Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 15
„ Og aðþví erum vér vottar Framh. af bls. 3. fólgið, að Guð hefði vakið Jesúm upp frá dauðum og gert hann að hinum dýrlega Drottni, sem allt vald er gefið á himni og jörðu. ,,Með óbrigðanlegri vissu viti þá allt Israels hús, að Guð hefur gjört hann bæði að Drottni og að Kristi, þennan Jesúm, sem þér krossfestuð" (Post. 2,36). Krossinn og dauðinn höfðu um stund virzt tákna sigur hins illa í heiminum, úrslitaósigur hins guðlega kærleika. En með upprisu Jesú og upphafningu í dýrð hafði Guð staðfest, að Jesús væri sá, sem hann sagðist vera, stað- fest kenningu hans, líf og heilagleika. Dauðinn, síðasti óvin- urinn, er með upprisu Jesú uppsvelgdur í sigur (1. Kor. 15,54). Upprisa Jesú er snertipunkturinn, þar sem hið himneska og jarðneska, sagan og eilífðin, mætast og sameinast. Hún grundvallar þann dýrlega möguleika að sameina allt i Kristi, bæði það, sem er á himnum, og það, sem er á jörð- unni (Ef. 1,10). Upprisan opnar þannig nýjan heim sigurs og vonar, þar sem tHgangi Guðs er náð og hann verður allt í öllu. Það er þetta, sem orsakar þá skyndilega breyttu mynd at postulunum, sem Postulasagan og Pálsbréfin geyma. Eftir upprisuna eru þeir gjörsamlega nýir menn, þannig að við þekkjum þá varla aftur. 1 stað hryggðar er komin gleði, styrkur í stað veikleika, hugrekki i stað hugleysis, traust i stað örvæntingar, traust og áræði i stað úrræðaleysis. Þeir eru fylltir nýjum krafti, óviðráðanlegir og ósigrandi. Mennirnir, sem skilningslitlir og huglausir höfðu brugðizt herra sinum og jafnvel afneitað honum á mestu hörmungar- stundu lifs hans, þeir, sem höfðu leitað i felur af ótta við Gyðinga, standa nú uppi i hárinu á andlegum og verald- legum leiðtogum landsins og fullyrða, að hann, sem þeir krossfestu, hafi verið Messías og að í honum einum sé hjálpræði (Post. 4,12). Kraftur upprisunnar er að verki. Þeir vissu, að hinn krossfesti Jesús væri nú hinn upprisni og dýrlegi Drottinn, ,,og að þvi erum vér vottar" (Post. 3,15). Þessi sannfæring byggði á reynslu og vitnisburði þeirra, er mættu honum upprisnum. Þeir vissu, að hann lifir með Guði, óendanlegur og dýrlegur. Þeir fengu að reyna þetta líf hans og nærveru persónulega þegar skömmu eftir dauða hans, og enn þann dag í dag getum við fengið að reyna hið sama. Okkur er líka gefin gjöf upprisunnar. Kristur er dáinn og upprisinn fyrir okkur, hann tók á sig synda- byrði okkar og bar hana upp á krossinn. Hann hefur frið- þægt fyrir syndir okkar, tekiö á sig hegningu og glötun, sem við höfðum til unnið. Og með því að reisa Krist upp frá dauðum hefur Guð lýst yfir því, að skuldabréfið, sem vitnaði gegn okkur, sé nú afmáð og neglt á krossinn (Kól. 2,14). Við eigum hlutdeild i hjálpræðinu í Kristi, og okkur er ætlaður sami kraftur og birtist í lifi frumsafnaðarins. Við fáum á sama hátt að reyna nærveru og kraft Krists per- sónulega í lifi okkar, ef hann aðeins fær að komast að. Þeir, sem það fá að reyna, verða aldrei samir menn frem- ur en Pétur eða Páll. Lif okkar og starf á að fyllast þeim krafti og eldmóð, sem einkenndi fyrstu upprisuvottana. Vitnisburður þeirra um nærveru og starf hins upprisna frelsara birtist i orðum þeirra og verkum, og allir kristnir menn, sem hafa fengið náð til að mæta honum, hljóta að taka undir þennan vitnisburð. Við höfum fengið að reyna, að Kristur lifir og að hann vill gefa hrjáðu mannkyni lif í sér. Þvi tökum við með djörfung undir orð Péturs: HANN LIFIR, AÐ ÞVl ERUM VÉR VOTTARU Gísli Jónasson. Ef þér hafið mikla kyrrstöðu Paradís þreyttra fóta Nýkomið í öllum stærðum, í hvítum lit. Verð frá kr. 6.040. Einnig rauðir nr. 36-40. Pðstsendum samdægurs DOMUS MEDICA, Egilsgötu 3 Pósthólf 5050 — Sími 18519 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.