Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 12
STARF f sumarrCðum ÖLVER: Um 230 börn sóttu sumar■ búðirnar í Ölver i Melasveit á liðnu sumri. Þar af voru 200 stúlkur. Haldin var samkoma og siðan kaffi- sala i Ölver 20. ágúst, þrem dög- um eftir að síðustu börnin fóru heim. Ágóðinn rennur að sjálfsögðu til starfsins á staðnum. — Kristrún Ólafsdóttir, sem ott er kennd við ,,Frón“ á Akranesi, hefur verið for- göngumaður og driftjöðrin í sumar- búðastarfinu i Ölver trá upphati. Sumarbúðir hótust þarna fyrir 25 árum. Áður var þar greiðasala og sumargisting, en árið 1953 var staðnum breytt í sumarbúðir. — Þarna er rými fyrir 40 börn í einu. Ölver stendur undir Ölversfjalli, sem er sunnanvert við Hafnarfjall og áfast þvi. Staðurinn mun vera rúmlega 100 km frá Reykjavik. VINDÁSHLIÐ: Þar voru tíu dvalar- flokkar i sumar eins og oftast áður, hinn síðasti ,,konuflokkur“. ,,Fjöl- skyldudagar" voru nýmæli í starf- inu í Vindáshlið. Þeir stóðu yfir 26.—30. júlí. Var þetta eins konar mót. Sóttu það hjón með börn sín, og var dagskráin miðuð við, að bæði ungir og gamlir nytu samver- unnar sem bezt. Séra Karl Sigur- björnsson flutti efni um bænina, og Þórir S. Guðbergsson hafði fram- sögu um stöðu heimilisins í þjóð- félaginu. Fólk ræddi saman í hóp- um. Á kvöldvökunum voru börnin þátttakendur jafnt sem hinir full- orðnu. — Gerður var góður rómur að þessari ráðstefnu, og lét fólk í Ijós áhuga á, að áframhald gæti orðið siöar. HÓLAVATN: 1 sumarbúðum KFUM og KFUK á Akureyri, að Hólavatni, voru átta dvalarflokkar í sumar, ýmist fyrir stúlkur eða drengi. Börn- FRÁ STARFINU in voru flest frá Akureyri, en komu einnig annars staðar að. Hólsvetn- ingar luku starfinu á sumrinu með kaffisölu i skála sínum 10. sept- ember. VATNASKÓGUR: Aðsókn var ágæt i sumarbúðum Skógarmanna KFUM í Vatnaskógi. Unglingamót var hald- ið þar að venju um fyrstu helgina í ágúst. Hilmar Baldursson, guö- træðinemi, stjórnaði því. Einkunnar- orð mótsins voru: ,,Vegurinn, sann- leikurinn, lífið". Mótið var fjölsótt. Sumarið var mikið afmælissumar i Vatnaskógi. Hinn 3. ágúst voru liðin 55 ár, siðan fyrst var komið þangað til dvalar (1923). Liðin voru 35 ár, síðan gamli skálinn var tekinn formlega i notkun, og i tiu ár hefur matskálinn ,,nýi“ verið notaður. — Loks minntust Skógar- menn þess, að i 35 sumur hetur Kristin Guðmundsdóttir gegnt ráðs- konustöðu i Vatnaskógi. KALDÁRSEL: Sumardvatarstaður KFUM í Hafnarfirði er í Kaldárseli, um 7 km frá bænum. Þar voru í sumar fjórir dvalarflokkar fyrir drengi, hálfan mánuð hver flokkur, svo og tveir jafnlangir flokkar fyrir stúlkur. Sumarstart KFUK í Hafn- arfirði minntist þess, að á þessu ári eru liðnir þrir áratugir, siðan samtök þeirra voru stofnuð. Stúlk- urnar fá atnot af skálanum i Kald- árseli í mánuð á sumri hverju. — Starfinu lauk i sumar með almennri samkomu og kaffisölu í Kaldárseli sunnudaginn 3. september. KRISTNl UOIISUAGUR KSS OG KSF Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúdentafélag gengust fyrir „Kristni- boðsdegi KSS og KSF“ laugardag- inn 26. ágúst í húsi KFUM við Holtaveg í Reykjavík. Má segja, að þetta hafi verið nýjung i kynningu á kristniboði hér á landi. Húsið var opnað kl. 1 eftir hádegi með sýn- ingu á munum frá kristniboðslönd- um og sölu á bókum, innlendum og erlendum, sem snertu kristni- boð. Síðan voru flutt erindi og frásögu- þættir, veittar upplýsingar um kristniboðslönd, sýndar kvikmyndir og sjónarspil, og kristniboðsflokk- urinn Árgeisli var kynntur. Enn fremur lét ,,Nýja sönggrúppan" til sín heyra. Deginum lauk svo með kvöldvöku í umsjá Helga Hró- bjartssonar. Gjafir til kristniboðs- ins á þessari kynningu námu um 110 þúsund krónum. A biblíunámskeiðum vitna ungir og aldnir hver fyrir öðrum og rœða um það, sem heyrir Guðs ríki til. TVÖ MMSKEIR Enn var haldið bibliu- og kristni- boðsnámskeið í Vatnaskógi i haust, eins og venja hefur verið mörg und- anfarin ár. Að þessu sinni bar það upp á dagana 27. ágúst til 2. sept- ember. Þátttakendur voru um 60 talsins. Kennsluhættir voru svipaðir og ver- ið hetur. Flutt voru nokkur erindi undir heitinu: ,,Trú og starf". Kristniboðið skipaði háan sess á dagskránni nú sem fyrr, bæði í kennslustundum og á kvöldvökum. Efni úr Gamla testamentinu var um ættföðurinn Jakob, en úr Nýja testamentinu var skýrður hluti Gal- atabréfsins. Hver dagur byrjaði með morgun- bænum. Kennslustundir voru ýmist þrjár eða fjórar á dag, svo að góð- ur timi var til samskipta og úti- vistar. Á kvöldin kl. 8 var bæna- stund í kapellunni, en siðan lauk deginum með kvöldvöku. Efni þeirra var allt tengt kristilegu starfi, frá- sagnir og fræðsla, og þeim lauk jafnan með hugvekju. Á næstsíðustu kvöldvökunni var svarað skriflegum spurningum frá þátttakendum, en síðasta kvöldið var vitnisburðarsamkoma. Stóðu þá margir upp til þess að lofa Drottin. Eitt góðviöriskvöldið safnaðist fólk kringum bál á strönd Eyrarvatns að lokinni kvöldvöku og söng og baðst fyrir. Kennslu á námskeiðinu önnuðust Guðni Gunnarsson, Gísli Arnkels- 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.