Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1978, Side 1

Bjarmi - 01.07.1978, Side 1
,Nú er sumar. gleöjist gumar, gaman er í dag". Frá almenna kristilega mótinu í Vatnaskógi (,!>3» 'j Kristileg r . r mot i fjörutíu ár Við setningu almenna kristilega mótsins í Vatnaskógi hinn 30. júní s.l. voru liðin fjörutíu ár síðan fyrsta slíka mótið var haldið. Það var árið 1938, að útgefend- ur Bjarma og fleiri áhugamenn ákváðu að gera, með Guðs hjálp, alvöru úr þeim draumi sínum að efna til almenns kristilegs móts, er sameina mætti fólk víðs vegar að af landinu um boðskap fagnaðar- erindisins. Mótinu var valinn stað- ur að Hraungerði, í Árnessýslu, og varð draumurinn að veruleika þetta sama sumar. Að mörgu þurfti að huga fyrir þetta fyrst.a mót. Til dæmis þurftu aðstandendur þess að taka banka- lán til þess að geta keypt sam- komutjald, sem kostaði eitt þúsund krónur. Mikil breyting hefur orðið á öllum ytri aðbúnaði mótanna á þessum f jörutíu árum. Nú eru sam- komurnar haldnar í stórum og glæsilegum samkomuskála Skógar- manna í Vatnaskógi, og gengið er til máltíða í björtum matsal, þar sem borð eru blómum skreytt. En þó að margt hafi tekið stakkaskipt- um á fjörutíu árum, er markmið mótanna enn hið sama, og boð- skapurinn, sem þar hljómar, er hið sama fagnaðarerindi um kærleika Guðs í Jesú Kristi. Yfirskrift mótsins í ár var: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn“. Mótsdagar voru frá föstudagskvöldi 30. júní til sunnudags 2. júlí. Skráðir þátt- takendur voru á fimmta hundrað, og strax á föstudag var mikill þorri þeirra kominn í Vatnaskóg. Nokk- ur rigningarsuddi var, þegar fyrstu mótsgestir tóku að reisa tjöld sín, en þegar leið á kvöldið, gerði milt og fagurt veður. Mótið hófst með Framh. á bls. 9. I Reykjavík. júlí-ágúst 1978. 7.-8. tbl., 72. árg. 1

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.