Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 8
Þeir armar eru enn þá sterkir. Þú kallar blessun Guðs niður yfir okkur. Okkur finnst það vera eins og veggur í kringum okkur, að þú ert hér enn þá og tekur okkur í fangið og berð okkur til Guðs. Börnin okkar vita, að þú bið- ur. Við það verða þau fyrir guð- legum áhrifum, sem þau taka með sér á ferðinni um þennan heim freistinganna. Nei, öldungur, þú lifir ekki til einskis. Guð vill, að þú sért hér enn um sinn og innir af hendi þjónustu við altarið, þar sem bænirnir frá hinum heilögu stíga upp til Guðs. Hann vill, að þú sért hér og kallir blessun hans yfir komandi kynslóðir. Guð á ekki of marga slíka öldunga. Við höfum þá ekki held- ur of marga. Þegar þú ert far- Á efri árum gefst mörg nœSis- stundin. Þá er gott að lyfta hug- anum til Guðs og þakka og biðja. inn, verður stórt skarð á heimil- inu og í ríki Guðs á jörð. Kvartaðu því ekki, aldni faðir eða aldna móðir, þó að þú sért hér enn þá. Þú skalt ekki held- ur líta svo á, að þú lifir til einsk- is í ellinni. Gleðstu yfir því, að þú færð að lifa, og þakkaðu Guði fyrir altarið, sem þú hefur feng- ið að reisa í einsemdinni í her- bergi þínu. Þegar þú gengur eftir stutta stund yfir mörkin til eilífa lífs- ins, þá mun frelsarinn sýna þér, að hann heyrði bænirnar, sem þú baðst hann. Það má vera, að þú sért stundum þreyttur og þráir hvíld. En þá skaltu minnast þess, að það eru fleiri en þú, sem eiga að frelsast. Meðan þú bíður þess að fara inn í hið rétta föðurland þitt, get- ur þú fengið að hjálpa einhverj- um til að fylgja á eftir. Drottinn lætur þig þá vera hér svo lengi sem hann sér, að það er sjálfum þér og öðrum til gagns, og síðan fer hann með þig heim, þegar hentar bezt. Þá má kvöldið koma og sól síga til viðar. Þú átt frelsarann og þekkir leiðina, og þá getur þú sungið í dauðanum: Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (H. Pét.). AÐ FARA f FRIÐI En á meðal ykkar gamla fólks- ins, sem lesið þetta, eru eflaust margir, sem hafa ekki höndlað sömu hamingju og Símeon og Anna. Þið eruð komin að fótum fram, en eruð ekki frelsuð. Þið vitið, að eftir stutta stund eigið þið að mæta Guði, og samt eruð þið róleg og hirðulaus. Þið eigið langa ævi skráða í bók Guðs, fulla af synd og smán og andstöðu gegn frelsaranum. Nú eigið þið brátt að koma til reikningsskila og dóms, en þið viljið ekki enn þá gjöra iðrun. Aumi öldungur. Hugsaðu mál þitt, áður en það er orðið of seint! Viltu ekki láta laða þig frá eilífri óhamingju þinni, þeg- ar þú fær nú á ævikvöldinu að heyra, að þú getur enn orðið hólpinn? Komdu nú fram fyrir frelsar- ann með líf þitt allt. Þú ert ekki of gamall til þess að láta frels- ast. Hann er jafnfús til að frelsa þig og æskumann í blóma lífs- ins. Hann vill ekki dauða synd- ugs manns. Ef þú lætur nú frelsast, munt þú líka, eins og hin öldnu Símeon og Anna, fá að fara héðan í friði. Þá er gott að vera gamall, og þá er gott að deyja. Ludvig Hope. Síðustu orðin Fyrir nokkru fékk Þjóöverji einn krabbamein t tunguna. Hann var skorinn upp t háskólasjúkrahúsinu i Bonn. Tungan var tekin úr hon- um. Rétt fyrir aögerðina sagöi pró- fessorinn viö hann: JVw gefst þér síöasta tœkifœriö til aö tala. Viltu segja eitthvaö sérstakt?“ Sjúklingurinn sneri sér aö hinum stóra hópi prófessora og stúdenta, sem komnir voru saman til þess aö horfa á uppskuröinn, og mcelti skýrum rómi: „Lofaöur sé Jesús Kristur um alla eiltfð! Amen.“ Ástæða til að kvarta? Rithöfundurinn Tolstoj segir frá ungum manni, sem kvartaði yfir þvt, að Guö heföi gefiö öðrum rtk- dóm, en sér heföi liann ekkert gefiö. — Ertu nú eins fátœkur og þú telur þér trú um? spurði gamall maöur. — Hefur Guö ekki gefiö þér œsku og hreysti? Ekki gat pilturinn neitaö þvt. Gamli maöurinn tók t hægri liönd unga mannsins og spuröi: — Viltu selja höndina fyrir 2000 rúblur? — Nei, þaö er nú ööru nær. — En augu þín? Þú œttir nú að geta fórnaö þeim fyrir svo háa upphœö ? — Ertu frá þér? Ég mundi ekki einu sinni láta annaö augað fyrir offjár. — Þarna séröu, hvaö þú ert rtk- ur, sagöi öldungurinn. — Og samt kvartar þú. Fjórir hópar / hverjum kristnum söfnuöi eru fjórir hópar kristinna manna. Fyrsti hópurinn er eins og járn- brautarvagn, sem stendur á hliöar- spori og er til einskis gagns. Annar hópurinn er eins og vagn, sem stendur grafkyrr á teinunum og hreyfist því aöeins, aö einhver ýti á hann. Þá eru t þriöja lagi þeir, sem eru eins og eimvagn, sem fer á full- um hraJöa, en er alveg einn. Loks er fjóröi hópurinn. Þeir líkjast eimvagni, sem fer á fullum hraða og dregur marga vagna á eftir sér. Hvar ert þú? Þýtt. 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.