Alþýðublaðið - 20.03.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.03.1923, Blaðsíða 4
ALÞ^ÐUBLAÐIÐ Dýraverndunarfélag íslands teng- ið settan mann með fullu lög- regluvaldi til að hafa nákvæmt og stöðugt eftirlit með því, að þrælmensku sé ekki beitt gagn- vart skepnunum. lestor. Erlend sínskejtl Khöfn, io. márz. Beila innan Bretaveldis. Frá Lundúrium er símað: Nokk- uð alvarleg deila er upp komin milli Canadamanna og Breta, með því að Canadastjórnin ætlar að gera fiskveiðasamning við Bandaríkjamenn upp á eigin spítur án þess, að brezka stjórnin riti undir hann með. Deilan verður lögð fyrir næstu alríkis- ráðstefnu Breta. Bandamenn og fjóðverjav. Frá Berlín er símað: Hernað- arnefnd kringvelda-bandalagsins hefir tilkynt ríkisstjórninni þýzku, að tekið sé upp eftirlit með Þjóð- verjum af hálfu bandamanna. Hafa franskir og belgiskir her- foringjar verið settir á ýmsar landamærastöðvár. Blöðin hvetja stjórniná til að neita stuðningi tll þessa. DmdagimBpepn. Fisliisklpin. Af veiðum konxu í gær Maí með 76 föt lifrar og Björgvin með 10 þás. fiskjar. Sigurjón Á. Óiafsson, af- greiðslumaður >Alþýðublaðsins<, og koná hans hafa orðið fyrir þeim harmi að missa af lífi dótt- ur sína Mörtu Elísabet, 6 ára að aldri. Misprentast hefir í laugar- dagsblaðinu í greininni >Hús- næðiseklan hans Reykdals« á tveim stöðum >5500« í staðinn fyrir: 3500, sem efnið sýnir að vera á. Látin er nýlega frú Iogunn Johnsen, ekkja Hermanns John- jsens, fyrrum sýslumanns á Velli í Rangárvallasýslu, en moðir Jóns og Odds Hermannssonar og þeirra systkina, rúmlega áttræð að aldri. Fjolhroytta skemtun heídur >Morgunstjarnan< í Hafnarfirði annað kvöld til ágóða fyrir veik- an félagá. Jafnaðarmannaféiagsf’undur er á morgun f félagi U. M. F. R, kl. 8. Kvennadeild Jafnaðarmanna- félagsins. Fundur í kvöld kl. 8 Bvð í send vcrkamannafél. „Dags- þrún“ 8. marz 1928. Bræður! Systur! Bætum meinin, Brjótum af oss kúgarann. Látum ekki liggja steininn lsngi, sem oss tella kánn. Heyrið ekki hræfugls-gargið hljóma inn í sérhvern rann? Heyrið ekki sama sargið: >Sveltum, drepum almúgann«? Siöndum fyrir fast sem veggur. Flýjum ekki, en sækjum á, Ef að hver sitt lið fram leggur, litlu hinir orkað fá, sem með ágirnd að sér draga aura þá, sem okkur ber, með fullan munn og feitan maga flærð og lygi temja sér. Láttu >Dagsbrún«! hærra, hærra hefjast bjarta geislarönd I Láttu verða stærra, stærra stárfssvlð fyrir lif og önd! FrelSa Iýð úr héljar-hrömmum! Iíindra kúgun þessa lands! Láttu upp af rótum römmum rósir spretta kærleikans! Alt af vaxi meira, meira máttur þinn og siguidáð. Alt af verði fleira, fleira framkvæmt, þar til sigri er náð, Gegn um órétt æðri valda örugg skaltu ryðja braut, aldrei hörfa, en áfram haldá, unz alt er failið þér í skaut! Tarzan sögurnar eru viðurkendar af öilum, sem Iesið hafa, beztu sögurnar; þeir iesendur blaðsins og aðrir, er heima eiga utan bæjar og ætla sér að ná í I. og II. bindi af Tarzan, eru vinsamlegast beðnir að senda pant- anir sínar til afgreiðslu Alþýðu- blaðsins með næstu ferð. Kaup- endur, sem fá blaðið í gegn um útsölumann, geta beðið hann að panta bækurnar fyrir sig. 5 eint. og fleiri eru sead burðargjaldsfrítt. Sendið pantaaip etrax með næstu pðstf erðí Sjómenn! Gerið svo vel og munið, 'að Gúmmístígvél (,,Goodrich"), iollbuxur, sjóföt, nankiúsföt, viunuskyitur, færeyskar peys- ur, vettlingar, sokkar, ullar- teppi, rekkjuvoðir og alt annað, sem þið þurfið með, er bezt og édýrast hjá O. Ellfngsen. Handhafi að kaupbætismiða 262 sæki matarstellið sem fyrst. — Yerzlunin Bristol Hafnarfirði. Hús til sölu. Upplýsingar hjá Ólafi Sigurðssyni, Krosseyrarvegi, Hafnarfirði. Mórautt tóuskinn til sölu. A. v. á. flvergi er betra að auglýsa með sináauglýslngum eftir ýrnsu, or fdlk vantar, en í Alþýðublaðinu, sein er útbreiddasta blaðið í borginni. Útbreiðið Alþýðublaðið hvar sem þið eruð og hvert sem þið farið! Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjörn Haildórsson. Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar, Bergstaðastræti 19*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.