Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 6
SbriftJ li ei eim Ur einkabréfum frá kristniboðunum BERRISHA ER □TULL SKÚLI SVAVARSSON ritar m.a.: „Nú sverfur hungriö aö hér aftur. Því miöur. Ég vil helzt ekki hugsa til þess, sem framundan er, til þess er undanfarandi reynsla of nærtæk. Þaö koma æ fleiri á sjúkraskýliö, sem þjáöir eru af næringarskorti. SvæÖin nálægt ánni Seggen veröa hart úti. Hjálparstofnun norsku kirkjunnar hefur lofaö aö hjálpa til. Hún hefur starfaö í Eþíóplu frá því í ársbyrjun mif. Hungursneyöin, sem nú ógnar, er hér ekki eins almenn og i fyrra. Sum þorp eru enn vel sett, — önnur eru aö hluta Ula á vegi stödd. Sums staöar er aöeins ein og ein fjölskylda í vand- ræöum. Hvergi eru heil þorp, sem ekkert hafa eins og i fyrra. Enginn hefur þó mikiö, svo aö þegar fram í sækir, veröur neyöin mikil. Þetta veldur því, aö þaö veröur ákaflega erfitt aö dreifa korninu, þar sem dllir vilja fá. Vegna hungursins í fyrra vilja heldur ekki þeir, sem eitthvaö eiga, miöla þeim, sem ekkert eiga. Hver hugsar um sig og vill ekki hætta á aö veröa kornlaus snemma. Þó fékk séra Kússía fólkiö hér í kring til aö hjálpa þeim, sem aö dauöa voru komnir niöur viö Aba Roba. Þaö komu nokkrir skinnsekkir af hirsi- korni til þeirra á síöustu samkomu hér. Ég læt þetta nægja um hungriö. Ekkert hjálparstarf er byrjaö ennþá, en þaö hefst væntanlega fljótt. Berrisha Húnde er byrjaöur aö kenna. Hann kennir á bibliuskólanum og á námskeiöi fyrir safnaöarmeölimi í kirkjunni tvo eftirmiödaga í viku. Þátttakendur eru um 20. Vegna anna á ökrunum fengum viö of fáa öld- unga eöa leiötoga til aö koma. á safnaöar-leiötoga-námskeiö núna. Viö vonumst til þess aö geta haft þaö seinna. Annars heimsækir Berrisha hin prestaköllin og hefur námskeiö þar frá fimmtudegi til laugardags. Hann er ötull í þjónustunni eins og áöur og viröist falla vel inn i um- hverfi sitt aftur. Sjálfum finnst hon- um vera erfiöara aö starfa nú. Honum þykir hann vera svolltiö utan viö og aö hann hafi misst svo mikiö af gangi mála, meöan hann var aö heiman. Einnig hefur starfiö vaxiö mikiö, og þaö eru margir, sem ha,nn þekkir ekki. Hann segist þurfa aö undirbúa sig meira en áöur, til dæmis. Ég lield, aö þetta sé ekki eins erfitt og hann lætur af. Dálitiö stafar þetta af hans andlega vexti. Þaö sem er fyrir öllu, er, aö hann segist kunna vel viö sig hér og er auömjúkur. Þið heyriö sjálfsagt jafnmikiö um ástandiö í landinu og viö. Nú er striö í noröri, segja sumir, aörir draga úr því. Varla er þó allt meö felldu. HvaÖa stefnu búast má viö gagnvart okkar starfi, er ekki gott aö vita. Enn er öllu fögru lofaö, og allt geng- ur sinn gang, þótt sums s taöar sé hann hálf skrikkjóttur. Þaö eru margir á móti okkar starfi eins og áöur, og mörgu er mótmœlt og margt gagnrýnt. Hver muni hafa síöasta oröiö, er erfitt aö spá um. ViÖ vinn- um, meöan dagur er. Þaö kemur nótt þegar enginn getur unniö. StarfiÖ hér gengur vel. Á sunnu- daginn var skíröu Berrisha og Kússía rúmlega 100 manns hér á stööinni. Ég fór niöur til Kokoge, tveggja tíma göngu frá Gasargjo niöur aö Seggen. Þar var ömurlegt um aö litast. Rauö og uppblásin jörö. ViÖ höfum ekkert starfaö þar, en fólkiö liefur þrábeöiö okkur um prédikara. Rúmlega 100 manns komu og hlustuöu á GuÖs orö. Var þaö góö aösókn, þvi þarna er dreifbýlt. Fólkiö haföi safnaö trjá- bolum í kirkju og var búiö aö slétta flöt fyrir hana. Nú vantaöi þaö bara prédikara. Allir vildu trúa á Jesúm. Svona er þetta víöa. Þaö var bratt aö ganga til baka og hitinn óskaplegur. Ég liélt, aö ég ætlaöi ekki aö komast heim. Þyrstur var ég og fæturnir þungir. Ég mætti manni meö „nestis- kútinn“ sinn, og, drakk ég næstum alla súpuna úr honum. Þaö er satt, sem þeir segja: MaÖur hressist á súpunni! Viö biöjum aö heilsa öllum kristni- boösvinunum. Öll verk Drottins eru í trúfesti gjörö og Hann er kær- leikur.“ Berrisha Húnde er fyrsti KonsómaSurinn, sem vígðist prestsvígslu. Nú hefur stjóm suSur-sýnódu lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu beðið hann að kenna ó Tabor, prestaskólanum I Awasa. Má því telja líklegt, að hann flytjist norður þangað með fjölskyldu sinni í haust. Þrír aðrir Konsómenn gegna prests- þjónustu í söfnuðunum í Konsó, og sá fjórði hugðist taka prestaskólapróf nú í vor. — Verum minnugir prestanna og annarra starísmanna safnaðanna í Eþíópiu í bœnum vorum. 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.