Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 15
--------------------------_ Vinsæl gerð frá Berkemann Teg. „Florenz". Hvítir, rauðir og Ijósbrúnir. Stærðir 36—40. Póstsendum samdægurs DOMUS MEDICA, Egilsgötu 3 Pósthólf 5050 — Sími 18519 ar orgelsins hljóma í kirkjunni. Enginn söng með. Þess þurfti ekki heldur. Boðskapur lagsins, sem leikið var, náði tökum á okkur, og við fundum, að við stóðum frammi fyrir honum, er eitt sinn bar kross- inn okkar vegna. Ég hef aldrei fundið, að tónlist hafi gagntekið svo sál mína, eins og þegar ég stóð þarna frammi í kór kirkjunn- ar og horfði á þennan hóp manna, sem biðu þess í hljóðri bæn, að fá að opna hjörtu sín í iðrun og játningu og láta í ljós í augsýn allra, að þeir vildu velja Krist sem Drottin lífs síns. Hver tónn og hver hljómur bar okkur boðskap- inn um kross Krists og friðþæg- ingu hans. Við fundum, að maður þjáninganna gekk á milli bekkj- anna. Á vígvellinum Ég gæti haldið áfram. En nú skulum við bregða okkur snöggv- ast yfir Ladogavatn og fara langt fram á vígvöllinn. Kvöldið er kyrrt. Skógurinn gnæfir hátt yfir höfð- um okkar. Það er tunglskin og dá- lítið svalt. Hið eina, sem rýfur þögnina, eru skotdrunur úr vél- byssunum á vígvellinum. Það fer hrollur um okkur, þegar við heyr- um þetta, því að við vitum, að ungir menn beggja þjóða liggja í nokkur hundruð metra fjarlægð hver frá öðrum, reiðubúnir að spúa eldi og dauða inn í skotgrafir óvinanna. Þetta er sannkölluð vit- firring. Mjöllin er hvít. Við hlið mér gengur ungur maður. Hann á ekki lifandi trú, en hann hefur nýlega verið á vakningarsamkomum á hermannaheimilinu. Vitnisburður félaga hans hefur hrifið hann. Nú langar hann til þess að tala við mig. Ég spyr hann, hvort hann hafi aldrei séð, að hann væri glataður syndari, sem þyrfti að gera Guði reikningsskil. „Jú, ég hef sannarlega séð það, og ég sá það nú í kvöld“. Við höldum áfram að ræða sam- an fram og aftur dáiitla stund. Síðan nemum við staðar inni í skóginum og biðjum. Ungi maður- inn þráir að verða kristinn. Vél- byssurnar drynja skammt frá. Það er stríð. Umhverfis okkur og í hjörtum okkar skynjum við návist himinsins, og við finnum, að kær- leikurinn og friðurinn er guðdóm- legur raunveruleiki. Djúp vakning Við buðum hvor öðrum góða nótt, og ég var rétt að skríða upp í beddann minn í bragganum, þeg- ar einn af trúuðu piltunum kom inn og sagði: „Það stendur einn maður enn hérna fyrir utan og langar til þess að hitta þig núna í kvöld. Hefurðu tíma til þess — og geturðu lagt það á þig?“ „Já, ég hef áreiðanlega tíma til þess, og auðvitað get ég lagt það á mig". Þegar við höfum rætt lengi sam- an í trúnaði, nemum við staðar á stígnum og tölum við Guð. Við tveir. Þetta voru einungis tveir hinna mörgu, sem gáfu sig Guði á vald þessi ár í skógunum á Kirjála- eiði. Seinna fékk ég bréf frá einum herprestinum í Finnlandi. Þar var þetta skrifað: „Það er djúp vakning meðal her- mannanna, sem berjast í fi'emstu víglínu. Ef til vill dýpri en nokkru sinni fyrr“. Þjóðin var tekin að vakna. BJARMI Út koma 12 tölublöð á ári, 1—2 tbl. í senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Amtmannsstig 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavík. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 1.000. Gjalddagi 1. apríl. Prentað í Prentsm. Leiftri hf. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.