Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1963, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.11.1963, Qupperneq 8
B BJARMI FRÁ ERLENDU KIRKJULÍFI Vatikanþingið Eins og kunnugt er hefur þing kaþólsku kirkjunnar í Vatikaninu vakið mjög mikla athygli um all- an kristinn heim. Ýmsir sjá í því gjörbreytingu á stefnu kaþólsku kirkjunnar og afstöðu til annarra. Fullvíst er, að miklar breytingar muni verða, en hitt virðist jafn- augljóst, að kenningarlega séð muni engin breyting verða á ka- þólsku kirkjunni. I sænska blað- inu Svensk Veckotidning birtist í haust grein um hásætisræðu Páls páfa VI., sem jafnframt var eins konar. stefnuskrári’æða hans. Var þar vakin athygli á því, að hann myndi fylgja stefnu fyrirrennara síns, Jóhannesar XXIII., og ætti það ekki sízt við um friðarstefnu Jóhannesar. Hins vegar sé það augljóst af hásætisræðu Páls VI., að hann tengi von um heimsfrið beinlínis við Krist. Hann sagði í ræðu sinni, er hann ræddi um frið- inn: ,,sá friður, sem vor elskaði Drottinn gaf oss og sem heimur- inn getur ekki gefið án hans“. Sama blað vekur einnig athygli á því, að það sé eftirtektarvert fyr- ir þá, sem tilheyra öðrum kirkju- deildum en þeirri kaþólsku, að veita athygli ummælum páfans um kristna einingu. Þar hafi hann lagt áherzlu á það, að ekki kæmi til mála nein málamiðlun um grundvallarkenningar varðandi kristna kirkju og að hann áliti, að í einingunni væri fólgið það, að þeir, sem yfirgefið hefðu hina heilögu kaþólsku kirkju, hyrfu aftur til hennar. Samkvæmt þessu virðist felast í skoðun páfa, segir fyrrgreint blað, að fráföllnu mót- mælendurnir verði að gjöra yfir- bót og hverfa aftur til kaþólsku kirkjunnar. Enginn hafi raunveru- lega búizt við öðru. Kristilegt dagblað í Kaupmanna- höfn segir dálítið frá breytingum, sem samþykktar hafi verið á Vati- kanþinginu varðandi guðsþjónust- ur kaþólskra. I fyrirsögn blaðsins er lögð áhei’zla á það, að þingið hafi samþykkt, að meiri áherzla skuli lögð á prédikunina í guðs- þjónustunni en hingað til. Um þetta segir svo orðrétt samkvæmt blaðinu: „Kirkjufeðurnir, sem þátt. Péturskirkjan í Róm ok toi'KÍð fyrir framan liana. Sitt úr hverri áttinni 25 NÝIR nemendur innrituðust í kristnihoðsskúla „Norska kristniboðsfélagsins“ í Stafangri nú í liaust. Hafa aldrei jafmnargir nýstúdentar innritazt í kristni- boðsskúlann í einu. I ár eru 120 ár liðin síðan fyrstu þrír nemendurnir komu til skúlans. Alls kristiboðsskúlanum 39 nemendur. eru nu a TALIÐ EII, að nemendur við Safnaðarprestaskúlann í Oslú muni verða nálaígt 400 nú í vetur. I fyrra inn- rituðust 81 stúdent til guðfræðináms við skúlann, og var búizt við, að þeir yrðu enn fleiri í vetur, þegar allir væru liúnir að innrita sig, sem befðu það í liuga. TAIJÐ ER, að um 30 þúsund Eþíúpar bafi Iært að lesa á einu ári. Var það árangur af lestrarkennslu- lierferð þeirri, sem þýzka kirkjulega hjálpin „Brauð banda öllum“ hefur styrkt. Samt er talið, að enn séu um 90% af íbúum landsins úlæsir. Keniur þetta fram í samtali, sem norska blaðið „Várt Land“ befur átt við eþíúpska ritstjúrann Amare Mamo. Ilann var einn af |iátttakenduin í þingi Lútberska beimssam- bandsins. Amare Mamo er nú forstöðumaður fyrir hitherskri búkaútgáfu í Addis Abeba. Ilanu hefur sjálflir skrifað a’visögu Lútbers á amliarísku, og er hún komin út í þrem útgáfum. Hann hefur einnig þýtt ýmsar kristilegar liækur og m. a. búk prúfess- ors Hallesbys „Cr heimi bænarinnar44. Búkaforlagið gefur út mánaðarblað, sem liann er ritstjúri að, og fimm til sex nýjar kristilegar bækur árlega. Eru þær gefnar út í þrjú- til fimmþúsund eintökum. Ilins vegar eru stafrúfskverin gefin út í 50 þúsund ein- taka upplagi í einu. Þegar biaðið spyr bann, hvort mikil barátta sé um nýja lesendur, svarar bann því játandi og segir, að kommúnislar liafi mikinn áliuga á að ná til þeirra. Þeir gefi bverjum sem vill úkeypis árúðursrit á ambarísku, en kristniboðið befur ekki bolmagn til slíks. Búkaforlagið, sem liann veitir for- stöðu, nýtur styrks frá Lútlierska lieimssambandinu og fjúrum kristniboðsfélögum: Norska kristniboðs- sambandinu, sænsku „Fosterlandsstiftelsen“, samska kristniboðsfélaginu „Bibeltrogna Vanner“ og banda- rísku félagi. FJÖLMENNUSTU kristilegu samkomur, sem lialdnar bafa verið í Álaborg í Danmörku, voru baldnar þar í séptembermánuði. Voru þær í sal, sem rúmar yfir 3 þúsund manns, en liaiin reyndist allt of lítill. Rieðu- maður á samkomUm þessum var norski vakninga- prédikarinn Jolin OlavT.arssen, en honum til aðstoð- ar var stúr kúr danskra og norskra ungmenna. Hljúm- svi-il fylgili og var allfjölmennur liúpur norskrar æsku, sem komið bafði til þess að aðsloða við sam- komuhöld |>essi. RlKISSTJÖRN KÚBU befur gert upptækar og sent í pappírstæting þúsundir af Bililíum, söngbúkum og öðrum búkum, sem sendar liafa verið frá Englandi, Kanada, Mexíkú og öðrum löiidum. Er þetta sam- kvæmt upplýsingum, sem alþjúðasambaud fullorð- insskírenda hefur sent frá sér. Aðeins tíundi bluli af meira en 200 þúsund biblíiiritum komsl í bendiir Biblíufélags Kúhu. Er |ietta talið mikið áfall fyrir kristilegt starf og Irúhoð á eyjunni. taka í einingarkirkjuþinginu í Vatikaninu samþykktu i dag með yfirgnæfandi meirihluta ýmsar endurbætur á kaþólskri guðsþjón- ustu, þar á meðal, að meiri áherzla yrði lögð á það, að prédikunin fái meira rúm. Klerkarnir greiddu í dag at- kvæði um fimm af 19 tillögum á skjali, sem fjallar um helgisiði kirkjunnar. Tillögurnar höfðu ver- ið ræddar á fyrra hluta kirkju- þingsins. Samþykktirnar hlutu yfirgnæf- and meirihluta atkvæða. Flest urðu mótatkvæðin gegn einni til- lögunni, en þá greiddu 31 atkvæði á móti af 2298, sem atkvæði greiddu. Veigamesta tillagan leggur áherzlu á það, að meiri áherzla skuli lögð á prédikunina í guðs- þjónustunni. Prédikunin hefur allt- af verið miðdepill í guðsþjónustu mótmælenda, en kaþólskir klerkar hafa hingað til oft litið á hana sem eins konar aukaþátt. Tiilaga þessi, sem er raunveru- lega viðurkenning gagnvart krist- indómi mótmælenda, segir, að pré- dikunina megi ekki vanta, nema sérstaklega standi á. Sérstaklega er lögð áherzla á, að presturinn noti sunnudagsguðsþjónustuna til þess að útskýra fyrir söfnuðinum kristna trú og líferni. 1 þessari nýju samþykkt segir, að prestarnir skuli byggja prédik- un sína á Biblíunni og nota ritn- ingargreinar mjög mikið. önnur veigamikil samþykkt fækkar athöfnum, sem fram fara í kaþólskri guðsþjónustu, þar sem brott er fellt það, sem minna máli skiptir, og lætur önnur atriði guðs- þjónustunnar fá veigameiri sess. Með þessum samþykktum vill kirkjuþingið hverfa aftur til sí- gildrar guðsþjónustu fornkirkj- unnar. Meðal tillagna þeirra, sem átti að afgreiða, er tillaga um að nú- tíma tungumál verði notuð í rík- ara mæli í guðsþjónustunni en latínan. Þessi frétt, þótt lítil sé, rifjar upp ummæli, sem herra Jóhannes Gunnarsson, Hólabiskup, viðhafði í samtali við Morgunblaðið síðast liðinn vetur. Þá lét hann spaugs- yrði falla um það, að liklega myndi enda með því, að kaþólskir yrðu lútherskir, en lútherskir kaþólskir, þar sem lútherskir virtust nú sum- ir vilja taka ýmislegt það upp, sem kaþólska kirkjan væri að ræða um, hvort ekki væri rétt að fella niður. Ritstjórar: Bjarni Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla: Þórgsötu 4, Rvik. Sími 13504. Pósth. 651. Áskriftargjald: Kr. 50,00 á ári. Gjalddagi 1. júni. PUENTBMIÐJAN LCIFTUN

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.