Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 6
hann. Hann lét ónotað tækifæri til þess að öðlast hylli einnar af vold- ugustu konum í Egyptalandi. Hann hefði getað hækkað fljótlega í tign- inni, en hann hafnaði freistingu djöfulsins. I-Iann sagði „nei“, án þess að láta sig nokkurn tíma dreyma um, að það orð yrði notað í atburðarás, sem að lokum leiddi til þess, að hann varð forsætisráð- herra Egyptalands. Guð hafði gæt- ur á honum. Guð sá, að Jósef var trúr og einlægur, og Guð veitti honum sæmd og blessaði hann í ríkum mæli. Eða líttu á dæmi Móse. Biblían segir okkur, að Móse hafi í æsku verið erfingi hásætis Egyptalands. Hann var kjörsonur dóttur Faraós. Heimurinn lá fyrir fótum Móse. Allar hugsanlegar unaðssemdir voru hans, öll auðæfi og gull. En Móse sagði: „Ég vil setja Guð fremstan í lífi mínu.“ Hebreabréf- ið segir okkur, að Móse hafi fyrir trú kosið af ásettu ráði ákveðið hlutskipti, alveg eins og ég er að bjóða þér að kjósa nú. Vilt þú kjósa það hlutskipti? Við verðum ekki aðeins að gera það einu sinni, við þurfum að gera það tíu þúsund sirinum. Við komum að krossgötum í lífinu. Freistingin kemur, æðandi eins og flóðbylgja. Við hugsum: „Ég fæ ekki staðizt.“ En Guð sér okkur fyrir leið til undankomu. Freisting okkar er ekki meiri en alvalds vilji hans krefst. Og Guð er trúr, ef við þekkj- um hann. Hann opnar okkur leið NOREGUR: Móftleikur „ÞaS er skelfilegt að sjó öll þessi nýju blöS um kynóra og ofbeldi, sem farin eru aS koma út — og sum í mörg hundruS þúsund ein- tökum. Mörg þessi blöS eru oetluS ungu fólki ó aldrinum 18—35 óra. Nú verSum viS kristnir menn aS skera upp herör", segir NorSmaS- urinn Nils Káre Vedvik. „ViS verSum aS fara þangaS. sem viS hittum þetta fólk, þ.e. í blaS- söluturnana. Þess vegna hleypum viS nú af stokkunum blaSinu „Ný gleSi". ÞaS er œtlaS til sölu í blaS- söluturnum, og segir þar á lifandi hátt frá gleSinni, sem Jesús einn gefur. BlaSiS verSur selt í öllum stœrri blaSsöluturnum og matvöru- búSum, þar sem vikublöS eru á boSstólum." til þess að standast og þola og sigra freistinguna. Jesús sigraði — og veitir sigur Ritningin segir okkur, að Guð freisti einskis manns. Freistingin kemur ávallt frá djöflinum. Guð vill reyna okkur og leyfa okkur að þola freistingu, en djöfullinn legg- ur freistinguna fyrir okkur. Hvern- ig sigrumst við á henni? Lítil stúlka sagði einu sinni frá sinni aðferð: „Þegar djöfullinn kemur og knýr á dyr,“ sagði hún, „svara ég ekki. Ég sendi Jesúm til dyr- anna.“ Og þannig á einmitt að bregðast við. Sendu Jesúm til dyra. Ritningin kennir, að Jesú hafi verið „freistað á allan hátt eins og vor, en án syndar“ (Hebr. 4,15). Þýðir það, að Jesú hafi verið freist- að til þess að stela? Svo hlýtur að hafa verið. Að Jesú hafi verið freistað á kynferðissviðinu? Svo hlýtur að hafa verið. Að Jesú hafi verið freistað til drambs og öfund- ar? Svo hlýtur að hafa verið. Samt lét hann aldrei undan. Allir menn, á öllum tímum, hafa látið undan freistingu — nema Jesús. Jesús einn sigraði. Hann þoldi miklar freistingar í 40 daga og 40 nætur í eyðimörkinni, án þess að hafa nokkuð til að eta eða drekka. Hann var máttvana og ta^rður í steikjandi sólarhita eyði- merkurinnar. Hvað notaði djöfull- inn til þess að freista hans? Fyrst sagði djöfullinn: „Ef þú ert son- ur Guðs, eins og þú þykist vera, taktu þá þessa steina og breyttu þeim í brauð“ (sbr. Matt. 4,3). Þú getur ekki aðeins fætt sjálfan þig, þú getur fætt allan heiminn. Margir eru hungraðir á okkar dögum. Hefur þú nokkurn tíma velt fyrir þér, hvers vegna Jesús gerði ekki það, sem djöfullinn stakk upp á? Það hefði verið mik- ið mannúðarverk að fæða íbúa jarðarinnar. En ef Jesú hefði gert það eftir boði djöfulsins, hefði hann farið út fyrir vilja Guðs. Aðaltilgangur hans með því að koma var ekki sá að fæða hungr- aða rnenn eða lækna sjúka. Hlut- verk hans var fyrst og fremst að deyja á krossinum til þess að end- urleysa okkur frá syndum okkar. „Til þess fæddist ég,“ sagði hann. Þegar hann úthellti blóði sínu á Golgata, hafði það í för með sér BANDARÍKIN: Ekld fráskildir Það hefur vakiS mikió umtal í Bandaríkjunum, aS skólinn Cali- fornia Baptist College hefur ákveð- iS aS ráSa ekki fráskiliS fólk til kennslu eSa stjórnunar í skólan- um. ÁkvörSun þessi var tekin, vegna þess hve mörg heimili meSal kennaranna voru Ieyst upp, og var IitiB svo á, aS þetta vœri slœmt fordœmi fyrir stúdentana. Yfir- völd hafa látiS máliS afskipta- Iaust, en þessi skilyrSislausa ákvörSun hefur vakiS mikinn mót- byr. _ fyrirgefningu og endurlausn handa öllum af kyni manna, sem settu traust sitt á hann. í annarri freistingunni í eyði- mörkinni sagði djöfullinn við Jesúm: „Allt í lagi, ef þú ert son- ur Guðs, hvers vegna stekkur þú ekki til jarðar ofan af þaki must- erisins og lætur englana grípa þig? Hvílík sýning. Allir í landinu munu trúa á þig og veita þér við- töku og krýna þig sem konung.“ Þetta lét skynsamlega í eyrum, var það ekki? Þá hefði Jesús ekki þurft að fara til krossins og gefa líf sitt. Gamla testamentið spáði því, að Messías mundi koma aftur til jarðarinnar til þess að setja á stofn ríki sitt. Hví ekki að stytta sér leið? En Jesús gerði það ekki, af því að það var aftur að fara út fyrir vilja föðurins. Guð hafði ráð- gert endurlausn okkar frá grund- völlun heimsins, í þriðju freistingunni tók djöf- ullinn Jesúm og sýndi honum öll ríki veraldarinnar. Sem höfðingi þessa heims sýndi hann Jesú öll auðæfi og dýrð jarðarinnarv og hann sagði við Jesúm: „Þetta er þitt. Beyg þig aðeins niður og til- bið mig.“ En Jesús vitnaði enn einu sinni í Ritninguna. Hann sagði: „Ritað.er: Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum ein- um“ (Matt. 4,10). Segðu „já“ við Jesúm Við eitt tækifæri enn sagði Jesús „nei“. Það var þegar hann var á krossinum. Fólk í mannfjöldanum æpti: „Þú bjargaðir öðrum. Bjarg- aðu nú sjálfum þér.“ Það var raun- veruleg freisting. Naglar höfðu verið reknir gegnum hendur hans, 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.