Alþýðublaðið - 20.03.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.03.1923, Blaðsíða 3
Kaupmannahöfn Id. 4 síðdegis, koma tjl Lundúna á hádegi næsta dag og svar írá Lundúnum til Kaupmannahafnar morguninn þar á eftir. í b'.öðum er sagt frá því, að enskt gufuskip muni næstu daga koma til Árósa með farm aí olíu- kökum frá Svartahafinu, og er búist við, að í mánuðinum flytjist taisvert af rússneskum oiíukökum til danskra hafna, í blaða-viðtali segir Möller fram- kvæmdarstjóri fyrir „Dansk Andels Ægexport", að félag hans sé mjög hlynt óskum Englendinga um, að lögboðin só þjóðeinismerking á eggjum, því að dönskum eggja- útflutningi sé engin þægð í því, að dönskum eggjum só ruglað saman við egg annars staðar að. Ulanríkisráðuneytið skýrir fra því, að gerður hafi verið gagn- kvæmur samningur við spænsku stjórnina um skoðunarskyldu hjá dönskum, íslenzkum og spænskum þegnum, er Þó skulu framvegis hafa giid vegabróf frá þjóð sinni, og gangi samningurinn þegar í gildi. Næsta iaugardag verður haldin ALbVÐUBLAÐXSt hátiðleg samkoma í Opinrá í sam- úðarskyni við íslendinga, og held- ur þar Sveinn Björnsson fyiiilest- ur, en fluttir verða söngvar og sýndar skuggamyndir frá fslandi. í maíbyrjun hefur Sameinaða félagið beinar ferðir frá Kaup- mannahöfn til Montreal. Dagsverkagjafírnar til Alþýðuhússinfl, 13-— 15- marz: Þorkell Gísla- son Lindargötu 21, Skarphéðinn Njálsson Freyjugötu 7, S. Á. Ó., Hafliði Baldvinsson Bergþóru- götu 43, Þorleifur Árnason Njálsgötu 17, Sigurður Þorkefss. Hildibrandshúsi, Bergur Skúla- son Laugaveg 35, Jón Jónsson Bergþórugötu 45, Njáll Símonar- son Freyjugötu 7, Þórdís Gísla- dóttir Lindarg. 21, Guðni Krist- insson Suðurpóli. Næturlæknir í nótt Magnús Pétursson Laugaveg 11. 3 mmmmmmmmmmmm H ÁÆTLUWARFERÐIR gí m írá m 0 Nýju bifreiðasföðinni ]?£| m Lækjartorgi 2. m Keflavík og Garð 3 var í ||f m viku, mánud., miðvd., Igd. m E3 Hafnarfjörð allandaginn. Q £3 Vífilsstaðir sunnudögum. m m Sæti 1 kr. kl. 1 G/a og 2^/2. m m Sími Hafnarfirði 52. m H — Reykjavík 920. IH m m mmmmmmmmmmmm G-I jábi’enslæ og viðgerðir á hjólum er ódýrust í Fálkanum. Firirspnrn. Að gefnu tilefni leyfi ég mér að beina þeirri spurningu til lögregiu borgarinnar, hvort hún sjái sér ekki fært að hafa betra eítirlit með meðferð á hestum við ákstur á hafnarbakkanum. Et svo er ekki, getur þá ekki B ARÖNINN EFTIR GUSTAV WIED I. Maður hót Sörensen, Franz Sörensen. Hann haíði verið herbergisþjónn baróns v. Rósens á Munk- hólmi, en hljóp svo af landi brott með barónsfrúna, er kölluð var Liljustjarna áður en hún giftist. — Eftir tveggja ára dvöl erlendis hólt Sörensen aftur heiin til Danmerkur, kvæntur bórónsfrúnni, en frá þeirri stundu nefndist hún frú Sörensen, en hann hlaut þann sæmdarauka að vera kallaður baróninn. . . . Ég komst í kunningsskap við hann eitt sinn í sumarleyfinu, þá er ég dvaidi hjá frænda mínum, Neergaard jústizráði í Krákuskógum við Köge. Ég heyrði fólk oft ininnast á barónshjónin í Grænu- görðum, en sjálfur hafði ég aldrei séð þau. En svo var það eitt sinn, þá er ég var á heim- leið úr borginni að afloknum erindum i þarfir frænku minnar, að maður nokkur, vingjarnlegur á yfiibragð, jkom akandi á eftir mér á þjóðveginum. Eegar hann náði mér, nam hann staðar og epurði, hvort ég vildi setjast upp í vagninn hjá sór. Ég varð guðs liíandi feginn og tók til þakkar, en hann ók með mig alla leið heim að garðshliðinu í Krákuskógum.' Viku síðar, þá er ég eitt kvöld fór út mér til skemtunar með jústizráðsfrúnni, ók þessi sami maður fram á okkur. Við buðurn honum gott kvöld og brostum vingjarnlega til hans um leið, en hann hneigði sig lotningarfylst fyrir frænku minn. „Petta er baróninn í Grænugrðum“, sagði hún strax og hann var farinn. „Það er af og frá“, sagði ég uppvægur, aðals- ættunum til réttlætingar. „ Þetta er réttur og slétt- ur bóndamaður, — sá sami og bauð mér sæti í vagninum hjá sér í gærdag.“' „Jú, rétt. Hann er ekki barón, en almenningur kallar hann það.* „Og hvers vegna er hann kallaður þetta, úr því hann ekki er það?“ spuiði ég. „fað er af ástæðum, sem ekki verða skilgreindar í áheyrn unglinga," svaraði frænka mín afundin og hvatti sporið. Næsta sunnudag á eftir vorum við í feluleik í garðinum, frændsystkyni mín og ég. Meðan ég lá og faldi mig milli hávaxinna gróðurrunna og leik- systkinin leituðu- mín um alt með ærslum og gauragangi, flaug þessi hugsun í höíuð mér eins og loftbóla frá sjávarbotni: „.Skvettu þór nú upp að Grænugörðum og heils- aðu upp á barónshjónin þar!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.