Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 13
ekki lengur geta fengizt við það, hann yrði að hætta, þvi að tíminn væri naumur. Hann hætti svo skyndilega að yrkja þessar rímur, að hann hætti í miðju versi. Ástæða þessi var sú, að hann hafði öðru meiru að sinna, sem mátti ekki verða dráttur á. Hann hafði geymt ýmsar myndir af því í hjartai sínu og hugsað sér að syngja um það regindjúp kærleika Guðs, sem var fólgið í kross- ferli og dauða sonar hans. f raun og veru hafði margt af því, sem Hailgrimur hafði ort, verið eins og æfing undir það, sem átti að verða aðal lífsverk hans. Og nú, þegar hann var búinn að fá holdsveikina, var eins og hann fengi nýjan þrótt og dýpri þrá, og hann hóf upp raust sína: Upp, upp, mín sál, og allt mitt geö, upp mitt hjarta og rómur meö, hugur og tunga hjálpi til, Herrans pinu ég minnast vU. Sanlcti Páll skipar skyldu þá, skulum vér allir jöröu á kunngjöra þá kvöl og dapran deyö, sem Drottinn fyrir oss auma leiö. Ljúfan Jesúm til lausnar mér langaöi víst aö deyja hér, mig skyldi og lysta aö minnast þess minum Drottni til þakklœtis. GuÖ komi sjálfur nú meö náö, nú sjái Guö mitt efni’ og ráö, nú er mér, Jesú, þörf á þér, þér hef ég treyst í heimi liér. Ég hef aldrei i nokkri nauö nauöstaddur beöiö utan GuÖ, Guö hefur sjálfur gegnt mér þá, GuÖ veri mér nú Uka lijá. Innra mig loksins angriö sker, æ, hvaö er lítil rækt í mér, Jesús er kvalinn í minn staö, of sjaldan hef ég minnzt á það. Sál mín, skoöun þá sætu fórn, sem hefur oss viö Guö, Drottin vorn, fordæmda aftur forlikaö, fögnuöur er aö hugsa um þaö. HvaÖ stillir betur lijartans böl ein lieilög Drottins pína’ og kvöl? HvaÖ heftir framar hneyksli og synd en Herrans Jesú blóöug mynd? Ákvöröuö mín og mæld er stund, mitt lif stendur í þinni hönd, andlátiö kemur eitt sinn aö, einn veiztu, Guö, nær skeöur þaö. Vitnisburö þann frá eilífö átt aö þú lijálpir á beztan hátt, þá endast megn og mannleg stoö, miskunna þú mér, Drottinn Guö. um vanalyf. vistfrœði, fjölskyldu- siðgœöi og tilhneigingar, sem eyði- leggja samfélagið. Margir auð- menn eru sagðir hafa ánetjazt hreyfingunni, og það eru þeir, sem leggja henni til þœr milljónir króna, sem þarf til að gefa út bœkur þeirra og blað, „Plain truth". Hreyfingin kallar sig „The World- wide Church of God" (Guðskirkjan, sem er útbreidd um allan heim). Hún kaupir dagskrártíma í útvarpi og sjónvarpi undir einkunnarorðun- um: „Heimur framtíðarinnar". Þeir, sem lenda á valdi sértrúarflokks- ins, verða að þola járnharðan aga, og það er ekki auðvelt aö losna aftur úr fjötrunum. Pólland: KRISTILEGT ÚTVARP Pólland er eina kommúnistaríkið, sem heimilar kristnum mótmœl- endum að vinna að eigin útvarps- starfsemi. Evangeliskir menn í Póllandi hafa fengið leyfi til þess að útvarpa nokkrum þáttum, fimmtán mínútum í senn. í hitteð- fyrra skrifuðu 4500 manns og báðu um að fá sent Nýja testamenti. Þýzkaland: MAÓ BLEKKIR Vesturþýzk kona, Edda Groth, hef- ur verið prestur í söfnuði í Ham- burg-Bramfeld. Hún var nýlega lát- in víkja úr starfi um óákveöinn tíma. í predikun hafði hún komizt svo að orði, að „vegna alls þess, sem Maó Tse-tung hefur gert fyrir kínversku þjóðina, er hann nœr Guði en allir páfar og biskupar síð- ustu hundrað árin." Kvenprestur- inn reiddist svo, þegar henni var sagt upp, að hún ákvað að ganga úr kirkjunni, landskirkjunni í Slés- vík-Holtsetalandi. Afríka: SENN KRISTIN? Um aldamótin síðustu voru kristn- ir menn i Afríku fjórar milljónir. Nú eru þeir orðnir 150 milljónir. Kristnir menn í Svörtuálfu eru því 40,G% íbúanna. Múhameðstrúar- menn eru 41,7%, en djöfladýrkend- ur eru taldir vera 17,4%. Annars sýna athuganir, að múhameðs- trúarmönnum fjölgar um 2,8% á ári, en kristnum mönnum fjölgar mun örar, eða um rúmlega 5%. Það er sérstakt einkenni á hinu andlega ástandl í Afríku á þess- um árum, að þar fara öflugar vakningar um meðal fólksins eins og eldur í sinu, á ýmsum stöðum. Segja má, að hin mikla sigurför kristindómsins í Afríku sé í nánu sambandi við þessar vakninga- hreyfingar. Vakningar þessar hafa orðið allvíða, og þœr hafa hrifiö Hvar fær þú glöggvar, sál mín, séö sanna Guös ástar lijarta geö, sem faöir gæzkunnar fékk til min, framar en hér i Jesú pín? Árin liðu. Veikin óx og gerði honum smám saman erfiðara fyrir. Hann hélt samt áfram að vinna að þessu verki sínu, sem spratt fram úr djúpi hjarta hans. Það er talið, að hann hafi á 4 árum lokið við Passíusálmana. Þeir eru merkilegasti kveðskapur andlegs eðlis, sem Islendingar hafa nokkru sinni eignazt. Engin þjóð mun eiga eins stórkostlegt verk í bundnu máli um píslir Krists. Þar fer allt saman bæði það, hvað vel er ort, hve fallega er lagt út af píslarsögunni og hve margt er í Passíusálmunum af hollum og góðum ráð- um til hjálpar í daglegu lífi okkar mannanna. Engin bók hefur komið líkt því eins oft út á íslenzku og Passíusálmarnir. Það er alltaf verið að gefa þá út í nýjum útgáfum og alltaf seljast þeir jafn mikið. Nú, nær þrem öldum eftir dauða höfundarins, eru þeir meira að segja á föstunni lesnir í sjálft útvarpið. VII. Matthías Jochumsson hefur séð hið deyjandi sálmaskáld í stórkostlegri sýn, sem hann lýsir í minningarljóði sínu fræga um Hallgrím Pétursson: „Atburð sé ég anda mínum nær.“ Það ljóð er ort í tilefni af því, að tvær aldir voru liðnar frá dauða Hallgrims Péturssonar. 1 Ijóðinu lýsir hann því, er hann sér Hallgrím berjast við dauðann, þar sem Hallgrímur liggur í Ferstiklukoti. Það var dimmt inni í bænum, svo að ónóg ljós voru fyrir þá, sem þar voru inni, en það kom ekki að sök fyrir sjúklinginn, sem lá þar í fleti sínu. Holdsveikin herti sífellt tökin á honum, og sjónin var farin að gefa sig, svo það skipti ekki mestu máli fyrir hann, hvernig birtan væri inni. Rödd hans, sem áður hafði verið hrjúf og óþýð að vísu, var nú orðin hás og hrygluleg. Hann var orðinn einmana. Hann fann dauðann nálgast og hóf oft upp raust sína, þar sem hann bað Guð um hjálp í dauðastríðinu og lausn. Loks hóf hann upp rödd sína til söngs og nú í síðasta sinn. Hann söng andlátssálm sinn: 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.