Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 15
------------------------•>. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. GRENSÁSÚTIBÚ Háaleitisbiaut 58, sími 38754 Annast alla venjulega bankastarfsemi v_________________________________/ og fékk sér sæti við eldhúsborðið, studdi olnbogunum á það og fól andlitið í höndum sér. Nú var gott að geta úthellt hjarta sínu fyrir Drottni. Hún bað: ,,Drottinn, gefðu mér vizku, svo að ég traðki ekki niður gróðurinn í beðinu, sem þú hefur falið mér að rækta. Þakka þér fyrir það, sem er að gerast. Terje er í syndaneyð. Taktu við honum og gerðu það, sem gera þarf fyrir hann. Ég hef afhent pér hann.“ „Ég gefst upp!“ Einn dagur hefur liðið. Það er komið laugardagskvöld. Þau hafa alltaf verið verst fyrir Terje. Þá sækja freistingamar á með heljar- afli myrkraheimanna. Gróa vonar og biður um sigur. Enn sér hún þess ekki merki, að hann ætli sér út. Hún ber kvöldmatinn á borð. Hún reynir að hafa allt sem há- tíðlegast. Dúkurinn er drifhvítur og maturinn lystilegur. Þegar hún ætlar að fara að skera niður brauð- ið, býður Terje henni að gera það fyrir hana. Hún þiggur það bros- andi, en segir ekkert. Þá er honum öllum lokið. Hann hnígur grátandi niður á stól við hlið móður sinnar. Hann getur naumlega stunið upp: „Mamma, mamma, hjálpaðu mér til þess að eignast frið við Guð. Hann er aö kalla á mig. Ég gefst upp.“ Með augun ljómandi og full af gleðitárum reynir hún að tala við drenginn sinn um Jesúm. Betri sálusorgara en móður sina gat Terje ekki fengið. Eftir langar samræður krjúpa þau, móðir og sonur, hlið við hlið við eldhúsbekk- inn og þakka Drottni fyrir, að hann hefur heyrt bænirnar og er fús að fyrirgefa allt, sem á undan er gengið. Þetta er eins og að vera í forgarði himnaríkis. Enginn nema sá, er reynir, getur rennt grun í gleðina, sem felst í þessu að iðrast synda sinna og fá fyrirgefningu. Það likist á engan hátt gleði heims- ins. Maðurinn finnur, að hann er frjáls. Hann var áður þræll. Gleð- in í Guði er engu öðru lik. Augun, sem voru blind, eru orðin sjáandi. Hjartað, sem var fullt af kvöl og kvíða, er heilbrigt og hamingju- samt. Aðalatriðið er að gefast upp fyrir Guði, þá tekur hann við og öll hans náðarverk eru unnin í kærleika. Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Tveir vegir. Þetta er sönn saga, en þó gæti hún verið vitnisburður margra, sem hafa átt við svipaðar freist- ingar að stríða og Terje. Það er ekki hægt að ljúka þessari frásögn án þess að geta þess, að Terje vitn- ar um það, að hann sé frelsaður eins og út úr eldi. Hann notar hvert tækifæri til þess að segja frá þessum þætti ævi sinnar, þegar hann lifði lastafullu lífi og hvern- ig móðir hans sleppti aldrei að biðja fyrir honum með andvörp- um nótt og dag. Honum er það ljóst, að hættan liggur í leyni. Það er setið um hann. Óvinurinn gengur um eins og grenjandi ljón og leitar inngöngu þar, sem garð- urinn er lægstur, en Jesús hefur lofað að vera með sínum alla daga, og hann bregzt aldrei þeim, er hon- um treysta. Terje gengur með djörfung um á meðal þeirra, sem enn lifa í syndinni og eru fjötraðir þrælar hennar. Hann vonar og biður, að honum mætti takast að leiða þá inn á veg lífsins. Hann þekkir veg myrkursins og veit, hvað hann er hættulegur; hann endar í vegleysu. Hann hefur líka fengið að feta eftir vegi lífsins og Ijóssins í nokk- ur ár, og hann veit, hvar sá veg- ur endar. í eilífri dýrð. Filippia Kristjánsdóttir þýddi úr „Ungdom og Tiden“. r------------------------------ NOREGUR: Hlustendafélag I Noregi er kristilegt félag út- varpshlustenda. í því eru hvorki meira né minna en 44 þúsund fé- lagsmenn. Það nýtur stuðnings 24 kristilegra samtaka og safnaða. Tekjur þess, bœði gjafir og félags- gjöid, námu 970 þúsund norskum krónum á árinu, sem leið. Var nœrri helmingi þess fjár varið til að styrkja kristilega útvarpsstarf- semi og námskeið í fjölmiðlun. Stjórn félagsins hefur sent nokk- ur opin bréf til rikisútvarpsins í Noregi. A hennar vegum er hlust- að á allt efni, sem útvarpað er, og gerir hún athugasemdir, er henni þykir við þurfa. Einnig kannar hún skoðanir útvarpshlust- enda. ____________________________ ORÐ GUÐS í SÍMA Hringið í síma 96-21840. Þá svarar Orð dagsins á Akureyri, og þér heyrið örstutta, kristilega hugvekju. Svarað allan sólarhringinn. BJARMI Út koma 12 tölublöð á ári, 1—2 tbl. í senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavík. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 1.000. Gjalddagi 1. apríl. Prentað í Prentsm. Leiftri hf. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.