Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1963, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.1963, Blaðsíða 7
BJARMI 7 Fyrir hvern? Prestur nokkur segir svo frá. Það var tekið að kvölda, og ég nálgaðist prestssetrið, er ég mætti gömlum manni, sem studdist við hækjur og dróst því hægt áfram. Þegar ég kom nær honum, sá ég, að andlit hans var mjög hrukkótt og svipur þess bar áhyggjum og kvíða vott. Eftir að ég hafði mælt nokkrum samúðarorðum spurði ég hann: „Eigið þér frið við Guð?" „Æ, herra prestur," svaraði hann hálfkveinandi, „undanfarin þrjú ár hef ég margbeðið Guð um það." „Já, og hefur Guð svarað bæn- um yðar?" „Nei, en ég þrái svarið." „Ágætt. en hvað segið þér nú um það, ef þér hættuð að biðja svona mikið um þetta og í stað þess gjörðuð það, sem Guð biður yður um að gjöra?" Gamli maðurinn leit forviða á mig, og ég hélt áfram: „Þér vitið vafalaust, að Biblían segir ekki, að vér frelsumst fyrir margar bænir til Guðs um frelsi, heldur blátt áfram fyrir trú á það hjálp- ræði, sem hann hefur fullkomnað og þegar er reiðubúið. Ég er viss um það, að þér hafði heyrt um Jesúm Krist, Drottin Vorn og frelsara." „Já, ég hef það." „Jæja, hvað hafið þér heyrt um hann?" „Ég hef heyrt, að hann dó á krossinum." „Það er rétt, en nú ætla ég að spyrja yður mjög veigamikillar spurningar: „Fyrir hverja dó Jes- usr Nýr hópur skírður í Konsó Framh. af 5. síðu allir gert upp til hópa. Þeir hafa fylgt í einu og öllu öllum þeim ráðum, sem við höfum verið að gefa þeim, og ekki þá sízt þeim ráðum, sem Ado Guttema gaf þeim. Það var einnig mjög hrífandi að fylgjast með því, hvernig fólkið úti í Nagúlli tók höndum saman um að sjá um akra þeirra, sem í fangelsinu sátu. Þeir skiptu því niður á sig þannig, að fjárhags- legt tjón biðu þeir ekki. Það er al- veg einsdæmi, að þorpsbúar standi svo þétt saman í máli eins og þessu. Á hverjum sunnudegi kemur all- stór hópur frá Nagúllí á samkom- urnar inni á stöðinni. Meðal þeirra eru þá oftast nær fremstir í fylk- ingu einhverjir úr hópi fanganna. Þeir koma brosandi, hýrir og heilsa manni. Þeir virðast vera mjög glaðir og ánægðir. Ekkert bendir til þess, að þeir hafi iðrazt þess að hafa tekið það skref að gerast kristnir, og við biðjum, að Guð vilji í sannleika opna fagnaðarer- indið fyrir þessu fólki, að þeir mættu læra að þekkja leyndardóm Guðs. „er hvorki unnt að víkja eða slá af, jafnvel þótt himinn og jörð hrynji . . . og á þessari grein bygg- ist allt, sem vér höfum kennt og lifað gegn páfa, djöfli og heimi." (Þýtt úr málgagni Norsku lúth- ersku fríkirkjunnar.) „Auðvitað fyrir syndara." „Já, Guði sé lof, að það er satt, en mig langar mjög gjarna að heyra ákveðnara svar. Takið nú eftir: „Fyrir hvern dó Jesús?" " „Fyrir oss alla," sagði gamli maðurinn með áherzlu. „Já, það er einnig satt, en þér hafið samt ekki ennþá gefið mér það svar, sem ég bað yður um. Nefnið mér einhvern syndara, sem Jesús dó fyrir." Eftir nokkra umhugsun sagði hann: „Ég er ekki lærður maður." „Það eruð þér ef til vill ekki, en hugsið yður um andartak. Þér segið, að Jesús hafi dáið fyrir syndara — fyrir oss alla; en nefn- ið einhvern einn þeirra syndara, sem hann dó fyrir." Langa stund sat hann hljóður. Andlitsdrættir hans báru vott um innri baráttu. Loks var eins og birti yfir honum. Augu hans ljómuðu af fögnuði, þegar hann sagði: „Hann dó fyrir mig." „Já, það er einmitt það. Jesús dó fyrir yður. Og nú segir Guð í orði sínu: „Trú þú á Drottin Jes- úm Krist." Hann segir ekki: „Biðj- ið margra bæna." Viljið þér nú ekki trúa því, að Jesús dó fyrir syndir yðar — yður til hjalp- „Jú, ég vil gjarna gjöra það," sagði hann með sælu brosi. Nokkrum dögum síðar sá ég hann niðri í bænum. Hann var að tala við trúaðan mann. Ég gekk til gamla mannsins og spurði: „Getið þér nú sagt mér, fyrir hvern Jesús dó?" „Já, séra minn, hann dó fyrir mig, nú veit ég það." „Veizt þú það, góði lesandi?" En þetta er ritað, til þess að þér skuluð vita, að þér eigið eilíft líf, þér, sem trúið á'nafn Guðssonar- ins. (1. Jóh. 5,13). "> LUDV. HDPE: Jóh. 4, 29----42. VIÐ BRUNNINN Það er rétt að trúa þvi og lœra það, að heilagar og réttlátar kröfur Guðs eiga að koma oss til að við- urkenna syndir vorar! Án lögmáls er syndin dauð. Vér mcgum samt ekki gleyma l>vi, að augliti til auglitis við Jesúm getum vér einnig séð synd vora. 1 honum eru kröfur lögmalsins lifandi gjörðar í fullkomnu líi'i. Andlega blinda konan, sem mætti Jesú við brunninn, hrópaði: „Komið og sjáið mann, sem sagði mér allt, sem ég hef aðhafzt!" Það var Kristur. Þegar Pétur mœtti honum á ströndinni, i'ann hann betur en nokkru sinni fyrr, hve syndugur hann var. Það er eins og maður heyri Pétur segja: Ég aumur vesalingur, sem legg á flótta, þegar á reynir. Kœrðu þig ekki um mig. Það verður aldrei maður úr mér hvort sem er! Far fra mér, Drottinn Jesús! „Far frá mér herra, þvi að ég er syndugur maður." Slikt getur hent lœrisvein Jesú, þegar hann sér synd sina og ótrúmennsku i ljósi fra kærleika Jesú Krists og hans heilaga lífernis. En ---- nei, ÞÁ YFIRGEFUR FRELSARINN EKKI SYNDARANN. Þá er einmitt hentugur timi til að hjálpa, fyrir hann, sem kom til að kalla SYNÐARA til afturhvarfs. Hve erfitt er það ekki, einnig fyrir kristinn mann, að muna það, að það eru SYNDARAR, SEM JESÚS FREESAR. Oss hættir svo við að hörfa undan og imynda oss, að það sé aðallega „heiðarlegt" fólk, sem hann frelsar. Hann gjörir SYND- ARA hólpna! S Y N D A R A ! Allir himnarnir munu fyllast af FRELSUÐUM SYNDURUM, sem um alla eilífð munu lofa hann fyrir frelsið. Syndari, efastu ekki! Jesús er einmitt kominu til að frelsa það, sem glatað var. ---- Frelsa syndara og gjöra ÞA SÆLA. (S.O. þýddU. Gjafir til kristniboBs í októbermánuði: Frá einstaklingum: Frá honuni, fyrir hann og til hans eru allir hlutir, honum sé dýrð. Róm. 11, 36, 7000 kr. T. (afhent Ó.Ó.) 5000 kr. S.P. Strand. 500 kr. S.Þ. 500 kr. Gömul kona 500 kr. K.V. 400 kr. S.W. 400 kr. N.N. 330 kr. Z. 1000 kr. Þakklát móðir 1000 kr. B.Á. 225 kr. Þ.P. 200 kr. N. 300 kr. B.Ó. 200 kr. J. 200 kr. Kristniboðsvinur Vestmannaeyjum 10 þús. kr. Frá ýmsum 279 kr. R.S. 500 kr. G.P. Ak. 1000 kr. H.Z. 135 kr. G.S. 50 kr. N.N. 100 kr. Ó.S. og G.E. 1000 kr. G.J. 300 kr. K.Á. St."100 kr. A.J. 100 kr. M.K. 100 kr. K.H. 470 kr. A.Þ. 100 kr. L.D. 150 kr. S.L. 200 kr. M.J. 1000 kr. G.Á. 35 kr. Úr svíninu kr. 152,11. E.E. Sth. 500 kr. Afh. Ó.Ó.: I. Hf. 500 kr. E.S. Hf. 1000 kr. H. 70 kr. N.N. 2400 kr. Konsókirkjan í Hf. 2305 kr. N.N. 200 kr. S.G. 2000 kr. L.H. 200 kr. V.J. 500 kr. Úr kristniboösbaukum: G.M.S. kr. 104,55. 1 Bitruhálsi kr. 255,21. S.J. Hf. 131 kr. Á.G.Á. kr. 206,85. Telpa í Hólmavík 100 kr. Ó.E. Ve. kr. 134,29. K. og Ó. kr. 131,79. Frá félögum og samkomum: Kristniboðsvikan í Rvík kr. 70.096,35. I I II II miYMHIC... Fiamh. aí 2. síðu sem við höfðum frá þessum stað. Það kom frekar fátt fólk, enda óvant öllum slíkum samkomuhöld- um. En það, sem verra var: Börn- in höfðu verið vanrækt. Þegar við báðum þau að spenna greipar og biðja, litu þau hvert á annað spyrj- andi augnaráði. Þau voru ekki vön að biðja. Þau kunnu það ekki! Það hafði enginn kennt þeim það! Var okkur að dreyma? Vorum við á Islandi, í kristnu landi? Og svo segir eldri kynslóðin svo oft: Þeir eru hræðilegir þessi ungl- ingar á okkar dögum! Hvar er fyrirmyndin? Hvernig hafa þeir eldri reynzt þeim yngri? Nú var samkomunni-lokið og við á leið heim. Við gengum rólega og nutum hins blíða veðurs i ríkum mæli. Töluðum ekki mikið, hugs- uðum þeim mun meira. Við gengum út fyrir veginn til að forðast klakabungu, sem hafði myndazt á löngu svæði. Allt í einu heyrðum við kallað veikri röddu í kyrrðinni. Við lit- um til hægri og sáum gömul hjón koma út um dyrnar á húsinu sínu og ganga í áttina til okkar. Þau höfðu verið á einni samkomunni, en við höfðum aldrei séð þau áður. Konan gekk aðeins á undan. Hún var mjög gömul, klædd fallegum peysufötum. Skref hennar voru furðu örugg á hjarninu. En mað- urinn hennar gekk við staf og komst ekki eins hratt. Við gengum upp að hliðinu, þar sem hún beið eftir okkur við hlið mannsins síns. Hvað vildu þessi hjón eiginlega? Þegar við höfðum heilsazt, tók gamla konan til máls og sagði: „Við erum hérna með 200 krónur, sem við höfum safnað til kristni- boðsins. Við vissum ekki, að það yrði tekið við gjöfum á samkom- unni. Og Guð blessi starf ykkar alla daga!" Síðan snéru hjónin við og gengu sömu leið til baka. Nú héldust þau í hendur, studdu hvort annað. Þannig hafði það sennilega verið langa, slitsama ævi. Þau höfðu safnað saman 200 krónum til kristniboðsins og gáfu þær með gleði og blessun í huga. Margur mundi segja á okkar dög- um: Tvö hundruð krónur! Hvað er það nú á tímum? Og satt er það að sumu leyti. Það er ekki svo ýkja mikið. En það kann að vera, að það fylgi þessari gjöf meiri blessun en sum- um þúsundanna, sem gefnar eru með öðru hugarfari og af miklum gnægtum. Við þekkjum ekki þá sögu, sem á bak við býr. Þess vegna þökkum við og gleðjumst yfir hverjum gjafara og minnumst þeirra fyrir augliti Guðs, sem um- hyggju ber fyrir sérhverjum ein- staklingi. Og nú var komið að kveðjustund á þessum stað. Við áttum eftir að gera upp fyrir gistinguna. Við höfðum verið þarna í tvo daga í bezta yfirlæti og spurðum um upp- hæðina. Svarið kom strax: „Þið starfið fyrir svo gott málefni. Þið þurfið ekkert að borga." ¦ Við stóðum agndofa ofurlitla stund, en þökkuðum síðan og kvöddum með bæn í huga. Og enn er haldið áfram að ferð- ast. Það skiptast á skin og skúrir. Verkefnin eru næg. Gleymum ekki að biðja fyrir þeim, sem fagnaðar- erindið flytja. Þeir þurfa-einnig á því að halda! Á sinum tíma fékk Norska lúth- erska kristniboðssambandið þung- ar ákúrur fyrir það að hafa svo marga innlenda starfsmenn. Þeim var nær að gefa meira til kristni- boðsins, sagði fólk. En á seinni árum hafa þeir hin- ir sömu, sem hæst höfðu þá, tek- ið upp sömu aðferð, því að kristni- boðið og heimastarfið verður að haldast í hendur, einnig á Islandi! Alls staðar vantar verkamenn! „Uppskeran er mikil, en verka- mennirnir fáir. Biðjið því herra uppskerunnar, að hann sendi verkamenn til uppskeru sinnar." Tíminn er naumur. „1 dag get- um vér borið fram fagnaðailíð- indin. En ef vér þegjum og bíð- um þangað til í býti á morgun, þá mun það oss í koll koma. Við skul- um því fara og flytja fagnaðartíð- indin." .(2. Kon. 7. 9.)

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.