Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 1
 i --mffH jg |ÍP j'V h J 2 k JÍ % i®él§181 ■ J * : '• UfT FJÖLMENNAR SAMKOMUR. Myndin er tekin á einni af Billy Graham-samkomunum í Neskirkju í haust. Utbúnaði var komið fyrir innst i kirkj- unni, og birtist mynd af predikaranum á stórum skjá. Billy Graham talaöi einfalt og af myndugleika, og voru samkomurnar mjög vel sóttar. Frá þeim er sagt á bls. 7. Grein um samkomur Billy Grahams í Noregi og Svíþjóð er á bls. 13 og rœða eftir hann á bls. 1. Ef þú flettir upp í öðrum kapí- tula 1. Mósebókar, sérðu, að Guð setti manninn, er hann skapaði hann, í aldingarðinn Eden. Adam og Eva iifðu í fullkomnu umhverfi, þangað til eitthvað kom fyrir, og allt frá þeirri stundu hefur mann- kynið átt í erfiðleikum. I níunda versi þriðja kapítulans lesum við: „En Drottinn Guð kall- aði á manninn og sagði við hann: Hvar ertu?“ Það er spurning, sem ég vildi gjarna leggja fyrir þig einmitt núna: Hvar ertu? Hvar ertu andlega? Hvar ertu siðferði- lega? „Ég flúði hann“ Adam og Eva höfðu verið sak- laus, er okkur sagt. En á því andar- taki, er þau gerðu uppreisn gegn Guði og syndguðu, sáu þau, að þau voru nakin, og blygðuðust sín. Þau festu saman fíkjuviðarblöð til þess að hylja með nekt sína, og þá heyrðu þau rödd Guðs kalla: „Adam, hvar ertu?“ Guð var ekki að biðja um upplýsingar. Hann vildi, að Adam gerði sér grein fyrir, hvar hann væri. Nýlega framleiddum við kvik- mynd, sem kölluð var Time to run (Tími til að flýja). I upphafi mynd- arinnar er stúlkan, sem fer með aðalhlutverkið, að lesa úr hinu fræga kvæði Francis Thompsons, The Hound of Heaven (Veiðihund- ur himinsins): HVAR ERTU? Ejtir Billy Graham I fled him, down the nights and down the days. I fled him, down the arches of the year. I fled him, down the lábyrinthine ways . . . (Ég flúði hann um nætur og daga. Ég flúði hann eftir boga- göngum áranna. Ég flúði hann eftir ógreiðfærum leiðum). Kvæðið er lýsing á leit Guðs að manninum. Ef þú lest Biblíuna áfram frá 1. Mós. 3, muntu sjá, að Guð heldur áfram að leita mannsins, og leit hans heldur áifram allt til þessarar stundar. Guð elskar þig. Guð leitar þín. Og mig langar til að spyrja: Hvar ertu? Spurning Guðs getur verið mjög nærgöngul. Jesús spurði einu sinni þá, sem voru umhverfis hann: „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrir- gjöra sálu sinni?“ (Mark. 8,36). Setjum svo, að þig langaði til þess að eiga alla olíuna í Mið-Austur- löndum, allt gullið í Fort Knox, alla gimsteinana í Suður-Afríku og öll mörkin í Þýzkalandi. Vildir þú selja sál þína fyrir það? Mundir þú segja: „Drottinn, hér er sál min, hér er eilífðin, hér er himinninn. Ég vildi gjarna skipta á því fyrir alla þessa peninga og olíu og þessa gimsteina í nokkur ár á þessari Framh. á bls. 10. 1

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.