Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1978, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.01.1978, Blaðsíða 13
um, sem benda til þess, að þeir séu margir, sem vilja átta sig á þessum málum. „Hvað viljið þið, að við gerum í dag?“ spurði ég unglingana, sem eru sextán til sautján ára, skömmu fyrir skólaleyfið. „Okkur langar að spyrja spuminga, svöruðu þau: „Hvernig líður manni, sem hefur frelsazt, rétt áður og skömmu eftir að hann hefur frelsazt?“ Þennan dag gleymdum við náms- efninu, gleymdum, að Páll skyldi sendur fangi til Rómar. Við rædd- um saman um, hvað Biblían segði um það, hver væri frelsaður og hver ekki. í lok kermslustundarinnar spurði einn, sem var „orðlaus af undrun": „Öðlast þá þeir einir guðsríkið, sem eru frelsaðir?" Ó, hve það er stórkostlegt að geta þá sagt þeim, að Jesús vilji, að allir verði hólpn- ir, og að sá, sem þyrstur er, má koma og drekka ókeypis af lífs- vatninu. „Lýgi, lýgi!“ Hér er háð hörð barátta um sál- irnar, það finnum við greinilega. Við höfum haft sérlega góðar kvikmyndir til sýninga upp á síð- kastið og sýnt þær í fjórum eða fimm gagnfræðaskólum í héraðinu og einnig annars staðar. Það er sjaldan, sem sýndar eru myndir með góðum boðskap og mönnum er boðið að koma og láta frelsast, að ekki verði uppþot og menn mæli í móti. Þegar kvik- mynd er sýnd, koma allir nemend- urnir, þeir sem ekki eru kristnir og múhameðstrúarmenn ásamt þeim, sem eru ,,kristnir“. í stóra menntaskólanum sýndum við kvikmynd, þar sem Billy Gra- ham talaði um synd og náð. Þá hrópuðu múhameðstrúarmennim- ir: „Lýgi, lýgi!“ Þœr voru aö spjalla saman og gera viö buxurnar af bœndum sín- um, en þeir voru báöir jiredikarar. Önnur sagöi: „Vesalings Jóhannes, hann er svo vonsvikinn í trúboösstarfinu, aö hann er aö velta því fyrir sér aö hætta. Þaö er eins og allt gangi í móti honumf‘. En einmitt þessi kvikmynd varð mörgum til blessunar og til þess, að þeir gerðu upp hug sinn gagn- vart Jesú. Já, guðsríkið eflist og vex. Annars er starfað eins og verið hefur: Heimsóknir í fangelsin, bóksala, heimsókn í skólafélög, kvennafundir, sunnudagaskóli o. s. frv. Dag einn, þegar við vomm í Naíróbí, vatt maður nokkur sér að okkur úti á miðri götu og heils- aði okkur. „Þekkirðu mig ekki?“ spurði hann. „Ég hef hlustað mörg- um sinnum á þig í Manyani-fang- elsinu“. Hann hafði nýlega verið látinn laus eftir þriggja ára fangelsisvist. Þó að okkur þætti ánægjulegt að hitta hann, fannst okkur ekki rétt að bjóða hann velkominn aftur! Brauð handa svöngum Einhvem veginn bar svo til, að við rákumst á fulltrúa hjálpar- stofnunar, sem nefnist: ,J\latur handa hungruöum“. Svo er nú mál- um komið, að þegar hann fær skipsfarm með mat frá Ameríku, kemur hann til okkar og gefur okkur nokkurn skammt til dreif- ingar. Þannig eigum víð heilmikið elí þurrmjólk, barnafæðu og öðmm næringarríkum mat. Þetta tökum við með okkur út í sveitirnar og útbýtum með aðstoð höfðingjanna eða presta. Þetta hefur greitt mjög götu okkar til fólksins, og við er- um alls staðar velkomin, einnig með oröiö. Við þökkum ykkur, sem minnizt starfsins hér í bæn. Það er eins og við höfum skrifað áður: Hérna ytra skiljum við til fulls, hversu gott og nauðsynlegt það er að eiga einhvern að, sem stendur að baki okkur í bæn og fórn. „Þaö er merkilegt“, anzaöi liin konan. „Manninum mínum er alveg öfugt fariö. Hann hefur aldrei ver- iö eins glaður og hrifinn í starfi sínu. Það er eins og Guö sé nœr honum en nokkurn tíma áöur“. Önnur var aö gera viö bákhlut- ann í buxunum, —' hin geröi viö hnén . . . SVÍÞJÓÐ: Kristniboðumim trevst bezt Sœnsku fjölmiðlasérfrœðingarnir Fer Greven og Hákan Cronsie fóru fyrir nokkru til Suður-Ameríku. Þegar þeir komu aftur, vöktu þeir mikla athygli og óróa með frá- sögum sínum. Per Greven sagði sagði meðal annars: „Umbyltið allri sœnsku þróunar- hjálpinni. Einu peningarnir, sem komast alveg tvímœlalaust til fátœklinganna, fara um hendur kristniboðsfélaganna. Kristniboð- arnir eru þeir einu, sem hafa í raun og sannleika samfélag við snauða fólkið i fátœkrahverfunum. Þess vegna er skynsamlegt að nota framlagið þar. Árið 1975 veitti sœnska ríkið hvorki meira né minna en 55 milljón sœnskar krón- ur um stofnunina UNDP (í Sam- einuðu þjóðunum) í Suöur-Amer- iku. Það eru herforingjarnir í stóru höllunum, sem dreifa þessum pen- ingum. Þeir komast aldrei til fá- tœka fólksins, sem þarf á þeim að halda". NOREGUR: Frábær söfnun Það er hefð í Noregi, að trúaðir nýstúdentar safni fé til góðra mál- efna. A liðnu ári söfnuðu þeir 1,7 millj. norskum krónum til kristni- boðs í heiðnum löndum. Þaö er 400 þús. kr. meira en 197G, sem þá var met. Rúmlega þúsund ný- stúdentar ferðuðust í 120 hópum í maí og júní um allan Noreg og söfnuðu peningum til 19 verkefna, sem kristniboðsfélögin vinna að. JAPAN: Kristur sameinar Látinn er í Japan fyrir nokkru Miasuo Fuchida. Hann var 73 ára gamall. Hann var liðsforingi í sveit þeirri i her Japana, sem réðst á bandarísku herstöðina Pearl Har- borð árið 1941. Níu árum síðar snerist hann til trúar á Jesúm Krist og varð kunnur trúboði. Ferð- aðist hann öðru hverju með Jake De Shazer, Bandaríkjamanni, en hann hafði veriö í flugliði Banda- ríkjanna, sem gerði loftárásir á Tokíó, og lenti hann i fangelsi í Japan. Þar varð hann kristinn mað- ur. Bandarikjamaður þessi er nú kristniboði i Japan. TIL UMHUGSUNAR 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.