Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 9
hann leiðir þá, fylgja þeir honum eftir. Góði hirðirinn veit, hvað sauðunum er fyrir beztu. Þess vegna treysta þeir honum. Bæði þegar allt gengur vel og þeg- ar erfiðleikar mæta. Þeir láta ekk- ert verða til þess, að þeir leiðist burtu frá góða hirðinum. Jesús dó fyrir þig. Jesús leitar þín. Jesús vill fá að leiða þig. Hver er hirðir þinn? Viltu, að Jesús verði hirðir þinn? Fær hann að vera hirðir þinn? Ef svo er, skaltu játa þörf þína fyrir hann. Trúðu því, að Jesús hafi dáið á krossinum til þess að taka burt syndir þínar. Bjóddu hann velkominn í hjarta þitt og leyfðu honum að leiða þig. Jesús sagði: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér; hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum. Sálm. 55,23. Ragnar Gunnarsson. Andi Vindinn sér þú ekki, en þú heyrir hann í blœ éSa stormi, er stöQva enginn kann. Andann sér þú ekki, en hans hljóða raust mælir inn í hjartáð ásökun og traust. Vindinn sér þú hvergi, en hvar sem hann fer grös og greinar bogna og bylgjan hreykir sér. Andann sér þú ekki, sem eflir þinn mátt til að trúa og lifa vi'ð lífsins Guð í sátt. Frá GuSi á himnum, hann fær enginn séð, kemur Andinn til þín og undrið þar með. A. FROSTENSON. Sr. Sigurjón Guðjónsson þýddi. NOREGUR: Þurfa kjjölfestu Afbrot unglinga taia mjög i vöxt víða á Vesturlöndum. Margir rekja þá óheillaþróun meðal annars til þess áróðurs, að ekki eigi að inn- rœta börnunum neinar fastar sið- ferðisreglur og lifsskoðanir. Norskur lœknir, Per Nyhus, sem starfar á sálfrœðistofnun á vegum norska ríkisins, hefur bent á í viðtali við dagblaðið „Várt land", hversu afdrifarik áhrif slík viðhorf í uppeldinu geti haft. Hann legg- ur áherzlu á, að fólk megi ekki skilja börnin eftir í „siðferðilegu tómarúmi", enda sé þá hœtta á, að þau muni um siðir komast á vald kynóra og glœpahneigðar. Lœknirinn telur, að Vesturlanda- búar vanrœki að gefa börnunum það, sem þau geti trúað á. Þess í stað segja foreldrarnir: í þjóð- íélagi okkar rikis mismunandi mat á verðmœtum og ýmislegar sltoð- anir. Þœr eru svona og svona — gerið svo vel og veljið sjálf! Þetta gerir börnin oft grunnfœr- in, segir Nyhus, og þau verða ófœr um að keppa að takmarki eða berjast fyrir málefnum. Lífið verð- ur tilgangslaust, og einatt lenda slík börn á valdi vímugjafa. Ny- hus leggur áherzlu á, að ekki sé nóg að kenna börnunum að vera umburðarlynd gagnvart skoðunum annarra, heldur sé jafnframt nauð- synlegt að brýna fyrir þeim ein- hverjar skuldbindandi reglur til að miða við í lífinu. Ekki koma þessi ummœli lœkn- isins kristnum mönnum á óvart. Eristilegt starf meðal bama og unglinga er enda öflugt í Noregi. Sífellt er reynt að finna nýjar Ieið- ir til að hjálpa uppvaxandi kyn- slóð, svo að hún öðlist varanlega kjölfestu. í því sambandi má geta þess meðal annars, að Kristniboðs- sambandið í Noregi hefur í seinni tíð lagt mikla áherzlu á að koma upp leikskólum og reka þá í kristi- legum anda. Fyrir nokkrum mán- uðum starfrœktu samtökin 19 slík- ar stofnanir, og fleiri voru í undir- búningi. Börnin fást þarna við ýmis Iconar föndur og aðra starf- semi, eins og gengur og gerist á slíkum stofnunum. En ekki er far- ið dult með, að mest er lagt upp úr því, að kristinn boðskapur sé fluttur börnunum í þessum leik- skólum. Margir foreldrar hafa lýst áhuga á því, að börn þeirra njóti kristi- legra áhrifa í leikskólunum, jafn- vel þótt þeir viðurkenni, að þeir eigi ekki sjálfir lifandi, kristna trú. Aðsókn er mikil. Á einum stað komust að 37 börn af 80 umsœkj- endum. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.