Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 10
Hann var ekki fjölmennur hóp- urinn, sem kom saman í litla kristi- lega samkomuhúsinu. En hann var trúfastur og hélt sig vel að því starfi, sem hann var kallaður til, að breiða út kristindóminn með sambænum og vitnisburðum. Margt af þessu fólki hafði áður lifað í glaumi og gáleysi, áður en það eignaðist lifandi trú á Drottin. Kona ein í hópnum, Gróa Jóhans- sen, þurfti oft að segja frá því, hvernig Guð fór að því að kalla hana frá léttúðugu líferni til lif- andi kristindóms. Hjarta hennar, sem áður hafði verið fullt af óró- leika og vanlíðan, var nú brenn- andi af löngun til þess að leiða Fyrirheit Guds standa stöðug aðra inn á þann veg, er hún var nú farin að ganga. Hún þekkti svo vel syndalífið og gat með djörfung talað um það við þá, sem enn höfðu ekki fundið hjá sér köllun til þess að ganga á veg- um Ijóssins. Bænir hennar og vitnisburðir urðu mörgum til bless- unar og hjálpar í baráttunni við syndina. „Njóttu lífsins!" Á meðan hún lifði úti í heimin- um, hafði hún eignazt son, sem hún bar á bænarörmum. Hún elsk- aði drenginn sinn og átti enga heitari ósk til en þá, að honum mætti lærast að ganga á Guðs veg- um. Hún þráði heitt, að hann þyrfti ekki að verða fyrir sömu reynslu og hún sjálf hafði orðið fyrir, að eyða mörgum beztu ár- um ævinnar á vegum spillingar og tilgangsleysis. Hún varaði hann við höfðingja myrkursins, sem hafði úti allar klær til þess að ná til hinna ungu og reyndar hinna eldri líka, ef þeir væru ekki á verði. Terje, sonurinn hennar, lét sér áminningar móðurinnar í léttu rúmi liggja, en hlustaði fremur eftir því, sem félagarnir sögðu. „Þú getur ekki látið kerlinguna eyðileggja líf þitt. Reyndu heldur að njóta lífsins, á meðan þú ert ungur." Og hann lét sér snemma það að kenningu verða. Hann vildi sýna þeim, að hann væri enginn inömmudrengur. Þeir skyldu bara sjá, hvort hann hefði ekki kjark til þess að lifa eins og þeir. Þeir skyldu sjá, að hann væri enginn heigull, og sannarlega sýndi hann þeim það í verki. Hann var ekki fermdur, þegar félagarnir urðu að bera hann heim til móðurinnar, dauðadrukkinn, en það var aðeins byrjunin. Staupin urðu fleiri og fleiri. Það leið varla sá dagur, að hann kæmi ekki drukkinn heim, móðurinni til sárrar sorgar. Fyrst reyndi hún að tala um fyrir hon- um með góðu, en svo fór hún að ásaka hann fyrir vesaldóminn, en það þoldi hann ekki. Það kom ósjaldan fyrir, að hann sló til hennar og veitti henni stundum mörg, þung högg. Hann hafði ekki náð tuttugu ára aldri, er hann var orðinn einn af umtöluðustu áflogaseggjunum í þorpinu. Hann varð til vandræða, hvar sem hann fór. Oft kom hann heim til sín, blár og blóðugur eftir slagsmálin, og lét móður sína þá kenna á skapvonzku sinni. Þegar hún gat að lokum komið honum í rúmið eftir hræðileg átök og um- tölur, var hún sjálf lémagna af sorg og ofreynslu, og þurfti þá oft að byrja á því að þvo af sér blóð og tár. Þó var það hjartasárið, sem mest sveið. Það gat enginn grætt nema Guð einn, en hann var líka sá, er hafði bæði máttinn og kærleikann. Það var bara svo erf- itt að bíða eftir hjálpinni. Hún hafði svo oft beðið hann grátandi um hjálp, og enn hafði hún ekki verið bænheyrð. Samt treysti hún Guði, en henni fannst svo erfitt að bíða og sjá drenginn sinn falla alltaf dýpra og dýpra. Sárast sveið hjartanu, þegar hann var settur í fangelsi fyrir ofbeldi. Þá fannst henni bikar sinn barmafullur af ólyfjan. Þá var þó betra að hafa hann heima, fannst henni. Hún vissi þá, hvað honum leið. Hann, sem hafði sem barn veitt birtu inn í líf hennar, var nú orðinn hennar stóra sorg. Eitt sinn, er hann sat inni, hafði hún fengið átakanlegt bréf frá honum, þar sem hann hafði beðið hana að reyna að fá sig lausan. Nú væri hann alveg ákveðinn í þvi að hætta allri óreglu, hún mætti fulltreysta þvi. Henni tókst með miklum fortöl- um að fá hann leystan úr fang- elsinu. 1 nokkra daga stóð hann við orð sín, en svo kom laugar- dagskvöldið. Þá kom eirðarleysið yfir hann. Þegar komið var að þeim tíma, er hann var vanur að hitta félagana, tók hann til að æða um gólfið eins og vitstola maður. Móðir hans vonaði í lengstu lög, að hann myndi komast yfir löng- unina, en þegar hún fór að hafa orð á því við hann, að hann yrði að leita hjálpar hjá Guði, um- hverfðist hann og formælti henni hræðilega, um leið og hann stökk út úr dyrunum. Vonin kviknar. Hún sá hann ekki í marga daga. Móðurhjartað ætlaði að bresta. Var virkilega engin von um Terje? Hvers vegna stöðvaði Guð hann ekki eins og marga aðra, sem svip- að var ástatt um? Var þá alveg þýðingarlaust að biðja fyrir hon- um? Átti hún að hætta því? Nei, hún gat það ekki, ekki á meðan hún drægi andann. Þessu kvöldi gleymdi móðirin aldrei. Sálarkvöl hennar var ólýs- anleg. Hún glímdi við Guð eins og Jakob. Hún kraup við stól í litla eldhúsinu sínu og grét og grét, bað og grét. Öll verund henn- ar, sál og líkami vitnaði um henn- ar miklu neyð, þrúgandi kvöl. Hún hrópaði í himininn: „Heilagi fað- ir. Þú sérð, hve þörfin er mikil. Þú verður að bjarga drengnum mínum. Þú veizt, að ég get ekki meira. Þú hefur bæði máttinn og kærleikann. Ég afber þett.a ekki lengur. Heyrðu bæn mína. Láttu ekki soninn minn glatast. Þú vilt, 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.