Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 6
st BLESSUÐ BÓK Vm rit ISýja testamentisins Bréfið til Rómverja Páll postuli stofnaði ekki söfnuð- inn í Róm. Menn vita ekki, hverjir sáðu orði fagnaðarerindisins fyrst í hjörtu Rómverja. Tilefni bréfsins Söfnuðurinn átti heima í „höfuð- stað heimsins". Hann var því ein- hver veigamesti söfnuður kristn- innar, ásamt söfnuðinum í Jerú- salem. Augu manna beindust mjög að honum. Páll postuli vildi færa út mörk kristninnar til vesturs. Hann gat því ekki farið fram hjá Róm. Postulinn virðist hafa lokið kristniboðsstarfi sínu í Austur- löndum nær. Tekur hugur hans nú að leita vestur á bóginn, einkum til Spánar. Var þá nauðsynlegt að tengjast kristnum mönnum í Róm traustum böndum og fá siðferði- legan stuðning þeirra. Þetta er meginástæðan til þess, að hann ritar söfnuðinum bréf og setur fram fagnaðarerindi sitt og þá grein sérstaklega, sem var kjarni boðskapar hans, en kristnir menn af Gyðingaættum deildu mjög um, greinina um réttlœtinguna af trúnni án lögmálsverka. Ekki er víst, að kristnir menn í Róm hafi þá þegar verið orðnir eitthvað spilltir af súrdeigi júðingja, lög- málspredikara, en ætla má, að þeir hafi verið í nokkurri hættu. Páll vill að minnsta kosti koma i veg fyrir, að Gyðingar og þeirra líkar ráðist á fagnaðarerindi hans. Sjá Róm. 3,8. Fræðsla og áminningar Rómverjabréfinu er svo háttað sem flestum bréfum postulans, að það skiptist í tvo höfuðkafla. Ann- ars vegar er frœösla, 1—11, en hins vegar árninningar, 12—15. Auk þess er hinn venjulegi inngangur, 1.1— 7, og niðurlagsorð, 16. Páll lýsir yfir því í upphafsorð- um bréfsins, að hann sé postuli heiðingja. Hann hafi langað til að koma til Rómaborgar, en verið aftrað frá því til þessa. Hann fyrir- verður sig ekki fyrir að predika fagnaðarerindið í heimsborginni, 1.1- 15. Þessi hugsun leiðir hann að umræöuefni bréfsins: í fagnaðar- erindinu er opinberað hjálpræði handa öllum fyrir réttlætingu af trú, 1,16—17. 1 Róm. 15 tekur hann aftur upp þráðinn úr innganginum og skýrir frá því, að nú hyggist hann koma til borgarinnar, þó að það verði einungis viðdvöl á leið til Spánar, 15,22-29. Hinn fræðandi hluti bréfsins, 1,18—11,36, skiptist í tvennt. Fyrst útlistar Páll þessa miklu stað- reynd, að fagnaðarerindið er kraft- ur Guðs til hjálpræðis, hverjum þeim, sem trúir, 1—8, 1 annan stað hrekur hann þær mótbárur, sem menn kynnu að hreyfa við við- bótarorðum hans, 1,16: „Gyðingum fyrst“, 9-11. í fyrri þætti þessarar skipting- Péturslcirkjan í Róm mun vera ein veglegasta bygg- ing veraldar. I fornum heimild- um segir, að Pétur postuli hafi orðið pislarvottur í Róm, liklega órið 65 í tíð Nerós, og á kirkjan að vera reist á grafreitn- um, þar sem Pétur var jarðsettur. ar má aftur greina tvö umræðu- efni, og snýst hið fyrra um rétt- lœtinguna af trúnni einni saman, 1,18—5,21, og hið síðara um helg- unina, 6,1—8,39. Þessa skiptingu verður þó að útskýra nánar, þegar frekar verður hugað að rökleiðslu postulans. Fráhvarf frá Guði Páll lýsir dimmu baksviði, er hann setur fram kenninguna um réttlætinguna af trúnni. Þar er fyrst greinargerð hans í 1,18—3,20 um syndaspillinguna, sem ríkir bæði meðal Gyðinga og heiðingja. Án fagnaðarboðskaparins og utan hans er einungis um að ræða opin- berun á reiði Guðs. Heiöingjarnir hafa snúið frá Guði, og þeim hefur þegar verið refsað með siðferðishnignun og óeðli, 1,18-32. Gyöingar hrósa sér af því að þekkja Guð og eiga lögmál hans. En þeir eru líka fallnir undir reiði Guðs vegna syndar sinnar, enda ræður það ekki úrslitum að hafa lögmálið — heiðingjarnir hafa líka lögmál í hjarta sinu — heldur að halda það. Það er ekki spurt um ytri umskurn, heldur þá, sem er hið innra, 2,1—3,20. Kjarni bréfsins En nú hefur réttlœti Guös birzt í Jesú Kristi svo sem gjöf, sem verður tilreiknuð mönnum ein- vörðungu fyrir trú, án lögmáls- verka, jafnt Gyðingum og heið- ingjum, 3,21—31. Áður hefur þetta réttlæti af trúnni komið fram hjá Abraham, ættföður ísraels. Guð áleit hann réttlátan, vegna þess að hann trúði á fyrirheit hans, áður en hann var umskorinn og áður en lögmálið var gefið. Börn Abrahams eru þá þeir, sem trúa, bæði meðal heiðingja og Gyð- inga, 4. Séu menn réttlættir af trúnni, þurfa þeir ekki að óttast komandi reiði, heldur geta hrósað sér af von um eilíft líf fyrir Krist, 5,1-11. Það kemur því í ljós, að vel- 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.