Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 4
UPPÖRVANDI SKÓLAFERÐALÚG Osló, 22. marz 1975., Kæru kristniboðsvinir. Hjartans þakkir fyrir samfélag og bænir. Þreytumst ekki á að biðja hvert fyrir öðru og fyrir framgangi Guðs ríkis á meðal okkar og á kristniboðsakrinum. Mikið hefur verið að gera hér í kristniboðsskólanum. Enskunám- ið er tímafrekt, en Guðs orð vinn- ur með einstaklinginn. „Er ekki orð mitt eins og eldur“ — segir Drott- inn — „og eins og hamar, sem sund- urmolar klettana?" (Jer. 23,29). Eftir því sem ég er lengur í skól- anum og heyri og les meira í Guðs orði, sé ég betur, hvað Guð er mikill og kærleiksríkur. Það er nauðsynlegt að taka sér tíma og hugleiða Orðið, leyfa því að dæma hugsanir og knýja okkur til Krists. Um daginn fór allur skólinn í ferðalag til Hurdal, eins af lýð- háskólum Norska kristniboðssam- bandsins. Langflestir tóku þátt í skíðaíþróttum og skemmtu sér konunglega, bæði kennarar og nem- endur. Á samveru síðdegis var áfram glatt á hjalla, verðlaun veitt o.fl. Flestir kórar beggja skólanna sungu um frelsarann. Kall tii fylgd- ar og helgunar hljómaði svo skýrt, að ekki var annað hægt en að lof- syngja Guði alla leið til Fjellhaug. Svokölluð „Fjellhaug-helgi“ var um síðustu helgi. Þá fóru rúmlega 50 hópar með 2—5 þátttakendum í hverjum út á land til að heim- sækja kristniboðsvini, boða Guðs orð, veita upplýsingar um starf skólans og hvetja til fyrirbænar og fórnar til viðhalds skólanum. Hóp- urinn „hristist vel saman“ á ójöfn- um veginum til ákvörðunarstaðar- ins, þótt hann væri góður miðað við flesta vegi heima. Við vorum 5 frá 3 löndum. Ein stúlknanna er dóttir kristniboða, fædd og upp- alin í Japan. Eins og oft á slíkum ferðum heima æfðum við söng á leiðinni. Mjög gott og uppörvandi bréf hafði borizt frá vinum, sem við ætluðum til. Þau voru ekki mörg, en þau væntu sér virkilega mikils af Drottni, báðu hann um endurnýjun og frelsun sálna. Þau eru vön að hafa „bænaboðhlaup" fyrsta mánudag hvers mánaðar. Þá er bænavakt frá kl. 5 um morgun- inn til kl. 23.00, þar sem beðið er fyrir Guðs ríki og seinast einnig fyrir komu okkar. Guði sé lof og dýrð fyrir trúfesti hans og kær- leika, sem hann gefur í hjörtu barna sinna! Gestrisni, hlýja, fórnfýsi og framkvæmdasemi einkenndi fólkið, sem við dvöldum hjá í fallegri norskri náttúru. Drengjafélag und- ir stjórn bónda eins vann mikla vinnu við smíði ýmissa fallegra muna, sem seldir voru fyrir geysi- mikið fé til ágóða fyrir kristni- boðið annað hvert ár, á basar og í happadrætti. Við heimsóttum líka elliheimili og áttum þar dásamlega stund. Alvara Guðs orð og gleði yfir samfélaginu við Drottin, í vitnisburði, söng og samræðum við fólkið, átti sinn þátt í því. Ræðu- maðurinn talaði um vandamál gamla fólksins, ellina og dauðann, sem margir veigra sér við og finnst óþægilegt um að ræða. Mörgum 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.