Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 14
f19031'} kriJ Sunnudagaskóli K. F. U. M. sjötíu og fimm ára til kristniboðs. Það er Guð einn, sem kallar fyrir heilagan anda. Og þegar Guð velur þjóna í víngarð sinn, fer hann ekki eftir verðleik- um hinna útvöldu, heldur þvert á móti: „Hefur Guð útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til þess að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heim- urinn telur veikleika, til þess að gera hinum volduga kinnroða, og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið og það, sem ekkert er, til þess að gjöra það að engu, sem er“ (1. Kor. 1,27—28). Kristniboðinn þarfnast engu síður en margir aðrir kristnir menn orðsins frá Drottni: „Náð mín nægir þér, því að mátturinn fullkomnast í veikleika“ (2. Kor. 12,9). Sjálfsafneitun — forréttindi Sá, sem hyggst verða kristniboði, verður að vera fús til að neita sér um hluti og réttindi, sem öðru fólki kann að virðast sjálfsögð og ómissandi. Vilji hann það ekki, heldur stendur fast á kröfum sín- um og rétti, hlýtur hann að prófa sjálfan sig, hvort hann hafi í raun og veru köllun tii að verða kristni- boði. Nú eru aðstæður á kristni- boðsökrunum töluvert betri en áður var, í efnalegu tilliti, en samt er starfið þess eðlis, að það verður að sitja algjörlega í fyrirrúmi hjá kristniboðanum. Og þá verða aðrir hagsmunir að víkja, ef svo ber undir. Samt nýtur kristniboðinn for- réttinda. Hann fær að auki svo margt, sem aðrir fara á mis við. Þökkum Guði fyrir hina dýrlegu og stórkostlegu þjónustu, sem okk- ur er falin á hendur. Trúr er hann, sem kallaði okkur. Ó, að við mætt- um líka sýna honum tryggð — í þakklætisskyni. Thor Torbjörnsen. TIL UMHUGSUNAR Níutíu og fjórir af hundraöi allra ewmgéliskra predikara boöa fagn- aöarerindiö á meöal fólks, sem hef- ur þegar heyrt þaö. Einungis sex af hundraöi þeirra starfa á lands- svæöum, þar sem fólk hefur ekkn. heyrt fagnaöarerindiö. Þetta kom fram í rœöu, sem haldin var fyrir nokkru á þingi Finnska kristni- boösfélagsins í Helsinki. Þann 8. mars átti lítill starfs- grein merkilegt afmæli. Sunnu- dagaskóli K.F.U.M varð 75 ára. Hann var stofnaður í Melsteðs- húsi við Lækjartorg 8. mars 1903 af Knud Zimsen verkfræðingi, sem síðar varð borgarstjóri í Reykja- vík. Knud Zimsen veitti síðan sunnudagaskólanum forstöðu í nærri 40 ár. Er K.F.U.M. seldi Melsteðshús og byggði á Amtmannsstíg, flutti sunnudagaskólinn þangað og hefur starfað þar fram á þennan dag. Starf sunnudagaskólans var um margra ára skeið mjög blómlegt, enda var það brautryðjendastarf og áratugum saman einu barna- guðsþjónustumar, sem haldnar voru innan þjóðkirkjunnar. Á þeim árum sótti mikill fjöldi barna Sunnudagaskóla K.F.U.M. Muna menn eftir því, að um 700 böm voru talin út úr K.F.U.M.-húsinu á einum sunnudegi, og voru þá notaðir 3 salir fyrir fundina. Það liggur því í augum uppi, að mikill f jöldi bæjarbúa hefur á þessum ár- um komið í sunnudagaskólann, og margir hafa látið í ljós, að þeir eigi þaðan góðar minningar. Kristniboðssambandinu bárust þess- ar gjafir í janúar 1978: Frá einstaklingum: BE 10.000; AM 5.000; JÞ 10.000; FJ <áh.) 5.000; Z 10.000; GGfM 15.000; kona á Akra- nesi 1.000; NN 2.000; KÖ 3.000; Mæðg- ur á Akureyri 5.000; NN 600; KM 10.000; LH 5.000; HF (áh) 136.350; GH (An) 5,000; EM (An) 350.000; BÞ 2.000; NN 700; SP 1.200, afh. í Betaníu 2.500; AogG 6.000; GÁ (afh. af ES) 15.000; RG 5.000; JÞ 5.000; FH 1.500; B 20.000; Hjálparstofnun kirkjunnar (ýmsar gjafir) 41.023. Frá félögum og samkomum: Kárs- nessókn 5.530; Digranesprestakall (innk. á krbdag í nóv.) 6.000; YD KFUK Laugarnesi 13.400; Vorperlan Er bærinn óx og farið var að skipta honum í fleiri sóknir, var nauðsynlegt að taka upp bama- guðsþjónustur á fleiri stöðum. Þannig hefur barnastarf dreifst út um allan bæinn og er blómlegast í nýjustu hverfunum, þar sem barnafjöldinn er mestur. Ekki er vitað með vissu, á hve mörgum stöðum barnaguðsþjónustur eru nú haldnar í Reykjavík, en vart munu þær vera færri en 15. Sunnudagaskóla K.F.U.M., sem Knud Zimsen stofnaði fyrir 75 ár- um, má telja upphaf þessa fjöl- þætta barnastarfs. Á þessum tímum, eins og ávallt, er mikil nauðsyn að leggja rækt við barnastarfið. „Fræð þann unga um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja“, segir heilagt orð. Allir, sem láta sér annt um kristi- legt uppeldi þjóðarinnar, hljóta að gleðjast yfir hverju því verki, sem miðar að því að sá hinu góða sæði í hjörtu barnanna. Megi Drottinn blessa hinn marg- víslega ávöxt starfs Sunnudaga- skóla K.F.U.M á 75 árum. Ástráöur Sigursteindórsson. 72.890; Krbf. kvenna Akureyri 869.000; Krbf. kvenna Reykjavík 1.185.000; Barnasamk. í Kópavogi 272; Barna- samk. Akranesi 4.821; Krbvika Akra- nesi 550.739; Sjöstjarnan An. 25.000; YD KFUK Breiðholti 1.284; Krbvika Keflavík 85.350; Éljagangur 35.000. Baukar: Baukurinn hennar Möggu 2.642; GGfM 6.470; Litli krónukallinn 533; Heimilisbaukur 551. Minningargjafir: 110.600. Gjafir alls í janúar: Kr. 3.747.255. BJARMI Út koma 12 tölublöð á ári, 1—2 tbl. í senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavík. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 1.000. Gjalddagi 1. apríl. Prentað i Prentsm. Leiftri hf. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.