Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 11
Minning * Arna Þorleifssonar f-------------------------------------------------------------------------N Auökenni sannkristinna manna Eftir C. O. ROSENIUS LítiS 6 hin skilgetnu böm náSarinnar. Ég þekki þau bezt á þeim eiginleika, aS huggunin í blóSi Krists er þeirra líísþörf. Þau em ekki eins og þau œttu aS vera og ekki eins og maSur vildi helzt aS þau vœm. Þau hafa Iíka margan veikleika viS aS stríSa. EN EITT AÐ- GREINIR ÞAU, og þaS er, AÐ KRISTUR ER ÞEIRRA LlFSÞÖRF. Ar eftir ár halda þau sér stöSugt viS sama höfuSefniS; þau iesa, hlusta, syngja, skrifa og tala seint og snemma um þetta sama og um ÞANN sama. einmitt um frelsarann, um Krist og náS hans. Þegar þau hafa setiS um stund og hlustaS á evangeliska rœSu um Krist og friSþœgingarnáS hans, þá má fljótlega sjá, aS augu þeirra taka aS ljóma, hjartaS lifnar viS, huggun og löngun til helgunar endumýjast. Og þegar þau hafa hlustaS, eiga þau bágt meS aS þegja yfir því, sem þau hafa heyrt. ÞaS hjarta, sem getur ekki lifaS án nœringar af orSi hjálprœSisins, er skýrasti vitnisburSurinn um andlegt líf og vaxandi helgun. Þvi aS þaS er einmitt hin lifandi syndameSvitund, sem veldur þessari þörf á náSinni og orði náSarinnar. Já, er það ekki merkilegt, aS maSur, sem les svo mikiS, hugsar um, hlustar á og framber þetta orS náSarinnar í Kristi, verSur aldrei fullnuma í þessu efni, virSist aldrei geta munaS þaS fyllilega eSa tileinkaS sér þaS? Annað efni, sem ég lœrSi fyrir 30—40 ámm, get ég munaS og tiIeinkaS mér, en ekki þetta ljúfasta efni, sem ég les þó og hugleiSi svo mjög, já, daglega. Já, ég á bágt með aS skilja þaS, en eitthvaS undarlegt er viS þœr sálir, sem aldrei verða fullnuma i þeim efnum, sem þœr lœra þó allra mest um. En þó er þaB víst, aS það er satt, sem skrifaS er um þá sál I Jóh. 6,54: „Sá, sem etur hold mitt og drekkur blóS mitt, sá er í mér og ég í honum." Þetta er þá aðaleinkenniS á hinum endurfœddu, hinum skilgetnu bömum náðarinnar. Svo mikilvœgt einkenni, aS þegar þú finnur sál, sem lifir á Kristi, þá má fullvíst heita, að þar er alltaf hamingju- samt GuSs bam. S.H. þýddi. Kannski Guð noti tæki sósíalism- ans til þess að breiða út fagnaðar- erindið. Það munu vera margir trúaðir unglingar í vinnubúðum víðsvegar um landið. í æskulýðsmiðstöð lúth- ersku kirkjunnar í Addis Abeba, Mekane Jesús Youth Hostel, hefur verið unnið öflugt starf meðal stúd- enta. Þeir stúdentar, sem þar voru, bjuggu sig undir að nota tækifærin í vinnubúðunum til vitnisburðar. Þessir unglingar eru látnir sæta ógnarkjörum, fjarri vinum og ætt- ingjum. Þeir búa við frumstæð skil- yrði og lúta ströngum aga. Hvað getum við annað gert en beðið fyrir þeim, að trú þeirra þrjóti ekki? Jesús sagði: „Sjá, Satan krafðizt yðar til að sælda yður eins og hveiti". „I am so happy, I am a Christian". Mætti þessi játning varðveitast í stormi lífsins og bera ávöxt. Að lokum er rétt að vekja at- hygli á þeirri ótrúlegu staðreynd, að í Eþíópíu hefur átt sér stað bylting, á mörgum sviðum róttæk, og samt erum við hér við kristni- boðsstörf og höfum starfsfrelsi eins og áður. í suður-sýnódu Mekane Jesús kirkjunnar einni saman (okk- ar sýnódu) eru um tvö hundruð kristniboðar að starfi, á sama tíma og flestir útlendingar hverfa úr landi, vegna þess að starfsskilyrði þeirra eru óviðunandi. Guð hefur kallað okkur til að flytja fagnaðar- erindið, og hann er herra uppsker- unnar. Hann hefur látið dyr standa opnar eins og Páll segir í 1. Kor. 16,9. Guð gefi okkur trúmennsku til að vinna, á meðan dagur er. Beztu kveðjur. Áslaug og Jóhannes Ólafsson. Þann 4. marz síðastl. andaðist Árni Þorleifsson trésmiður, 98 ára að aldri. Hann gekk í Kristniboðsfélag karla á öðrum fundi þess þann 24. janúar 1921. Hann var frá upp- hafi virkur félagi og einn af mátt- arstólpum Kristniboðsfélagsins, á meðan hans naut við. Hann var kominn yfir áttrætt, þegar við hinir gengum í félagið, en hann rétti okkur hlýja hönd og bar okk- ur sterkan vitnisburð um trúfesti Guðs, sem hann hafði fengið að reyna á langri ævi, sem hann lifði í þjónustu við þann Guð, sem hafði kallað hann til fylgdar við sig. Hann bar alla tíð mikla um- hyggju fyrir starfi Kristniboðs- sambandsins, bæði heima og úti, og starfið í Konsó átti sterk ítök í hjarta hans og naut trúfastrar bænaiðju hans. Hið sama gilti og um starf K.F.U.M. og K. Boðun fagnaðarerindisins var fyrir hon- um heilög köllun. Hin síðustu ár ævi sinnar var hann blindur, en þess varð tæplega vart, því að hon- um skein ljós innra frá orði Guðs, og það setti hann ekki undir mæli- ker, heldur í ljósastikuna, svo að þrátt fyrir hans háa aldur og blindu skein það þar og lýsti öll- um, sem til hans komu, allt til hinztu stundar. Við minnumst þessa kæra bróð- ur með innilegu þakklæti til Guðs fyrir líf hans og störf okkar á meðal og fyrir kærleika hans til okkar og málefnisins. Guð blessi minningu Árna Þor- leifssonar okkar á meðal. Baldvin Steindórsson. ----------------------------\ Hfiimiiigarspiöld kristniboösins fást í Aðalskrifstofunni, Amtmannsstíg 2B, og Laugarnesbúðinni, Laugarnesvegi 52. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.