voru þeir jafn- glaðir, jafnöruggir og þakkandi Guði fyrir þann tíma, sem þeir höfðu átt saman. Við hlupum á móti þeim. Þeir létu það engin áhrif á sig hafa, en héldu áfram að syngja og við tókum undir. f -x Nýlendur í öllum heimsálfum Sænskur maður var eitt sinn á ferð í Egyptalandi. í sania eimreiðarkiefa og liann sátu euskir liðsforingjar, sem ákváðu að henda gaman að liessum einmana Svía. Það hefðu Jieir samt ekki átt að gjöra. Fyrst tóku jiessir djörfu herrar að tala um hinn ósýnilega her- skipaflota Sviss og fóru síðan að ræða um ósýnilegar nýlend- ur Svía. Bæði Bretar og Egyptar, sem i klcfanum voru, biðu i mikilli eftirvæntingu svars Svians, en l>að varð allt öðruvísi en jieir höfðu hugsað sér. „Nýlenduveldi vort er eitt liið fremsta á jörðinni,“ sagði hann. „Vér eigum nýlendur i öllum álfum lieims. En vér nefnum ekki innfædda bræður vora svertingja. Vér kreistuin ekki úr jieim svita og bióð á bóm- ullarökrum, eða te- og gúm- ekrum, heldur kcnnum vér jieim að lesa, gerum að sáruiu þeirra, fræðum jiá í Guðs orði og kenn- um jieim að lifa eins og menn. Vér tökum ekki ------- vér gef- u m. Starfsmenn nýlenduveldis vors hreykja sér ekki i glæsi- legum cinkcnnisbúningum og ijiyngja hvorki utanríkismála- ráðuneytinu eða öðrum ráðu- neytum með launagreiðslum. Þeir teljast ekki til neinnar hástéttar eða hafa sérstakan titil, jieir em frekar hæddir fyrir einfeldni sina - jieir eru kallaðir kristniboðar. Vér jiurf- um aldrei að bjóða út nýjum liðsveitum tii jiess að berja nið- ur uppreisnir í nýlcndum vor- um. Vér hjálpum hins vegar innlendum mönnum í frelsis- baráttu þeirra gegn syud og vanl>ekkingu.“ Bretarnir jiögnuðu, er jieir lieyrðu jiessa lýsingu, og gægð- ust út um gluggann, en Egypt- arnir, sem viðstaddir voru, klöppuðu saman lófum og hróp- uðu: „Eifi Svíjijóð, brauttryðjenda- land heimsins!“ Heimavistardrengirnir þustu líka þarna niður eftir og síðasta spöl- inn sungum við allir fullum hálsi, og þegar við komum upp að skóla- húsinu, stönzuðum við. Við sung- um að lokum saman einn sálminn, og ég er sannfærður um það, að fólkið uppi í Bakále, og þar á með- al dómarinn, hafa hlustað á lof- sönginn, sem steig upp frá þessum mönnum, lofsönginn til Guðs fyr- ir það, að hann hafði ekki yfir- gefið þá. Það voru þreyttir en þakklátir menn, sem lögðust til hvíldar þetta kvöld. Næsta morg- un áttum við svo bænastund sam- an og ræddum við málið svolítið. Reyndum að gefa þeim góð ráð og umfram allt, að þeir gengju nú hver til sins verks eins og ekkert hefði í skorizt, og það hafa þeir Fiamh. ó 7. síðu

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.