Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 14
Þegar þjóð tekur að vakna Minningar írá stiíðsárunum í Finnlandi eftir FRANK MANGS SlÐARI HLUTI Ég er að hugsa um bréf, sem ég fékk. Það kom frá Eystrasalti og var undirritað mörgum nöfnum. Öll kristilegu félög bæjarins höfðu komið sér saman um að halda vakningarsamkomur, og nú lang- aði fólkið til að fá aðstoð mína. Mig fýsti mjög að fara þangað. Fyrir 25 árum hafði ég verið þar nokkrar ógleymanlegar vikur. Þetta var í Jakobsstad, og það var þar, sem ég fékk að taka þátt í raun- verulegri vakningu í fyrsta sinn. Ég hlakkaði til að fara þangað aft- ur, ekki sízt vegna þess, að allir trúaðir menn í bænum voru sam- taka um þetta. Það var víst í fyrsta sinni í sögu bæjarins, sem hin mörgu félög stóðu saman um slík áform ásamt þjóðkirkjunni. En þótt kóngur vilji sigla, hlýt- ur byr að ráða. Starfið annars stað- ar kallaði á mig. Jakobsstad varð að bíða. En meðan vinir mínir þarna biðu eftir hjálpinni utan að, byrjuðu þeir að halda bænastundir til þess að undirbúa þessar samkomur, sem þeir höfðu hugsað sér að halda. Þeir voru allir gagnteknir af einni hugsun og einni von, — að þeir yrðu viðbúnir að taka á móti vakn- ingunni, þegar hinar opinberu sam- komur byrjuðu. En Guð hafði ætlað annað. Hann var alls ekki háður hjálp annars staðar að. Og meðan hinir heilögu söfnuðust saman til bænar, lét hann eld vakningarinnar falla. Bænasamkomurnar breyttust sjálf- krafa í vakningarsamkomur. Menn gáfust Guði hundruðum saman. Ég kom aldrei til Jakobsstad. Ann- ars staðar var svipaða sögu að segja. Æskan kemur Ég sit eitt kvöld í kaffistofu í Sánkti Mikjáli ásamt nokkrum herprestum. Gervikaffið er ekki sérlega hressandi, en það kemur ekki að sök. Við erum ekki komnir hingað vagna gervikaffisins. Við höfum hitzt til þess að tala saman um andleg verðmæti, um verk Guðs í okkar eigin hjörtum og um það, hvað við getum gert til þess að hjálpa her Finnlands og æsku Finnlands til þess að finna Guð. Tíminn líður fljótt. Þegar við höf- um lokið samræðunum, komumst við að raun um, að við höfum set- ið þarna í tvær klukkustundir. Herprestarnir tveir fylgja mér heim. Um það bil, sem ég rétti þeim höndina i kveðjuskyni, koma sex ungir menn til okkar og biðja um að fá að tala við mig. „Já, gerið þið svo vel“. „Við vitum, að þér eigið mjög annríkt þessa dagana, sem þér eruð hér, en okkur langar samt sem áður til þess að spyrja yður, hvort þér hefðuð nokkur tök á að standa fyrir samkomu fyrir skólaæsku. Við þurfum svo mjög á þvi að halda.“ Þessi hópur var frá unglinga- skóla, og þeir höfðu haldið vörð fyrir utan húsið hjá mér í nokkrar klukkustundir til þess að geta bor- ið fram þessa ósk. Þeir höfðu ver- ið sendir af félögum sínum. Ég hlyti að hafa haft hjarta úr steini, ef ég hefði synjað þessari bón. Að vísu var timinn naumur, og ég hafði í mörg horn að líta, en síðdegis næstkomandi föstudag gat ég séð af nokkrum klukku- stundum. Um nónbil á föstudag höfðu ná- lægt sex hundruð unglingar úr skólum borgarinnar safnazt sam- an í borgarkirkjunni til þess að hlusta á einfalda frásögn af því, sem Jesús Kristur getur gefið æskumönnum. Við héldum enga eftirsamkomu í kirkjunni, en þeir, sem vildu í alvöru gefast Guði á vald, voru hvattir til þess að koma í safnaðar- salinn klukkan sex sama dag. Og þeir komu. Þeir voru að minnsta kasti fimmtíu. Og hver einasti þeirra gaf til kynna, að hann vildi ganga Guði á hönd. Það er augljóst, að menn geta orðið fyrir vonbrigðum og erfið- leikum, þegar slíkt gerist. Þannig hefur það ævinlega verið, og þann- ig mun það sennilega verða. En þegar fimmtíu æskumenn frá ýms- um heimilum og ýmsum skólum hittast til þess að játa synd sína sameiginlega og ákalla Guð um hjálpræði, þá ber það vott um, að æskan er tekin að vakna. Frammi fyrir Kristi Við ljúkum bænasamkomunni með unglingunum í safnaðarsaln- um, en förum þaðan rakleiðis til sveitakirkjunnar, sem stendur rétt utan við borgina. Ekki hafði neinum bílum eða strætisvögnum verið lagt á svæðið fyrir framan kirkjuna. Þeir voru í notkun annars staðar. Við sáum ekki einu sinni hestvagn. Samt sem áður var kirkjan full af fólki. Það hafði komið gangandi, margir langt að, til þess að hlusta á hinn gamla boðskap um það, sem Krist- ur hefur gert og gerir enn þá fyrir syndara. Við töluðum um mann þjáninganna og reyndum eins ein- faldlega og unnt var að segja frá hinni takmarkalausu kvöl hans okkar vegna. Eins og venjulega buðum við leitandi syndurum að verða eftir til þess að tala við okkur og til þess að beðið yrði fyrir þeim. Síðan var samkomunni slitið, en strax og blessunarorðin höfðu ver- ið flutt, tók organistinn að leika þekkt sálmalag á orgelið: „Frá grasgarðinum liggur vegur til Gol- gata, vegur, sem andi Drottins leggur, skref fyrir skref. Þessi veg- ur liggur til paradísar, en það er vegur þjáninganna". Undarleg kyrrð lagðist yfir hópinn. Enginn segir neitt. Þeir, sem beðnir hafa verið að yfirgefa kirkjuna, hverfa hljóðlega á brott, án þess að nokk- uð heyrðist til þeirra. Blíðir tón- 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.