Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 16
Kristnir menn hljóta að láta sér umhugað um menntun presta og kennara, svo að kristileg frœðsla megi bera sem beztan árangur. BANDARÍKIN: Ts-á á sköpun „Samtök um rannsóknir á sköp- unarverkinu" mœtti kalla félags- skap, sem til er í Bandarikjunum og greint hefur verið frá áður hér í blaðinu. 1 þessum samtökum eru um 600 náttúruvísindamenn. Marg- ir þeirra hafa á seinni árum snúið baki við trúnni á þróunarkenning- una og telja, að upphaf lífsins verði bezt skýrt á þann hátt, að um guðdómlega sköpun sé að rœöa. Starf samtakanna hefur borið árangur. Má nefna, að í mörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa yfir- völd samþykkt, að skólanemend- ur skuli ekki aðeins frœddir um þróunarkenninguna, heldur líka um kenninguna um sköpun og um þá vísindalegu þœtti, sem styðja þá kenningu. KENÝA: Beftri kesunslu um Guð Fyrr á þessu ári sagði frá því í fréttum, að stjórnin í Kenýu hefði látið semja sérstaka frœðsluáœtl- un fyrir kennara. Markmiðið er að bœta kristinfrœðikennsluna I skól- unum. Námskeið átti að halda um allt land á þessu ári. ■ ' m <mJ i.c NOREGUR: MF 70 ára MF er skammstöfun á orðinu Menighetsfakultetet, þ.e. Safnað- arprestaskólinn. Hér er um að rœða sjálfstœðan skóla. sem trú- að fólk í Noregi hratt af stokk- unum. Afneitunarguðfrœði var orð- in alláberandi í landinu, og tók steininn úr, þegar tiltekinn full- trúi þeirrar stefnu var ráðinn við guðfrœðideild háskólans í Osló. Fólk, sem vildi halda fast við hjálprœðiskenningu kristinnar trú- ar, tók þá saman höndum og stofn- aði skóla 16. október 1907, en fyrsta kennslumisseri skólans hófst tœpu ári síðar, eða 3. sept- ember 1908, fyrir 70 árum. Nem- endur voru þá átta, en kennarar þrír. Tóku nemendur próf í há- skólanum fyrstu árin, en Safn- aðarprestaskólinn fékk rétt til að halda próf árið 1913. Kennarar skólans eru nú 40 tals- ins. Skólinn hefur brautskráð 2177 guðfrœðinga, og 1325 nemendur hafa sótt sérstaka kristinfrœði- deild, sem stofnuð var 1967. Safnaðarprestaskólinn hefur haft gífurleg áhrif í kristnilífi Noregs. Mun fleiri nemendur sœkja hann en guðfrœðideild háskólans. Meðal áhrifamikila kennara slcólans má nefna Ole Hallesby, prófessor. — Fjölmargir starfsmenn kristilegu félaganna í Noregi eru guðfrœð- ingar úr þessum skóla. — Nokkrir Islendingar hafa verið í hópi nem- endanna. KANADA: Trúin og skólamir Hin sterka staða ríkisskólanna er ógnun gagnvart mikilvœgum borgararéttindum. Þetta segir ráð- herrann Geoffrey Shaw, Nýfundna- landi í Kanda. Hann staðhœíir, að trúin á hlut- Ieysi í trúarefnum sé ímyndun ein. Ef ekki má nefna nafn Guðs í kennslubókunum, hlýtur það að vekja þá hugmynd, að trúin á Guð skipti engu máli og sé gamal- dags, en slík afstaða sé trúarleg. Guðleysingjar og efahyggjumenn ýti líka undir trúarieg viðhorf. Trú guðleysingjans er „sú trú, að ena- inn Guð sé til", og trú efahyggju- mannsins „sú trú, að efast beri um tilveru Guðs", segir Shaw. Evangeliskir kristnir menn í Kanada hafa sívaxandi áhyggjur af þróun skólamáia í Iandinu, og œ fleiri kristilegir smábarnaskólar eru stofnaðir, segir norska blaðið Otsýn og styðst við EP News Service. BANDARÍKIN: Óháðir skólar 1 Bandaríkjunum eru nœstum 18 þúsund óháðir skólar, og eru nem- endur 4,8 milljónir talsins. Þetta jafngildir því, aö 9,8 af hundraði allra nemenda á grunnskólastigi sœkja skóla, sem eru sjálfstœðir gagnvart ríkinu. Langflestir þess- ara skóla eru reknir á kristilegum grundvelli. 16 BJARMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.