Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1963, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.1963, Blaðsíða 5
BJARMI 99 VITLACSI 31 \»IKI\\ FIlA KWONG SANG »» „Þarna kemur vitlausi maður- inn!" Litlu börnin æptu og flýðu af skelfingu, þegar þau sáu Lee Sang Won með tryllingsleg augun reika dauðadrukkinn niður þorpsstrætið með látlausum formælingum. Jafn- vel hundarnir skutust skelfdir burtu, þegar ölóði maðurinn skjögraði óstöðugur áfram áleiðis til vínkrárinnar. Enginn ibúanna átti nokkurt vingjarnlegt orð handa brjálaða manninum — því að hver getur ávarpað mann, sem er skilnings- laus og eingöngu svarar með blóts- yrðum? Eini staðurinn þar sem „brjálaða manninum" fannst hann velkominn og finna svolítinn vott huggunar var á vínkránni, þar sem hann kvöld eftir kvöld lifði í drykkjuskap og siðleysi. Lee Sang Won hafði átt betri daga. Hann erfði „ættaróðalið", eign sem þrjár kynslóðir höfðu verið hreyknar af. Þessi landskiki sá 7 manna fjölskyldu hans vel farborða. Won var vel þekktur og naut virðingar meðal 500 íbúa Kwong Sang, lítils þox^ps, sem var nær því hulið inni milli fjalla Suður-Kóreu. örvænting knúði Lee Sang Won út í drykkjuskapinn. Dóttir hans, sem var stolt hans og fögnuður, dó þremur árum áður, og líf Lee Sang Wons varð þá logandi und, tómleiki og sorg. Þegar hann horfði á hljóðu, þöglu myndina, brunnu augu hans af tárum og angist fyllti hjarta hans, þangað til hann varð allur stór logandi und. Hann mundi aldrei framar sjá ljómandi, leiftrandi brún aug- un. Varir hennar voru kyrrar og kaldar, og aldrei framar mundi hann heyra fagnandi hlátur henn- ar kveða við undir hellulögðu þak- inu. Hann gat ekki afborið hugs- unina um morgundaginn án fagn- andi umgengni hennar. Hann mundi aldrei framar geta talað við hana. Hún var farin ... Hafði runnið út í myrkrið fyrir handan ... dáin! Ekkert eftir skilið nema minningarnar. Ekkert gat hjálpað honum, þeg- ar sorgin virtist ætla að svelgja hann. Drykkjuskapur hans varð hamslaus. Peningarnir, sem hanh þurf ti á að halda til þess að tryggja fæðu handa vanhirtri fjölskyldu hans, fóru í hrisgrjónavínið, sem hann svelgdi í sig. Áður en langt um leið var heilsa hans á þrotum eins og peningarnir. „Gerðu það fyrir mig, gerðu það fyrir mig, hættu að drekka," grát- bændu kona hans og móðir. „Við elskum þig. Við óskum þess, að þú verðir sami maður og þú varst." Drykkjuskapurinn hafði lagt hann í hlekki, sem hann gat ekki brotið. Áfengið breytti honum í öskrandi, reitt villidýr, sem byrj- aði hvern dag með formælingum og gerði hvert kvöld að hreinni martröð fyrir fjölskyldu hans. Þá gerðist dálítið. Öldunga- kirkjan í þorpi þar skammt frá samþykkti að taka þátt í herferð til þess að ná til sérhverrar fjöl- skyldu. Dreift skyldi kristilegum ritum inn á hvert heimili í Kwong Sang. 27. maí var hafizt handa um framkvæmd áætlunarinnar, og rit- unum var dreift nákvæmlega eftir áætlun. Þessir kristnu Kóreumenn komu inná hvert heimili og þar með tal- ið heimili Lee Sang Wons. Full- orðin kona gaf honum smárit, sem hét „Ertu hamingjusamur?". Heiti ritsins náði haldi á Lee Sang Won, sem ákvað, að hann skyldi lesa þennan ritling. „Ef til vill sýnir hann mér, hvernig ég á að verða gæfusamur — ef til vill flytur hann mér von í allsleysi mínu," hugsaði hann. k -?• -*- -*- •*• ¦?- •?- -*- ¦*- •?- -?- ¦'LAJiAá*- A-*?> AA a•?• .*..*..*•»*•.". .*..*..*..*..*.»*..*..*. •?» .*..*. .*..*. .*..*..*..*..*..*. .*.«*« »*» .*..*..*. •*••*• •*..*..*..*. .*.»*..*• **• .*».*. »*• •*• •*• •*..*..•.•*.»*.•*..**»*. *?• .*»»*..*. •?• •?» •?» .*.»*..*» •*•**» Nýr hópur skírður í Konsó w Mánaðasamkomur eru nú haldn- ar reglulega til skiptis úti í þorp- unum. Síðasta mánaðarsamkoman var haldin í Nagúllí. Þeir voru búnir með kirkjubyggirtguna, þ. e. a. s. safnaðarmeðlimir hjálpuðust að við að ljúka við þakið. Þessar mánaðarsamkomur hafa verið til mikillar gleði og uppörvunar. Það hafa æ fleiri, þ. e. a. s. fulltrúar frá æ fleiri þorpum, tekið þátt í þess- um samkomum. Auðvitað geta þessar þorpskirkj- ur ekki tekið á móti ótakmörkuð- um fjölda, þess vegna hefur það verið tekið upp, að þrir eða fjórir^ fulltrúar frá hverju þorpi mega koma síðdegis á laugardag og taka þátt í umræðum um starfið og um erfiðleika þess, um það sem betur má fara og hvað unnt er að gera til þess að efla starfið í hinum einstöku þorpum. Á hverju kvöldi er svo höfð guðræknisstund og einnig snemma á sunnudags- morgni. Síðan er haldin almenn samkoma kl. 10. Hafa þessar sam- komur orðið til mikillar gleði og uppörvunar og þeim fjölgar sífellt, sem leggja þá leið sina út í þessi þorp til þess að vera á sunnudags- samkomunni þar. 1 júlí höfðum við slíka samkomu inni á kristni- boðsstöðinni. Það var mjög hríf- andi að sjá, þegar fólkið var að koma á laugardagseftirmiðdegi. Þá stóðu heimavistardrengirnir með smjörlíkisdósir fullar af vatni. Jafnóðum og samkomugestir komu settust þeir á bekki og piltarnir þvoðu fætur þeirra. Starfsmenn- irnir höfðu undirbúið allt. Stúlk- urnar höfðu soðið „rúgbollur" og piltarnir höfðu einnig tekið þátt í því að hafa teið tilbúið. Klukkan hálfsjö söfnuðumst við saman niðri í námskeiðshúsinu, enda þótt þakið sé ennþá ókomið á húsið, notum við það fyrir samkomusal. Áður höfðu piltarnir komið bekkj- um þar fyrir og fremst var gras og þar ofan á voru lagðar bast- mottur, því að bekki áttum við ekki nægilega marga fyrir alla þá, sem þátt ætluðu að taka í þessum samverustundum. Samverustund- irnar voru allar mjög góðar á all- an hátt. Kennararnir höfðu orð á því, að það hefði verið þægilegt' og gott að tala og að vitnisburðar- stundin, þegar þeir voru að segja frá því, sem hafði gerzt í þorpun- um, og einnig almennu vitnisburð- irnir. Á sunnudagssamkomunni fékk ég svo að skíra 12 fullorðna og 14 börn. Það er stórkostlegt að fylgjast með, hvernig Guð sjálfur er með í þessu starfi, og þótt okk- ur finnist oft ávextirnir verða ef til vill heldur litlir, miðað við það sem þeir fá ^ið þreifa á á öðrum kristniboðsstöðvum, er þetta þó mikið þakkarefni. Guð er einnig með í starfinu í Konsó. Þetta fólk hafði reyndar verið á námskeiði um margra vikna skeið. Að visu hafði þetta orðið dálítið slitrótt, einkanlega eftir að þessi málaferli hófust, því þá urðu þau að vera að heiman allmikið. En það hafði sem sé þá þekkingu til að bera, sem tilskilið er, og umfram allt vonum við, að það hafi öðlazt þann skilning, að það hafi í sannleika skyggnzt inn í fagnaðarerindið og það skilji, að Jesús kom í þennan heim til þess að frelsa okkur. Eitt er víst, að þau hafa fengið að reyna, að djöfullinn hefur ekki það vald á þeim, sem hann hafði áður. Auðvitað mæta þau freistingum og hafa fallið fyrir ýmsum freist- ingum, en þau vita þó, að Jesús er reiðubúinn að taka við þeim, og ef þau gera sér far um að lifa í nánu samfélagi við hann, þá mun hann leiða þau til sigra. Það var stórkostlegt að fá að skíra þessa 12 fullorðnu, börn þeirra og nokkur nýfædd börn annarra safnaðarmeðlima. Fyrr á árinu hafði ég skírt þrjú börn. Svo að það sem af er þessu ári hafa 29 verið teknir inn í söfnuð- inn í Konsó. Það er mikið þakkar- efni. Og í haust gerum við ráð fyr- ir, að unnt verði að skíra 8—10. Það er fólkið, sem hefur verið á námskeiði hjá Lamitta í Fasja og nokkrir þeirra, sem hafa sýnt mestan áhuga í Nagúlli. Það er stórkostlegt að hugsa sér, að Guðs ríki eflist á þennan hátt á meðal Konsómanna. Það er mikið þakk- arefni, og við biðjum Guð um, að hann vilji áframhaldandi sýna okkur þá náð að taka þátt í starf- inu. Við megnum ekki að kveikja þetta líf. Við getum sáð, en það er Guðs að gefa ávöxtinn. Kvöldhúmið hafði lagzt yfir Kwong Sang-þorpið. Þar var. ekk- ert rafmagn. Lee Sang Won þurfti því að kveikja á kerti og lesa smá- ritið við dauft skin þess. Hann las það einu sinni. Veikur vonarbjarmi tók að skína inn í hjarta Lee Sang Won. Hann las það annað sinn. Hann hafði það einkennilega á meðvitundinni, að Guð væri að tala við hann. Hann varð að lesa það í þriðja sinn. Einkennilegur ylur smaug inn í hjarta Lee Sang Won. Hann las smáritið hægt og vandlega einu sinni enn. „Þetta mun leiða þig á gæfuveginn ... Þú verður afdrátt- arlaust að iðrast allra synda þinna. Játa þær algjörlega og með ein- urð. Þá mun líf þitt breytast og endurnýjast. Guð býður iðrandi mann velkominn, af því að það var tilgangur komu Krists í þenn- an heim að kalla syndara til iðr- unar og hjálpræðis." Þessi undursamlegi sannleikur smaug inn í hjarta Lee Sang Won. „Þú getur orðið gæfusamur, ef þú veitir Jesú Kristi viðtöku í hjarta þínu. Jesús mun fyrirgefa syndir þínar. Hann mun slíta fjötra drykkjuskaparins, sem hefur hald- ið þér sem þræli sínum nótt og dag. Þá þarft þú ekki að óttast það að deyja." Lee Sang Won hélt þessu dýrmæta riti í höndum sínum, leit upp til Drottins társtokkinni ásjónu sinni. „Guð, fyrirgefðu mér hræðilegar syndir mínar. Ég tek við syni þínum sem.frelsara mín- um. Ég veit, að hann mun gjöra mig gæfusaman. Amen." Á sömu stundu umvafði friður og sæla sálu Lee Sang Wons. Hann fann, að hlekkirnir höfðu losnað. Hann var nýr maður. Hann dró andann djúpt að sér — hannvar frjáls! Nú er Lee Sang Won, maðurinn sem nær því hafði svipt sjálfan sig lífi vegna örvæntingar og beiskju, gæfusamur maður. Sama má segja um fjölskyldu hans. Drykkjuskap- ur og formælingar föðurins eru liðin tíð. Hann á aðeins tvær heit- ar óskir: Að vitna fyrir hverjum sem hann mæti um Krist og að reisa kirkju i þorpinu sínu. Það ætti ekki að skorta aðsókn að kirkju hans. Sérhver þorpsbúi veit, hvað komið hefur fyrir mann- inn, sem það áleit einskis vert úr- hrak. Þeir hafa gefið Lee Sang Won, vitlausa manninum,. nýtt við- urnefni: „Torahon Sahram", sem blátt áfram þýðir „afturhorfni maðurinn". Lee Sang er aðeins einn af milljónum sálna, sem'bíða þess að verða frjálsar. Milljónir annarra stynja og andvarpa. undir skelfilegum fjötrum drykkjufýsn- arinnar. Satan lætur þær reika í heimi myrkursins, þar sem þær hrasa, renna, falla, sviptir allri sjálfsvirðingu, berast óðfluga út í hringiðuna, nema einhver rétti út hönd sína og stöðvi þær, svo að þær verði frjálsar. Þær eru hvíldarvana, þreyttar, þungt um hjarta og ganga hægt en örugglega út í vonlausa eilífð, nema Kristur frelsi þær. Sjáðu fyrir þér milljónirnar. Það er ein leið til þess að hjálpa þeim, og þú getur tekið þátt í því með því að biðja og fórna og með því að boða þeim og kynna þeim Jesúm Krist. (Þýtt úr ensku).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.