Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 13
ir vorar og ekki einungis fyrir vor- ar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins“ (1. Jóh. 2,2). Með því að Jesús var frelsari minn og frelsari alls heimsins, þurfti að boða öllum þjóðum fagnaðarer- indið. Af óskiljanlegum ástæðum var ég tekinn frá til þessa verks. í augum mínum varð það að vera kristinn hið sama og að verða kristniboði. Yrði ég það ekki, þá brygðist ég köllun minni til að verða kristinn og mundi missa lífið í Guði. Þetta var mér alveg ljóst. Það er ekki unnt að vera kristinn án þess að hlýða kallinu til ævi- starfsins, sem Guð hefur ákvarðað okkur til handa. Auðvitað táknar þetta ekki, að allir eigi að fara út á kristniboðs- akurinn. Guð hefur sínar fyrirætl- anir með einn og sérhvern mann og gefur börnum sínum mismun- andi náðargáfur og ólík verkefni. En allt á að stuðla að eflingu safn- aðarins og útbreiðslu guðsríkis í heiminum. Ég var svo við framhaldsnám á stríðsárunum, þegar Þjóðverjar höfðu hernumið landið. Það voru erfiðir tímar. Framtíðarhorfur voru allt annað en bjartar. En við þökkum Guði fyrir reynslutímann, sem við urðum að þola. Hann hef- ur orðið okkar kynslóð dýrmætur, ekki sízt baráttan, sem kirkjan varð að heyja, og gildi þeirrar bar- áttu varðandi skoðun okkar á fagn- aðarerindinu. Það voru vægðar- laus átök við eðli djöfulsins, eins og það birtist í einræðisstefnum og lítilsvirðingu þeirra á mannin- um og frelsi samvizkunnar. Guð ryður brautina Mér veittist að vinna að kristni- boði þrjú starfstímabil á Madaga- skar. Það var blómlegur tími. Starfið var ekki alltaf auðvelt, en ég komst að raun um, að Guð fór ávallt á undan og ruddi brautina, og það styrkti kristniboðsköllun- ina. Erfiðar stundir voru margar, og það kom fyrir, að mjög reyndi á djörfungina. Þá stoðaði ekki að styðjast við tilfinningar og óraun- sæjar hugmyndir um kristniboðið. Það stenzt ekki í hversdagslífi kristniboðans. Það var tvennt, sem varð mér alltaf til hjálpar: Að Guð vildi, að allir menn yrðu hólpn- ir, og að ég hafði fengið köllun til að vera kristniboði og mér var ætlaður starfsvettvangur á Ma- dagaskar. TVÆR KRISTNIBORSVIKUR Á AKRANESI var hin árlega kristni- bodsvika haldin á vegum Kristni- boðssambandsins og KFUM og K á Akranesi dagana 15.-22. ianúar. Höfðu siðarneindu félögin annazt allan undirbúning vikunnar. Ræðu- menn voru kristniboðarnir, Skúli og Jónas, svo og heimastarfsmennirn- ir, Benedikt og Gunnar. Auk þeirra töluðu sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson, sem flutti ávarp fyrsta kvöldið, Ingunn Gísladóttir, hjúkr- unarkona, sr. Jónas Gíslason og sr. Hjalti Hugason. Tvær barna- samkomur voru í vikunni. Auk þess kynntu Skúli og Ingunn kristniboðið á sjúkrahúsinu einn daginn. — Jó- hannes Ingibjartsson, form. KFUM á Akranesi, stjórnaði flestum sam- komunum. — Seinni sunnudaginn prédikaði biskupinn, Sigurbjörn Einarsson, við guðsþjónustuna i kirkjunni, en sóknarpresturinn þjón- iaði fyrir altari. Nokkur ungmenni, bæði frá Reykjavik og Akranesi, aðstoðuðu á samkomunum með söng. — Á samkomunum gáfust kristniboðinu rúmlega 900 þúsund krónur. Þolinmæði er sú höfuðdyggð, sem nauðsynleg er í starfi kristniboð- ans. Okkur hættir til að verða óþolinmóðir og krefjast þess, að í öllu verði farið að okkar ósk. En þolinmæðin ein vinnur þrautir all- ar, og þeir kristniboðar einir, sem læra þá list að vera langlyndir, njóta velgengni í starfi. Ég verð að játa, að einmitt í þessu efni hef ég glímt við mestu erfið- leikana. En umfram allt er þörf á kaér- leika, kærleika Krists. Það er hann, sem kristniboðinn á að bera vitni um, og það er hann, sem hann á að gera að veruleika í lífi sínu og starfi. Ég hef að vísu oft brugðizt í þessu efni, en ég hlýt þá að þakka Guði fyrir, að hann hefur sýnt, að hann getur komið áformum sínum í framkvæmd, hvað sem mér líð- ur. Ávöxturinn af starfi kristni- FRÁ STARFINU Bachmann, sr. Gísli Jónasson, Ing- unn Gisladóttir. sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson, Valdís Magnúsdótir, Gísli Arnkelsson, Katrín Guðlaugsdóttir og Sigríður Jónsdóttir, Keflavik. Kristniboðið var að venju kynnt i máli og myndum. Fjölbreyttur söng- ur var á samkomum vikunnar. Mar- grét Hróbjartsdóttir söng einsöng, ungar stúlkur úr Reykjavik sungu sum kvöldin með gítarundirleik, Kristið æskufólk i Keflavik söng og bar fram vitnisburð sinn eitt kvöld- ið. Loks söng æskulýðskór KFUM og K á síðustu samkomunni. Jónas Þ. Þórisson stjórnaði samkomunum. Hann prédikaði einnig við guðs- þjónustu í kirkjunni sunnudaginn 29. janúar, en sóknarpresturinn þjónaði fyrir altari og hafði altaris- göngu. Siðasta kvöldið buðu kon- urnar í Kristniboðsfélaginu í Kefla- vik æskulýðskórnum og öðrum gest- um úr Reykjavík til kaffidrykkju i Kirkjulundi, safnaðarheimili kirkj- unnar. Á vikunni gáfust til kristni- boðsins rúmlega 85 þúsund krónur. boðans er verk Guðs, og það, sem synd og breyzkleiki mannsins hafa spillt, hefur Guð reist aftur við. „Ég hef útvalið yður“ Það kann að vera, að einhver hafi tekið sérstaklega eftir fyrir- sögn þessarar frásögu: „Útvalinn af Guði“. Hefur maðurinn ekki nokkuð háar hugmyndir um sjálf- an sig? Margir ungir menn, sem laðast að kristniboðastarfinu, þora varla að segja, að þeir hafi köllun til að verða kristniboðar. Slíkt væri að þykjast vera eitthvað, segja þeir. Ég skil, að þeir hika við að nota stór orð, og ég er samþykkur því, að menn séu raunsæir. Samt held ég, að þeir geti í mörgum tilvik- um notað orðið kristniboðsköllun. „Ekki hafið þér útvalið mig, held- ur hef ég útvalið yður“,segir Jesús. Enginn kýs sjálfur að fá köllun / KEFLAVIK hófst önnur kristni- boðsvika, sama kvöldið og vikan á Akranesi endaði, þ. e. 22. janúar. Auk kristniboðanna, Skúla og Jón- iasar, og heimastarfsmanna, Bene- dikts og Gunnars, töluðu eftirtaldir ræðumenn á samkomunum: Sr. Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprest- ur, Ástráður Sigursteindórsson, Margrét Hróbjartsdóttir, Halla 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.