Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 5
Fjellhaug „Fjellhaug Skoler" í Osló eru helzta skólasetur KristniboSs- sambandsins norska. Þar hafa margir íslendingar sótt biblíu- skóla. Sumir íslenzku kristni- boöamir hafa gengiö þar á kristniboðsskóla, og var Ólafur Ólafsson þeirra fyrstur. Húsiö lengst til vinstri er kristniboös- skólinn. Á miöri myndinni má sjá stúdentaheimiliö, heimavist fyrir námsmenn, sem koma utan af landi til dvalar í Osló. Þar er reynt aö búa nemendum heimilislegt umhverfi í kristi- legum anda. finnst lífinu lokið og þeir einskis nýtir, þegar þeir flytja á elliheim- ili. „En fyrir þeim, sem á von um eilífð með Jesú, er það tími til- hlökkunar," sagði hann, „þá er eins og lífið sé að byrja. Þetta er ekki eitthvað óraunverulegt, sem við boðum til að róa ykkur og hylma yfir sannleikann. Nei, þetta er fagnaðarboðskapur, sannleikur Guðs orðs.“ Ég hlakka sjálf til að eiga betri tíma, ef Guð leyfir mér að lifa lengi, til að taka enn meiri þátt í fyrirbænarþjónustunni. Hefur þú skynjað mikilvægi þess að biðja án afláts og þakka fyrir allt? „Beinum sjónum vorum til Jesú“ . . . „Virðið því fyrir yður þann, sem þolað hefur slík and- mæli gegn sér af syndurum, til þess að þér þreytist ekki, lémagna í sálum yðar.“ (Hebr. 12,2—3). „Lofsyngið Drottni, því að dá- semdarverk hefur hann gjört; þetta skal kunnugt verða um alla jörð- ina.“ (Jes. 12,5). Guð blessi ykk- ur öll. — Ykkar systir í Kristi, Valdís Magnúsdóttir. Frá starfinn FERÐASTARFIÐ Benedikt Arnlcelsson og Gunnar Sigurjónsson dvöldust á Eyrar- bakka 11.—15. marz. Þeir kynntu kristniboöiö í œskulýðsfélagi safn- aöarins. svo og i skólunum á Eyr- arbakka, Stokkseyri og i Gaul- verjabœ. Skólabörn í Hveragerði söfnuöust í kirkjuna þar til þess að hlýöa á kynningu á Konsó. Þá töluðu starfsmennirnir á almenn- um samkomum í kirkjunum á Stokkseyri og x Gaulverjabœ. — Gunnar Sigurjónsson fór til Akur- eyrar í byrjun apríl og tók þátt I nokkrum samkomum og íundum. Unglingasamkoma var í kristni- boöshúsinu Zíon, fimmtudaginn 3. april og tvœr kristniboössamkom- ur á laugardag og sunnudag 5. og 6. april. Auk þess tók hann þátt í fundum Gideonfélagsins, Kristni- boðsfélags karla og yngri deilda KFUM og K og sunnudagaskólans. — Starfsmenn SlK ferðuðust síðan um Austfiröi 9.—28. apríl. Þeir héldu samkomur á Höfn í Homa- firði, Djúpavogi, Fáskrúösfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Kirkjumel í Norðfjarðarsveit, Neskaupstaö, Egilsstööum og Seyðisfiröi. KRISTNIBOÐSVIKA Hin árlega kristniboðsvika í Reykjavík var haldin í húsi KFUM og K viö Amtmannsstíg dagana 16.—23. marz. Kristniboöar og heimastarfsmenn SlK kynntu kristniboöiö í Konsó, og margir fluttu Guös orö í vitnisburði, söng og predikun. Lilja S. Kristjánsdótt- ir þýddi sœnskan söng, sem sung- inn var á samkomunum, og setti hann svip á vikuna. — Söngurinn birtist á öörtxm staö hér I blaðinu. Kristniboöinu gáfust yfir 300 þús- und krónur. Benedikt Amkelsson stjómaöi samkomunum. KRISTILEG SKÓLAMÓT Kristileg skólasamtök gengust fyrir mótum í Vatnaskógi og Vind- áshlíð um bœnadagana. Er þetta í fyrsta skipti, sem skólamótin em tvö, en mikil aðsókn undanfarin ár kallaði á breytingu. Yfirskrift mótanna var: „Drottinn Guö er, var og kemur". Þátttakendur voru tœplega 200 úr Reylcjavík og víðar af landinu, og áttu þeir góðar og blessunarríkar stimdir um Guös orð. ÆSKULÝÐSSAMKOMUR Hinn 4.—6. april vom haldnar œskulýössamkomur á vegum KFUM og K í gagnfrœöaskólanum á Akranesi. Yfirskrift samkomanna var: „Ekkert jafnast á við Jesúm". Fóru hópar úr Reykjavík til að- stoðar á samkomunum. Ungt fólk í kristilegum félögum og söfnuðum á Akureyri, þ.á m. úr KFUM og K, stóð fyrir œskulýðs- samkomum dagana 11.—13. apríl. Voru haldnar miðnœtursamkomur i Nýjabíói á föstudags- og laugar- dagskvöld og síðdegissamkomur i Lónl kl. 4 á laugardag og sunnu- dag. Átta manns fóru úr Reykja- vik til aðstoðar á samkomunum, þ.á m. hljómsveitin Rut, sem söng og lék á öllum samkomunum. Voru samkomumar vel sóttar og þóttu takast vel. AFMÆLISFUNDUR KFUK KFUK i Reykjavik hélt afmœlis- og inntökufund 29. april siöastl. Óvenjustór hópur gekk í félagið aö þessu sinni. Krístin MöIIer, for- maður félagsins, tók inn 32 stúlk- ur, og komu flestar þeirra úr trngl- ingadeildum félagsins. Var fund- urinn mjög vel sóttur AÐALFUNDUR ÁRGEISLA AÖalfundur kristniboösfélagsins Árgeisla var 29. april. Þar voru endurkjömir í stjóm þeir Sigurjón Gunnarsson, Bjöm Jóhannsson og Þorsteinn Kristiansen. I varastjóm voru Ólafur Jóhannsson og EiÖur Einarsson kosnir. FJÁRÖFLUN Kristniboðsfélögin gera ýmislegt til þess aö afla fjár til kristniboðs- ins, halda basara, efna til kaffi- sölu o.s.frv., og er þess ekki alltaf getiö í Bjarma. Kristniboösfélag kvenna í Reykjavik seldi kaffi aö venju í krístniboðshúsinu Betaníu 1. maí s.I. Veður var bjart þennan „hátíöisdag verkalýösins", og uröu tekjur af kaffisölunni meiri en nokkm sinni fyrr, eða upp undir 200 þús. kr. — Kristniboðsflokkur KFUK í Reykjavík hélt almenna samkomu þriöjudaginn 6. maí. Þar söng kór KFUK, og heimastarfs- merin SÍK töluöu. — Ágóði af happ- drœtti á samkominni varö nálega 60 þús. kr. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.