Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 3
skrifar frd Eþíópíu og frjálst að starfa hlýzt aí, þegar árferði er óhag- stætt. Ykkur er kunnugt um, að Konsó- menn byggja stalla í fjallshlíðun- um til þess að nýta regnvatnið. Ég hef ekki tekið eftir því fyrr, að stallamir sjást ekki bara á rækt- uðum ökrum, heldur einnig í þyrni- grónum óræktarsvæðum. Þeir hafa þurft að leggja niður akra og flytja þá á frjósamari staði. Þarna sjást merki eftir óhemjumikla vinnu, þar sem steingarðamir eru upp eftir öllum fjallshlíðunum. — Um hjálparstarfið skal ég skrifa öðru sinni. Ég fékk að sjá skógræktina á tveim stöðum. Það er ótrúlegt að sjá mannhæðarhá tré eftir eitt ár á hrjóstmgum melum. Um 80% af plöntunum hafa fest rætur. Þetta verður nytjaskógur eftir fá ár. En aðaltilgangurinn er að binda jarðveginn. í skjóli trjánna nær gras að vaxa og skjóta dýpri rót- um en þar sem sólin brennir það, og vatn binzt í jarðveginum. Þann- ig á þetta að efla frjósemi lands- ins. Ég sá einnig verkstæðin tvö, þar sem Konsómenn smíða rokka. Bómullariðnaður, á sinn fmm- stæða hátt, er veruleg tekjulind hjá Konsómönnum. Með bættri tækni ætti var.a þeirra að hækka í verði. Á sjúkraskýlið er mikil aðsókn. Tvær hjúkrunarkonur sjá um starf- ið þar ásamt Káte og Volde, hjúkr- unarmönnunum, og mörgum að- stoðarmönnum þeirra. Mér varð hugsað til fyrstu komu minnar til Konsó 1960. Sjúkling- arnir koma nú flestir fyrr vegna sjúkdóma sinn en þeir gerðu. Meiri hluti sjúklinganna em þrifalegri til fara. En hvemig er hægt að ætlast til hreinlætis þar, sem vatn er af svo skornum skammti, að það er eingöngu notað til drykkjar og matargerðar? Því var gleöilegt að sjá vatnsþrærnar og konur við fataþvott við djúpvatnsbrunn, sem boraður hefur verið rétt hjá stöð- inni. Sjúklingar lágu í öllum rúmum á sjúkraskýlinu. Margir koma fár- veikir, bornir á börum. Oft er sjúk- dómurinn malaría eða annar smit- næmur sjúkdómur, sem læknast á skömmum tíma með góðum lyfj- um. Menn fá þama hjálp ótrúlega ódýrt. Á hverjum morgni er stór hóp- ur manna, sem heyrir Guðs orð við sjúkraskýlið. Aldrei virðist þörfin hafa verið meiri en nú að boða Guðs orð þar, sem því verður við- komið. Andstreymi og vakning Starfsmenn, prédikarar, em fáir. Það er andstaða gegn kristinni trú hjá nokkrum áhrifamönnum, sem margir hverjir hafa gengið í skóla á kristniboðsstöðinni, en hafa nú snúið sér að öðrum boðskap um sæluríki hér á jörð. Svo nauðsyn- legt sem það er að leiðrétta kjör fólksins, þá er það sorglegt, að til þess skuli valin leið, þar sem ekki er rúm fyrir Guð, sem er skapari okkar og frelsari. Ég átti tal við sr. Berisha Húnde. Hann er stöðvarstjóri í Konsó. Hann hefur yfirumsjón með starfi kristniboðsins í héraðinu. Hann kvartaði undan því, að deyfð væri í starfi kirknanna næst stöðinni. Taldi hann ástæðuna vera, að menn væm uppteknir við stjórn- málafundi, bæði leikmenn og prest- ar. Olli þetta honum áhyggjum, einkum það, að góðir vinir hans og samstarfsmenn virtust hafa kólnað í kærleika sínum til Drott- ins. Er þetta fyrirbænarefni, sem ég vil hér með leggja fyrir ykkur kristniboðsvini. Hins vegar hafði Berisha góðar fréttir að segja af starfinu í Kolme. Þar er vakning. Orð Guðs berst mann frá manni, óháð launuðum starfsmönnum. Sagði hann, að vakningin næði næstum til alls Jóhannes Ólafsson, lœknir. fólksins. Bændafélagið þar á staðn- um væri mótað af því, að leiðtogar og félagar eru kristnir. Vakningin berst nú til nærliggj- andi byggða. Við höfum þá einnig þakkarefni að bera fram fyrir Drottin í bænum okkar. — Ungur piltur liggur hér á sjúkra- húsinu. Hann er með stórt skotsár á fótleggnum. í gær var sárið hreint, þannig að ég gat lokað því að mestu. Meðan hann lá á skurð- borðinu og við vorum að undirbúa aðgerðina, segir hann: „Þið verðið að biðja Drottin um að blessa að- gerðina, ég er kristinn.“ Hér var einn ávöxtur vakningar- innar í Kolme. Það var ljúft að finna samfélag andans við þennan nýja vin minn frá afskekktu hér- aði, sem ljós fagnaðarerindisins hefur runnið yfir nær 2000 árum eftir, að Drottinn Jesús gaf sjálfan sig fyrir syndir allra manna, til hjálpræðis hverjum, sem trúir. Með einlægum kveðjum. Jóhannes Ólafsson. FLESTEGGÁSUNNUDÖGUM „Hvernig bar paö til, að pú fórst aö taka pátt í kristniboösstarfinu?“ „Ég lœröi paö heima hjá mömmu og pabba. Viö vorum víst fátœkari en flestir aörir um pær mundir. Viö áttum sjö eöa átta hcenur, og egg- in, sem pœr verptu á sunnudögum, voru kristniboösegg. Þau voru seld sér og peningarnir lagöir í kristni- boðsbaukinn. En viö tókum eftir pví, aö viö fengum flest egg á sunnudögum. Þetta haföi áhrif á mig. Mér pykir svo vænt um aö fá nú aö taka pátt í starfinu í vín- garöi Drottins“. Þýtt. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.