Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 2
Það er aðeins til tvenns konar fólk: * Ég var efahyggjumaður. En þegar ég las Nýja lestarnenlið, skildi ég, að samkvœmt Biblíunni er aðeins til tvenns konar fólk. Peir, sém trúa, og þeir, sem ekki trúa. Eg vissi ekki, lrvað ég átti að gera, en ég vildi Það var árið 1950, og ég var á fyrsta undirbúningsári mínu í bandarísku strandgæzlunni. Áður höfðu tvö ár í framhaldsskóla liðið við drykkjuskap. Þjálfunin við strandgæzluna fór fram í New London, Connecticut, og jafnskjótt og vikan var liðin, vorum við vanir að nota fríið til að fara til New York borgar og skemmta okkur. Eitt skiptið fóru allir peningarnir mínir í áfengi þeg- ar á föstudagskvöldið. Daginn eftir stóð ég algjörlega snauður á götunni ásamt félaga mínum og litaðist um eftir ein- hverjum, sem gæti lánað mér eitt- hvað af peningum. Allt í einu kom ég auga á skilti, sem á stóð: „Ókeypis matur“. í næstu línu fyrir neðan las ég: „Jesús frelsar". En þá línu varðaði mig ekkert um. Ég sagði við félaga minn: „Við skulum fara þangað og láta þessa heilögu Jesúsa gefa okkur mat. Þá hafa þeir gert a.m.k. eitt góðverk í dag.“ Sneri baki við Guði Eins og sjá má, fyrirleit ég kristindóminn. Þegar ég var dreng- ur, hafði afstaða mín verið já- kvæðari. En það eina, sem ég skildi af þeim boðskap, sem ég heyrði í kirkjunni, er ég var vanur að fara í, var, að ég átti að sækja guðs- þjónusturnar, ef ég vildi vera góð- ur maður, og svo átti ég að gefa nýársheit og gera síðan mitt bezta til að halda þau allt árið. Ég taldi mig sannarlega hafa leitað Guðs. En sú stund kom, að ég skildi, að góðverkin mín voru hræðilega lítil í samanburði við þau vondu. Þegar ég byrjaði í fram- haldsskóla, sá ég greinilega, að það var ekki um neins konar innri raunveruleika að ræða í lífi mínu. Ég þekkti Guð ekki af eigin raun, þó að ég hefði gefið það í skyn áður. Þá ákvað ég að snúa baki við öllu, sem heitir kristindómur og Guð, og varð þá algjör efnishyggju- maður. Upp frá þessu fór ég að lifa allt öðruvísi en ég hafði vanizt heima hjá mér. Okeypis matur Ég fór nú ásamt félaga mínum inn í trúboðshúsið og fékk ókeypis máltíð. Þegar við ætluðum að fara þaðan, kom einn starfsmannanna til mín og spurði hvort ég væri kristinn. „Ég vona það,“ sagði ég og von- aðist til að losna við hann þar með. En hann hélt áfram. Og í fyrsta skipti á ævi minni fékk ég nú greinilega útskýrt, í hverju hið sanna fagnaðarerindi er fólgið. Maðurinn sagði og lagði áherslu á orð sín: „Það skiptir engu máli, hversu góður eða slæmur þú ert. Það, sem skiptir öllu máli, er, að þú skiljir, að Jesús leið og dó fyrir þínar syndir, svo að þú gætir fengið fyrirgefningu syndanna. Þessa fyrirgefningu vill hann gefa þér ókeypis." En ég hló aðeins að manninum, þar sem ég hafði engan áhuga á þessu. Síðan fórum við út. Tilgangslaust Ég fluttist til innan strandgæzl- unnar frá New York til New Orleans, og þar kunni ég svo vel við mig, að ég ákvað að vera þar, þangað til þjónustu minni væri lokið. Ég fékk skipstjórnarleyfi, svo að ég gat orðið skipstjóri á dráttarbát, sem sigldi á Mississippí- fljóti. Hagur minn var mjög góð- ur og ég gat veitt mér allt, sem mig langaði til. Ég hélt sjálfur, að ég væri slík- ur hamingjuhrólfur, að ég fengi allt, sem ég óskaði mér. En því meir, sem ég gaf mig að drykkju- skap og kvenfólki og öllu, sem hægt er að hugsa sér, því meiri varð tómleikinn, vonleysið og tilgangs- leysið innra með mér. Ég gat ekki skilið það, því að ég hélt, að ef einhver ætti að vera hamingju- samur, væri það ég. Loks kom sú stund, að ég hugs- aði sem svo: Úr því að tilgangur lífsins er ekki annar en þetta, þá væri bezt að binda enda á það. Ég varð hræddur um, að ég mundi jafnvel framkvæma það í fljótræði. En þá varð mér hugs- að til þess, að þegar ég yfirgaf heimili foreldra minna, hafði ég sett Nýja testamenti, sem ég hafði fengið frá Gídeonfélaginu, niður í farangurinn. Ég hafði fengið það, þegar ég var 12 ára. En ég er með Biblíuna með mér, hugsaði ég nú. Ég gróf niður á botn í farangrinum mínum og fann bókina. Þessa stundina var ég al- einn á bátnum. Trú eða vantrú Ég byrjaði að lesa í Sálmunum. Orðskviðirnir og Sálmarnir voru með í þessu Nýja testamenti. Síðan las ég Fjallræðuna og fann til meiri 2

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.