Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 12
Köllunin til kristniboðs er ákaf- lega persónulegt mál og snertir fyrst og fremst Guð og einstakling- inn. Rétt er það, að söfnuðurinn hef- ur fengið köllunina til kristniboðs, og hann kemur henni á framfæri við hinn einstaka kristniboða. En hitt er jafnrétt, að kristniboðinn fær köllunina beint frá Guði fyrir heilagan anda. Þegar hið beina kall Guðs fær staðfestingu af kalli safn- aðarins, getur kristniboðinn farið af stað. Það lærum við af Biblí- unni, og það hef ég sjálfur lært af reynslunni. Söfnuðurinn í Antíokkíu fékk skilaboð um að taka Bamabas og Sál frá og senda þá sem kristni- boða. Báðir höfðu þeir fengið köll- unina beint frá Guði, og það var sú köllun, sem hlaut staðfestingu í kristniboðavígslunni í Antíokkíu. Sjá Post. 13,lnn. Köllun mín Ég fékk köllunina, þegar ég var bam, og var vígður af Skagestad, biskupi, í dómkirkjunni í Stafangri 26. júní 1946. Báðir þessir atburðir marka í vitímd minni þáttaskil í lífi mínu. Hið beina kall frá Guði fékk ég mjög snemma. Núna eru 47 ár síð- an, en atburðurinn hefur grópað sig svo í hugann, að ég man það, eins og það hefði gerzt í gær. Mamma og pabbi veittu okkur kristilegt uppeldi. Við vomm látin fara í sunnudagaskólann á hverj- um sunnudegi. Það kom fyrir, að við vildum eiga frí einn og einn sunnudag, en við það var ekki kom- andi. Nú er ég innilega þakklátur foreldrum mínum fyrir, að þau tóku þetta svona föstum tökum. Meðal kennara okkar vom tveir kristniboðsnemar. Þeir hétu Kar- sten Berge, sem varð kristniboði á Madagaskar og síðar heimastarfs- maður, og Samuel Samuelsen, en Köllun til kristniboðs ÚTVALINN AF GUÐI hann varð kristniboði í Kína og er nú prestur í Svíþjóð. Hinn síðar- nefndi var kennari i biblíubekkn- um. Þessir menn höfðu djúptæk áhrif á mig og stuðluðu að því að styrkja kristniboðsköllun mína. Ég á líka góðar minningar úr drengjafélaginu „Framtíðinni“ og úr yngri deild Kristniboðsfélags æskumanna í Stafangri. Það var stórfenglegt að hlusta á kristni- boðana segja frá Kína og Madaga- skar. Hin fjarlægu lönd kveiktu í ímyndunaraflinu og tóku okkur tökum, sem aldrei slöknuðu alla ævi okkar. Síðar eignaðist ég andlegt heim- ili í Kristniboðsfélagi æskunnar, og andrúmsloftið þar hafði úrslita- áhrif í þá átt að staðfesta köllun- ina til kristniboðs. En þótt frá- sagnir kristniboðanna hrifu ungu drengina í drengjafélaginu og kristniboðið yrði háleitt í augum okkar, ríkti þó óvissa í huga mér um eitt atriði: Ég gæti aldrei orð- ið kristniboði. Það yrði allt of óviss framtíð að yfirgefa öryggið í heimalandinu, skilja við þá, sem mér þótti vænt um, og setjast að í fjarlægu og ókunnu landi annars staðar á hnettinum. Þetta varð mér ærið umhugsunarefni, um það bil sem ég var tólf ára. Úrslitaákvörðun Þegar ég gekk í sjötta bekk, var Sören Lura kennari minn í kristin- fræði. Hann var kennari af gamla skólanum og bar mikla umhyggju fyrir velferð nemendanna. Honum brann í mun að leiða þá til Jesú. Það var í einni kennslustundinni hjá honum, að hin áhrifamikla köll- unarstund Guðs í lífi mínu rann upp. Ég get lifað þetta upp aftur enn þann dag í dag, þó að erfitt sé að lýsa því með orðum. Má vera, að ritningarorðin í Jer. 20,7 feli það í sér: „Þú hefur talið svo um fyrir mér, Drottinn, að ég lét sannfærast, þú tókst mig tökum og barst hærra hlut.“ Það var eins og ég yrði hrifinn andartak í burtu frá stundinni í skólanum og kennslunni og yrði að taka úrslitaákvörðun. Ég heyrði enga rödd, sá engar sýnir, en spurn- ingin, sem ég átti að svara, var eins skýr og greinileg og ég hefði heyrt hana með eyrunum: „Ertu fús til þess að verða kristniboði?“ Mér fannst eins og lagt væri fast að mér á undarlegan hátt, og svar- ið gat ég ekki orðað á annan veg en þennan: „Já, Drottinn, ég vil verða kristniboði". Undursamleg gleði kom í kjölfar þessarar reynslu, og ég vissi á sömu stundu, að ég hefði tekið mikilvægustu ákvörðun ævi minnar. Þetta stóð aðeins í nokkrar sek- úndur, og síðan var ég aftur hjá púltinu og fylgdist með kennslunni, eins og ekkert hefði í skorizt. Svar við bæn Mörgum árum síðar var mér sagt, að langamma mín hefði fyrir löngu verið viðstödd vígslu kristni- boðspresta í dómkirkjunni í Staf- angri. Hún varð djúpt snortin, og á leiðinni heim bað hún Guð þess, að einhver af ástvinum hennar yrði líka kristniboði. Ég efast ekki um, að kristniboðsköllun mín var svar Guðs við bæn hennar. „Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, út- valdi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig“ (Jer. 1,5). Þrjú ár liðu, og ég var að því kominn að hvarfla í burtu frá Guði. Þó að ég bæri mikla virðingu fyrir trúuðum mönnum og fyndist fall- egt að sjá æskuna fylgja Jesú, gat ég ekki tekið af skarið sjálfur. En einn góðan veðurdag rann það upp fyrir mér, hversu innan- tómt lífið í heiminum væri, og að Lína Sandell hefði rétt fyrir sér: „Lifðu Jesú, ekkert annað er og verður lífsins hrós“. Ég „tók ákvörðun“, steig skrefið til Guðs og vildi fylgja Jesú. Staðfesting Hið fyrsta, sem gerðist, þegar ég eignaðist líf í Guði, var það, að köllunin til kristniboðs varð lifandi á ný og kom með miklu afli. Hún var „geymd“ innra með mér, og ef ég vildi gera alvöru úr þeirri ákvörðun, sem ég hafði tekið, hlaut ég að verða kristniboði. „Hann er friðþæging fyrir synd- 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.