Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 10
Æskan vitnar um Krist Arba Minch, 3. marz 1975. Kæru vinir. Eþíópía lifir örlagatíma. — í dag blakta fánar um allan bæinn í til- efni af því, að ár er liðið, síðan byltingin hófst. Einkunnarorð bylt- ingarinnar eru: „Eþíópía fyrst“. Margt gott og viturlegt hefur ver- ið sagt og ritað síðan. Ýmsar breyt- ingar hafa líka átt sér stað. Fjöl- miðlar um allan heim hafa fylgzt með því. Mun ykkur vera það kunnugt. Nú síðustu vikumar hef- ur borið mest á fréttum frá Erí- treu. Það er mikið slys, að ekki skuli hafa tekizt betur til um lausn Erítreuvandamálsins. Lausn vand- ans hefur kannski aldrei verið f jær en nú. Verður erfitt að lægja allt það hatur, sem bræðravígin hafa valdið. Allir kristniboðar eru nú farn- ir frá Erítreu. Sænska kristilega hreyfingin Evangeliska Foster- landsstiftelsen hefur starfað þar í yfir hundrað ár. Evangelisk lúth- ersk kirkja í fylkinu er sjálfstæð og hefur aðeins óbeint samstarf við Mekane Jesús kirkjuna, lúth- ersku kirkjuna, sem við tilheyr- um. Við höfum því fylgzt heldur lítið með vexti og viðgangi kirkj- unnar í Erítreu. Það er upplýst í fréttum frá ríkisstjóminni hér í landi, að f jöru- tíu af hundraði Erítreumanna séu múhameðstrúar. Koptiska kirkjan á sterkar rætur á meðal Tígre- manna, en flestir Erítrear tala tígrinja. Biðjum fyrir trúbræðrum okkar í Erítreu. Guð gefi, að þess- ir erfiðu tímar verði til þess, að þjóðin leiti Guðs. Hér í Eþíópíu hafa einnig skap- azt ný viðhorf fyrir kirkjuna. AI- menn fræðsla, lestrarkunnátta og nokkur kunnátta í amharisku, sem fylgdi útbreiðslu fagnaðarerindis- ins vakti menn til umhugsunar um réttarstöðu sína. Því var kirkjan oft sökuð um að grafa undan léns- skipulaginu og valdi jarðeigend- anna. Undir hinni nýju herstjórn, sem stundum hefur virzt vera komm- únistísk, hefur ríkt nokkur óvissa um, hver staða kirkjunnar mundi verða. Það var því gott að heyra, að framkvæmdastjóri Mekane Jesús kirkjunnar, síra Gudine Tumsa, lýsti því yfir, skýrt og skorinort, að kirkjan er aðeins gefin undir vald Drottins Jesú Krists. Hún á að hlýða orði Guðs, og hlutverk hennar er að útbreiða fagnaðarerindið til svo margra sem unnt er. í Hagre Mariam er ein norska kristniboðsstöðin. Þar trufluðu jarðeigendur starf kirkjunnar all- mikið um tíma. Skólum í hérað- inu var lokað og bömum hótað öllu illu. Predikarar og söfnuðir gátu ekki starfað eðlilega. Sumir flúðu jafnvel. Kristniboðarnir flúðu einnig frá stöðinni um tíma, þeg- ar skothríðin var ískyggilega nærri, og sögur gengu um, að taka ætti höndum starfsmenn kirkjunn- ar. Eftir að fulltrúar kirkjunnar gerðu herstjórninni í Addis Abeba aðvart um þessa atburði, var nýr héraðsstjóri settur. Hann sá um, að skólar og kirkja gætu haldið áfram starfi sínu. Því er ekki að leyna, að „frelsis- bylgjan“, sem gekk yfir landið, olli óróa. Menn læra aðeins cif reynslu, hvað frelsi er og hver takmörk þess eru. Innan okkar hóps hefur þessa líka gætt. Við kristniboðar höfum líka séð, að okkar hlut- verk verður að breytast, frá stjórn- anda til þjóns, sem líka er biblíu- legt. Megi Guð gefa okkur ráð til að læra lexíuna, sem Jesús kenndi lærisveinum sínum, þegar hann þvoði fætur þeirra. Fræðilega er lexían auðveld, en í daglega lífinu getur hún reynzt erfið. Á sjúkrahúsinu hefur verið anna- samt að undanförnu. Aðsóknin hef- ur aldrei verið eins mikil og síð- ustu tvo mánuðina. Margir eru þeir, sem heyra Guðs orð á sjúkra- húsinu. Biðjið þess með okkur, að bæði það, sem sagt er og gert á sjúkrahúsinu, megi vera vitnisburð- ur um Drottin Jesúm. Einn morguninn, er ég fór stofu- gang, kom ég að rúmi stúdents, stúlku frá Addis Abeba, sem er í skylduvinnu hér í fylkinu Gamu Gofa. Á náttborðinu lá bréfmiði, sem hún hafði skrifað á á ensku: „I am a Christian, I am happy, praise the Lord.“ (Ég er kristin, ég er hamingjusöm, lofið Drott- in). Ég spurði stúlkuna, hvort hún hefði skrifað þetta. „Já,“ svaraði hún brosandi, tók miðann af borð- inu og stakk honum niður í skúff- una. Það leyndi sér ekki, að játn- ing hennar var sönn. Hún sagð- ist tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni (kirkju kopta). Dagana, sem hún lá hér, las hún bók eftir vin okk- ar, Jóhannes Sandved, kristniboða: Yicirta, þ.e. Fyrirgefning. í vinnu- búðunum, sem hún tilheyrir, voru tveir trúaðir piltar, sem ætluðu að hafa biblíulestra meðal stúdenta. Þeir voru þá dregnir á lögreglu- stöðina og þeim bannað að efna til kristilegrar samkomu í vinnu- búðunum. Ég spurði annan pilt- inn, sem er trúaður Konsópiltur, hvað þeir gerðu þá. Hann svaraði: „Það eru kirkjur í héraðinu hér í kring, og þangað megum við fara á sunnudögum." Meðan ég var að tala við Konsó- piltinn, söfnuðust margir stúdent- ar kringum okkur. Við gáfum þeim guðspjöll og önnur rit, sem við höfðum með okkur í bílnum. Það var slegizt um að ná í þau, en við tókum eftir því, að þeir stungu þeim vandlega inn á sig, áður en þeir sneru aftur til vinnubúðanna. Biblíunámskcíðið í Vatnaskógi Ráðgert er, að biblíu- og kristniboðsnámskeið verði í Vatnaskógi dagana 2.-9. september. Von er á heimsókn frá Noregi. Gudmund Vinskei, Afrikuframkvæmdastjóri Norska lútherska kristniboðs- sambandsins, verður meðal kennara á námkeiðinu, a.m.k. nokkra daga. — Nánar verður skýrt frá þessu síðar, þegar nær dregur. ^__________________________________________________________________j 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.