Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 9
Sumar kristniboðsstöðvarnar hef- ur orðið að yfirgefa. Predikarar þyrftu að vera fleiri. Það vantar leiðbeinendur. Við þurfum að efla starfið meðal kristinna Eþíópíu- manna. Ég kom í sorgarhús, áður en guðsþjónustan byrjaði hér í dag. Ungur maður, faðir, var hrifinn á brott í styrjöldinni og óróanum í landinu. Eftir sátu ekkjan, Aber- asj, og lítill sonur þeirra. Ég þekki þau vel, bæði tvö. Þau hafa starf- að á sjúkrahúsinu. Ég bið þess, að ekkjan verði ekki beisk í lund. í kærleika sínum getur Guð líka um- breytt sorginni. Önnur ekkja liggur á sjúkrahús- inu. Hún var sjálf vottur að því, er sex börnum hennar var grand- að. Sjálf var hún með skotsár á báðum handleggjum. Hún þurfti að skríða sex daga á hnjánum til þess að sækja hjálp. Hún sleikti döggina af grasinu til þess að svala sárasta þorstanum. Tryggur hundur hennar fylgdi henni og rak hungraðar hýenur í burtu á nóttunni. Þannig kom hún til sjúkrahúss okkar. Þetta eru ekki einu ekkjurnar. Talið er, að um 600 þúsund eþí- ópsk böm séu föðurlaus sakir ófriðarins í landinu. Vegna her- útboðs fara karlmenn úr mörgum héruðum að heiman. Akuryrkja fer þá í handaskolum, og er þá vá fyrir dyrum. Erlendar hjálpar- stofnanir hafa reynt að bæta úr brýnustu þörf, en eiga erfitt um vik vegna almenns öryggisleysis. í sjúkrastarfinu er orð Guðs boð- að. Það hefur áhrif á sjúklinga og fylgdarfólk þeirra. Ég ætla að segja ykkur frá einum. Hann kom langt sunnan úr landi og hafði stór skotsár á handlegg og læri og þurfti að vera margar vikur á sjúkrahúsinu hér. Þar lærði hann ýmis einföld, kristin sannleiks- atriði, sem hann hafði heyrt áður, en nú risti þetta allt dýpra í huga hans. „Ertu kristinn?“ spurði ég. „Nei, en mig langar til að verða það.“ „Kanntu að lesa?“ „Næsti læsi maðurinn er í ná- grannabyggð. Hann getur hjálpað mér. Hann er predikari og kallar fólk saman á samkomur.“ „Heimsækir hann byggðina þína núna?“ „Hann gerði það áður fyrr, en nú þorir hann það ekki vegna óróans.“ „Sækja sveitungar þínir guðs- þjónustur á sunnudögum?" „Þeir gerðu það áður, en nú er mikil óregla á því.“ — Nú er þessi maður farinn til heimkynna sinna. Þar er enginn kristniboði, en kristnir samlandar. Skyldi hann geta borið vitni um Krist meðal þeirra, sem vilja hlusta og trúa? Loks vil ég minnast á „Móse“ litla. Það var fimmtudagskvöld. Rauðakrossbíll kom frá Awasa með þriggja daga gamalt barn, sem hafði fundizt í skurðinum við veginn fyrir utan bæinn. Það var í poka ofan á hrísi niðri í skurð- inum. Örvæntingarfull móðir sem hvorki hefur átt mann né peninga, hefur skilið það eftir. Nú komu þeir með það. Hvort við gætum hjálpað? Auðvitað. Og það fékk fæðu, föt og umhyggju. Nafnið „Móse“ á vel við! Þakkarfórn HAGERE MARYAM: Guðsþjón- ustan hér verður okkur ógleyman- leg. Kirkjan var troðfull af fátæku fólki. Margir stóðu upp og þökk- uðu Guði. Brauð og vín var látið ganga milli bekkjaraðanna, er við neyttum heilagrar kvöldmáltíðar. Þarna voru líka flóttamenn, sumir sviptir öllum eigum sínum. Mæð- EÞÍÓPÍA: Töframaður fekiim Meöal fólks í Arbigona í Eþíópíu hefur ríkt voldugur töframaSur. Hann er nefndur Koke, og hefur hann veriS guS í augum fólksins. Var sagt, aS só, sem liti hann augum, mundi deyja. Norskur kristniboSi reyndi fyrir nokkru aS komast til hans ásamt innlendum predikara, en tókst ekki. Töfra- maSurinn hefur talaS til fólksins gegnum vegg. Hann hefur haft meira en hundraS konur í kring- um sig, hverja í sínum kofa. Þegar byltingin var gerS í Eþí- ópíu, voru þúsundir ungra náms- manna sendir út um landiS til aS þjóna hinum nýju yfirvöldum. Var töframaSurinn Koke þá neyddur til aS koma út úr „helgidómi" sín- um. Ungu mennirnir tóku hann og settu hann í varShald, — án þess aS detta niSur dauSir. Enginn veit, hversu margar af konunum hafa horfiS síSan, en mörg þúsund áhangenda hans eru orSnir kristnir. ur með komabörn á bakinu. Ungir og gamlir. Við verðum að segja frá sam- skotunum. Karfan gekk mann frá manni, peningarnir voru lagðir í hana, en síðan skyldi selja á upp- boði ýmsar afurðir, sem fólkið gaf. Þarna var maís, kaffibaunir og mjólk. Var fljótlegt að afgreiða það. Síðan gekk ungur Gúdsímaður fram með geithafur. Hann lyfti honum upp á ræðustólinn. Hafur- inn stóð þarna stilltur vel og lit- aðist um, meðan ungi maðurinn bar fram vitnisburð. Þetta var þakkargjöf fyrir hjálp Guðs. Fólk tók að bjóða í hafurinn. Hann stóð þolinmóður, þangað til verðið var komið upp í tvö þús- und krónur. Þá var hann tekinn niður og bundinn við orgelstólinn. Þar stóð hann, meðan lokasálmur- inn var sunginn og leikið undir. Hann var svolítið hræddur. Sjálf- sagt. hefur hann aldrei heyrt orgel- tóna fyrri. Biblían metsölubók ADDIS ABEBA: Tímarnir eru vondir, já, hrikalegir. Daglega sjá- um við fólk í sorgarklæðum. Hér er nú varla nokkur, sem hefur ekki misst einn eða fleiri af ástvinum sínum. Fólkið hefur orðið fyrir vonbrigðum: Sú paradís, sem það vænti, þegar byltingin var gerð fyrir rúmlega þremur árum, kom ekki. Hatur, morð, rán og lögleysi hafa orðið hinir súru ávextir bylt- ingarinnar. Vígorðin: „Guð er enginn til“, hrifu til að byrja með, einkum ungt fólk. En nú líta margir svo á, að ógæfan, sem dunið hefur yfir landið, sé refsidómur frá Guði. Aldrei hefur fólk beðið eins mikið um kristileg rit og nú, og Biblían er metsölubók. Við kristniboðar lítum ekki svo á, að starfi okkar sé lokið í Eþí- ópíu. Enn eru hér stór, fjölbýl svæði, þar sem fólk hefur ekki heyrt boðskapinn um Jesúm Krist. Það er kvöl okkar. Það er ekkert óðagot á okkur, þó að hér ríki ófriður, ókyrrð og óvissa. Kristniboðsskipunin stend- ur mitt á milli máttugra orða Jesú: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu,“ og: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar- innar.“ Þetta er djörfung okkar. Guð hjálpi okkur til að fullkomna þjónustuna hér. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.