Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 7
Ellin getur oröiö bjart œviskeið, eí gamla fólkið nýtur umhyggju og kœr- leika og fœr að blanda geði við þá, sem yngri eru. VERUM GÓÐ VIÐ GAMLA FÓLKIÐ Við gleymum gamla fólkinu svo oft. Ævibraut þeirra er á enda. Þau eru þrotin að kröftum. Þau sitja mest úti í horni og bíða eftir ferjumanninum, sem flytur þau yfir landamærin. Einu sinni gátu þ a u líka gert gagn, en nú er sá tími liðinn. Þannig tala aðrir um gamla fólkið, og hið sama segja þau sjálf. Þessar hugsanir og þessar skoðanir almennings leggjast þungt á margan öldunginn og þjaka hann. Þeir falla saman, ekki aðeins vegna þess, að kraft- arnir eru svo til engir, heldur af því að þeim finnst þeir séu fyrir öðrum. Þessi byrði gerir þá gamla fyrir aldur fram. Og unga fólkið bætir oft steini í þessa byrði. Gamla fólk- ið gleymist, já, er stundum haft að háði. Það er óhugnanlegt um að hugsa. Þetta er þjóðarsynd, sem hvílir yfir mörgum kynslóðum í landi okkar, synd, sem Guð mun aldrei láta óhegnt. Hefur hann ekki sagt: ,,Heiðra föður þinn og móður, þá mun þér vegna vel og þú verður langlífur í landinu“? Hann man það, sem hann hefur sagt. Ég vil spyrja þig, sem ert ungur og hraustur og hefur gleymt gamla fólkinu: Hver var það, sem fæddi þig í þennan heim og vafði þig örm- um með blíðu og ástúð? Hver var það, sem vakti yfir þér nótt eftir nótt og vann hörðum hönd- um, svo að þú hefðir fæði og skæði? Hver var það, sem oft varð andvaka, af því að hann eða hún voru svo þreytt, að þau gátu ekki sofnað; þau teygðu hand- leggina í rúminu, slitna og lúna, af því að á þá var reynt um of? Voru það ekki þau, sem nú sitja úti í horni, lotin, sjóndöp- ur, heyrnardauf, sló og inn- hverf? Eru það ekki faðir þinn og móðir? Og þú hirðir ekki lengur um þau? Þér er í nöp við þau? Þú hefur ekki tíma til að sitja hjá þeim stundarkorn? Þú lætur þau vera úti í horni út af íyrir sig, án samúðar og án Uærleika? Voru það ekki þau, sem höfðu svo góðan tíma til að sinna þér? Voru það ekki þau, sem slitu sér út þín vegna án þess að kvarta? Og þú þakkar þeim á þennan hátt. Aumi maður. Synd þin við gamla fólkið er mikil, og refs- ingin verður hörð. Hún kemur áreiðanlega niður á þér, þótt ekki verði fyrr en þú ert sjálf- ur orðinn gamall. Ég vil hrópa til allrar þjóðar minnar, til hvers og eins, sem hefur gamalt fólk í sinni um- sjá og á foreldra á lífi: Vertu góður við gamla fólkið! Sýndu því kærleika. Þjónaðu því. Seztu hjá því og talaðu við það. Gerðu vel við það, svo sem þú megnar, bæði í orði og verki. Það er mesta hamingja gamla fólksins. Það er eins og verm- andi sól á angurværu haustinu. Það er gull og Ijómi yfir ævi- kvöldi gamla fólksins, og það er blessun Guðs yfir þér og kom- andi kynslóðum. EKKI TIL EINSKIS Ég vil einnig beina örfáum orðum til þín, þú, öldungur, sem líkist Símeon eða Önnu, það er að segja, þú, sem situr í krókn- um þínum með gömlu, góðu bók- ina, þú, sem spennir greipar yfir helgu orði og biður Guð náðar handa þér og þeim, sem vaxa upp í kringum þig. Ég veit, um hvað þú hugsar. Þú undrast, hvers vegna þú skulir nú vera hér. Þér fyndist miklu skynsamlegra, að þú feng- ir að kveðja þennan heim. Þér finnst þú bara vera fyrir öðrum og til óþæginda. En taktu nú eftir: Þú ert ekki fyrir. Þú ert ekki til óþæginda. Við viljum ekki missa þig. Við viljum hafa þig. Við viljum hafa þig hjá okkur, af því að þú ert faðir okkar eða móðir okkar. Við viljum hafa þig vegna barna okk- ar eða barnabarna. Við vitum, að í þér eigum við mikinn fjár- sjóð, bæði fyrir okkur og fyrir þau. Þú berð okkur og börnin okk- ar á bænarörmum upp til Guðs. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.