Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1963, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1963, Blaðsíða 6
6 BJARMI Krisiniboðsvika Kristniboðssambandið hefur nú um margra ára skeið haft kristniboðsviku í Reykjavík síðustu heilu vikuna í október. Þá eru samkomur á hverju kvöldi frá sunnudegi til sunnu- dags. Samkomur þessar hafa ávállt verið háldnar í samkomu- sál K.F.U.M. og K. við Amt- . mannsstíg. Að þessu sinni hófst vikan sunnudaginn 20. október og lauk snunudaginn 27. Rœðu- menn á samkomunum voru þess- ir, taldir i þeirri röð, sem þeir töluðu: Margrét Hróbjartsdótt- ir, kristniboði, Ólafur Ólafsson, kristniboði, séra Magnús Guð- mundsson, prófastur, séra Jó- hann Hannesson, prófessor, Benedikt Arnkelsson, guðfræð- ingur, Bdldvin Steindórsson, raf- virki, Ástráður Sigursteindórs- son, skólastjóri, Gunnar Sigur- jónsson, guðfrœðingur, Jóhann- es Sigurðsson, prentari, og séra Sigurjón Þ. Árnason. ólafur Ól- afsson tálaði tvisvar og Margrét Hróbjartsdóttir fjórum sinnum. Tvö kvöld voru sýndar litmynd- ir frá Eþiópíu. Eins og oft áður setti aukasöngur og hljóðfœra- sláttur svip á samkomurnar, en sá þáttur var mjög fjölbreyttur, bœði einsöngur, tvísöngur og bíandaðir kórar. Samkomurnar ' voru yfirleitt vel sóttar, nema á miðvikudagskvöldið, þegar fár- ¦ viðri ölli því, að ekki var nema hálfur salur. I lok vikunnar var gjöfum til kristniboðsins veitt viðtaka, og bárust kristniboð- inu í samskotum alls nálœgt kr. 70 þúsund. Ferðasiarf Vikuna 6.—13. oktöber héldu þrír af starfsmönnum Kristni- boðssambandsins samkomuviku í Vestmannaeyjum. Voru sam- komurnar í húsi K.F.U.M. og K. og voru vel sóttar. Góður andi ríkti á samkomunum og fannst starfsmönnunum gott að starfa þar. Þau, sem að þessu sinni önnuðust samkomuhöldin, voru: Benedikt Arnkelsson, Gunnar Sigurjónsson og Margrét Hró- bjartsdóttir. Fannst þeim in- dælt að heimsœkja vinina þar og voru þákklát fyrir þann góða anda, sem á samkomunum ríkti. Enn hefur enginn starfsmanna farið til Akureyrar, en venja ¦ hefur verið undanfarin ár, að starfsmenn Kristniboðssam- bandsins fœru þangað fyrri hluta vetrar. Ástœðan er m. a. sú, að talsverð viðgerð fer nú fram á kristniboðshúsinu Zíon, og hefur þess vegna ekki verið unnt að hefja samkomu- og fundarstörf þar ennþá. Eru vonir til, að það verði um miðj- an nóvember. Er því ráðgert, að Margrét Hróbjartsdóttir og Gunnar Sigurjónsson verði á Akureyri og hafi samkomuviku þar siðustu vikuna í nóvember. Þann 10. desember n. k. eru 30 ár liðin síðan kristniboðshúsið Zíon var vigt. Verður þess vafa- laust minnzt á samkomu þeirri, sem venja er að hálda þann dag. Verður viðgerð á húsinu þá von- andi að fullu lokið. Þessi viðgerð kostar hið litla félag, Kristni- boðsfélag kvenna á Akureyri, mikið fé, og œttu vinir og veJr unnarar þess að minnast þess % sambandi vvð afmœli hússins. Konurnar hafa unnið afreksverk með því að byggja húsið og starfrœkja það öll þessi ár. K.F.U.M. og K. Samkomur í K.F.U.M. og K. í Reykjavík hafa verið vel sóttar, það sem af er starfsvetri. Sama máli gegnir með aðáldeildir og flestar aðrar deildir félaganna. Frá starfinu Einkum hefur verið mikil upp- örvun að þvi, hve sumar ung- lingadeildirnar hafa verið vel sóttar. Eins og kunnugt er, eru yngri deildir félaganna starf- andi á fjórum stöðum í Reykja- vík og auk þess í Kópavogi, en unglingadeildir eru starfandi í K.F.U.M. á þremur stöðum í Reykjavík og þar að auki í Kópavogi. K.F.U.K. hefur ekki U-D í Kópavogi. Sunnudagaskólinn við Amt- mannsstíg er hvern sunnudag kl. hálféllefu og var vaxandi sókn í honum allan október- mánuð. Kristileg skólasamtök Aðálfundur Kristilegra skóla- samtáka var háldinn laugardag- inn 12. október. 1 stjórn voru kosnir Jón Dalbú Hróbjartsson, nemandi í Verzlunarskólanum, Valgeir Astráðsson, nemandi í Menntaskóla, og Þórður Ó. Búa- son, nemandi % Menntaskóla. 1 varastjórn voru kosnar þœr Sig- ríður Pétursdóttir og Valgerður Hrólfsdóttir. Stjórnin skipti með sér verkum þannig, að Jón DaV bú er formaður, Válgeir ritari og Þórður gjaldkeri. Fundir Skólasamtakanna í október voru vel sóttir. Þeir eru á hverjum laugardegi. Fundirnir eru í húsi K.F.U.M. og K., en áætlaö er að halda fundi og samkomur í gagnfrœðaskólum borgarinnar, eftir því sem kostur verður á. Þá munu samtökin og gefa út „Kristilegt skóláblað" siðari hluta vetrar, svo sem verið hef- ur frá upphafi. Tvö hundruð þúsund króna gjöf Skömmu eftir kristniboðsvikuna voru Kristniboðssambandinu færð að gjöf tvö skuldabréf, hvort að upphæð hundrað þús- und krónur. Með gjöfinni fylgdu þessi orð: ,^íæru kristniboðsvinir. Það hefur álllengi lagzt á hjarta okkar að leggja nokkurn skerf til kristniboðsins. Þetta hefur þó dregizt þar til nú. Við von- um innilega, að framlag þetta verði til þess að auka mögu- leikana á því að útbreiða fagn- aðarerindið meðal þeirra, sem í myrkri sitja. Þetta er ofurlítill þakklætisvottur fyrir þá marg- víslegu náð, sem Drottinn hef- ur sýnt okkur frá degi til dags. Með friðarkveðju. Tvö sem njóta náðar Drottins." Þessi kœrkomna og rausnaflega gjöf kemur sér mjög vel fyrir kristniboðið í Konsó. Hún er einnig í mjög hentugri mynd, þar sem skuldábréfin verða greidd á 10 árum og tryggja því talsverðar tekjur sjóðnum ár- lega næstu 10 árin, þar sem auk árlegra afborgana verða vextir. Er því gjöf þessi jafnframt eins konar „vatnsmiðlun", sem get- ur sannarJega komið sér vel, þegar frá líður. Gefendurnir vilja, eins og lang flestir þeir, sem gefa til kristni- boðs, vera algerlega ókunnir. Þeim eru hér með færðar þakk- ir og þá fyrst og fremst fyrir þann hvetjandi kærleika til kristniboðsins, sem gjöf þeirra ber vott. Jörð aö gjöf Á Sambandsþingi kristniboðs- félaganna, sem haldið var t Vatnaskógi 2.—4- í'táZí s. I., var skýrt frá því, að frú Guðrún Sigurðardóttir, Gunnarsbraut 26 í Reykjavík, hefði gefið minningarsjóði dóttur sinnar, Elínar Ebbu Runölfsdóttur, jörðina Hurðarbak í Flóa. Sjóð- ur þessi, sem er eins og áður segir stofnaður til minningar um dóttur hennar, sem lézt í Bandaríkjunum fyrir 10 árum, á að vera eign Kristniboðssam- bandsins, samt undir stjórn sér- stakrar stjórnarnefndar, sem skipuð er samkvœmt ákvörðun skipulagsskrár sjóðsins. Til- gangur hans er m. a. að kaupa jörð eða góðan stað, sem hent- ugur sé til ýmislegs kristilegs starfs og sé þá einnig haft í huga, að kristniboðar, sem koma heim til hvíldar, geti dvalizt þar. Jörðin Hurðarbak í Flóa er stór og mikil jörð. Enn hefur ekki verið athugað, hvernig hentugast sé að nota hana, en rétt er að geta þess, að jörðin er gefin kvaðalaust að þvi leyti, að finnist annar og hentugri staður, sem betur upp- fylli tilgang minningarsjóðs El- ínar Ebbu, má selja jörðina. Kristniboðsvinum mun nánar skýrt frá málum, þegar frekari upplýsingar er unnt að gefa. 1 stjórn minningarsjóðs Elinar Ebbu Runólfsdóttur eiga nú sœti frú Guðrún Sigurðardóttir, séra Jónas Gíslason og Ólafur ólafsson, kristniboði. Hvað gerðist...? Fiamhald af 3. síðu heimsfundur og þessi er ekki heppilegur til þess að ræða vanda- söm guðfræðiefni — ef ætlunin er sú að geta orðið sammála um orða- lag, sem allir geta viðurkennt. Margir guðfræðinganna voru tals- vert frjálslyndari í ummælum sín- um en kunnir norskir nýguðfræð- ingar á fyrri hluta aldarinnar, eftir því sem norskur blaðamaður segir. — Meðferð sú, sem aðalefni þings- ins hlaut, var á ýmsan hátt óþægi- leg og lamandi. Krossinn og end- urlausnin — og afstaða einstakl-' ingsins fyrir afturhvarf og trú — fékk lítið rúm. Það er ekki unnt að sjá annað en að Lútherska heimssambandið sé tilneytt að birta opinberlega eitthvað um rétt- lætinguna, sem sýni opinbera skoð- un heimssambandsins og afstöðu þess til þessa mikilvæga kenning- aratriðis. „Ég hef haft sérstakan áhuga á umræðuhópunum. Leikmennirnir, einkanlega þeir yngri, gagnrýna guðfræðiprófessorana harðlega. Þeir vilja fá ljóst og einfalt svar við spurningunni um það, hvernig maðurinn verði hólpinn, en um- ræðurnar hafa verið svo guðfræði- legar, að þær hafa ekkert svar gefið. Það er einkennilegt, að þeir, sem staðhæfa, að kenninguna um réttlætinguna verði að framsetja á máli, sem nútímamaðurinn skilji, tala þannig, að enginn „nútíma"- maður skilur þá!" (Ummæli Wis- kari ritstjóra „New York Times" á blaðamannafundi á meðan á þinginu stóð.) j Vér álítum, að það, sem fyrir oss virðist vera hreinustu mistök, geti orðið dyrnar að nýjum tíma skýrrar Kristsboðunar, ef lúth- ersku kirkjurnar ganga veg auð- mýktarinnar og í reyndinni hegða sér samkvæmt háleitri játningu sinni. — _ Þegar aðstaðan er óljós í and- legum málum — þar sem almenn trúhneigð ræður allt of miklu, og þar sem á óviðeigandi hátt er daðrað við kaþólskuna — þurfum vér að hamra inn í meðvitund fólksins: Ritningin ein! Náðin ein! Trúin ein! Það er ekki nóg, að forseti, sem er að láta af störfum á fundinum, hljóti kröftugt lófatak mannfjöld- ans, þegar hann slær fram þeirri fullyrðihgu, að það hafi aldrei ver- ið um það að ræða á aðalfundin- um að ráðast á sameiginlega lúth- erska játningu. „Frelsa oss frá æði Normana!" Þannig var beðið í frönskum, ka- þólskum kirkjum, þar sem grimm- ir víkingar frá Norðurlöndum rændu og rupluðu. I dag er ástæða til þess að breyta orðunum svo- lítið og biðja — einnig í lúthersku kirkjunum: „Frelsa oss frá glund- roða guðfræðinganna!" Vilja lúthersku kirkjurnar í fullri alvöru átta sig á háleitri játningu sinni og hefja baráttu gegn nýtízku musterisræningjum — sem að vísu hlífa líkneskjum, myndum og heilögum kerum, en sem ræna því, sem er enn dýrmæt- ara — kjarnaatriði trúar vorrar? „Frá þessari grein," segir Lúther um kenninguna um réttlætinguna,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.