Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 10
Er það rangt að vera ,,bara húsmóðir" og helga sig heimil- inu? Já, stundum mætti sannar- lega láta sér detta það í hug. Þegar dagblöðin eru lesin og hlustað á útvarp og sjónvarp, skilst manni helzt, að við, sem erum bara húsmæður á heimilum okkar, séum afætur á þjóðfélag- inu og gerum heilmargt, sem ekki sé ýkja mikilvægt. En er það sannleikurinn? Nei, á engan hátt. MARGÞÆTT VERKEFNI Húsmóðirin gegnir miklum og mikilvægum hlutverkum. Hún er matreiðslumaður og næringar- sérfræðingur, sem sér um, að ðll fjölskyldan fái góðan og dýr- mætan mat. Hún er forskólakennari og iðjuleiðbeinandi, sem hjálpar börnunum við gagnleg og skemmtileg tómstundastörf. Hún er sjúkraliði, sem gætir þess, að hitinn í öllum sé mæld- ur á réttum tíma og að þeir fari til læknis og tannlæknis, ef nauðsyn krefur. Já, hún hefur meira að segja sína eigin fataverksmiðju með einkatízku haust og vor. Hún er kennarinn, sem að- stoðar við lexíulesturinn, og við- gerðarmaðurinn, sem annast stór- ar og smáar viðgerðir. Hreingerningarfyrirtækið henn- ar er alveg einstætt og getur leyst af hendi alls konar störf, allt frá gluggatjaldaþvotti til vasaklútaþvotta. Ennþá mikilvægara er þó það starf, sem húsmóðir vinnur með beinum samskiptum við fólk; börn, sem þarfnast öryggis og uppörvunar; aldrað og einmana fólk, sem þarfnast hlýju og skiln- ings. Já, þannig gætum við haldið áfram. Húsmóður skortir sannar- lega ekki uppörvandi verkefni, ef augun eru opin og að er gáð. FYRST HEIMILIÐ, SfÐAN ÞJÓDFÉLAGIÐ Það eru börnin, sem gera mestar kröfur til ungra hús- mæðra, bæði hvað snertir tíma og vinnu, og þau eru líka strits- ins og erfiðisins verð. Barnasálarfræðin getur frætt okkur á því, að það mikilvægasta í þroska persónuleikans hjá Heimilið og fjölskyldan - 9 Er rangt að vera „bara hús- móöir“? Heimilisstörfin eru fjölbreytt og styrkja líkama og sól, þegar unnið er meö gleöi og þjónslund. barni gerist í fyrstu bernsku, þó að öruggt og traust heimili sé auðvitað mikilvægt vexti og þroska, alveg til fullorðins ára. Sumir fullyrða, að sérstaklega fyrstu sjö árin séu grundvall- andi. Við skulum því hvetja hver aðra til þess að annast um börn okkar þannig, að þau fái beztu vaxtarskilyrði, sem völ er á. Og við skulum ekki haga okkur þann- ig, að hin rannsakandi orð Páls í 1. Tím. 5,8 hitti okkur: ,,Ef einhver sér eigi fyrir sín- um, sérstaklega heimilismönn- um, þá hefur hann afneitað trúnni og er verri en vantrúaður.1' Biblían segir okkur hér greini- lega, að það séu verkefnin og þarfirnar á heimilinu, sem verði að meta meir en störf í hinu stærra samfélagi. FRAMTÍÐ KRISTINDÓMSINS Við vitum einnig, að áhrifin af kristilegu uppeldi og boðun í bernsku geta borið varanlegan ávöxt í lífi manna. Heimilið er eins og sérstakur kristniboðs- akur, og orðin, sem Jesús sagði við mann, sem hann hafði lækn- að, geta ef til vill verið eins og köllun til okkar: „Far þú heim til þín og þinna og seg þeim, hve mikla hluti Drottinn hefur gjört fyrir þig og hversu hann hefur miskunnað þér“ (Mark. 5,19). Kristin heimili eru mikilvæg, bæði fyrir þá, sem alast þar upp, og þá, sem búa í nágrenni við þau. Carl Fr. Wislöff álítur meira að segja, að kristin heimili séu mikilvægari fyrir útbreiðslu kristindómsins en allar hugsan- legar útbreiðsluherferðir saman- lagðar. EVA KVEINKAR SÉR Stundum heyrast frá hálfu þeirra, sem ekki eru kristnir, bituryrtar athugasemdir um, að húsmæður fórni sér algerlega. Þær hugsi bara um aðra, en sýni ekki, hvers þær séu megnugar. Við kveinkum okkur, þegar slíkt heyrist, og — svo sannar- lega — rekur ekki gamla Eva upp höfuðið, síngjörn á svip, og spyr: ,,Er þetta ef til vill rétt?" 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.