Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 4
A kristilegri alþjóðaráðstefnu heilbrigðisstétta Neistinn varð að logandi báli Ráðstefna Kristilegra alþjóða- samtaka heilbrigðisstétta (Inter- national Hospital Christian Fel- lowship, IHCF) var haldin dag- ana 4.—14. ágúst síðastliðinn í bænum Aberystwyth í Wales á Bretlandi. Ráðstefnuna sóttu um það bil 1000 manns frá 100 lönd- um, þar af tveir fulltrúar frá ís- landi, Margrét Hróbjartsdóttir og undirrituð. Fyrsti neistinn að stofnun þess- ara samtaka kviknaði árið 1936, þegar tveir bræður frá Suður-Afr- íku, Carl og Francis Grim, heim- sóttu sjúkan föður sinn á spítala. Þá kynntust þeir svolítið starfinu innan sjúkrahússveggjanna og sáu, hve brýn þörf var á kristnu starfsfólki þar. Þessi neisti glæddist smám sam- an og varð að stóru, logandi báli: Kristilegum alþjóðasamtökum heilbrigðisstétta. Annar bróðirinn, Francis Grim, hefur helgað líf sitt þessu starfi. Hann ferðast um heiminn, predikar meðal sjúkra- hússstarfsfólks í hinum ýmsu lönd- um, hjálpar því og hvetur það til þess að koma á fót hliðstæðum samtökum í heimalandi þess. Nú hefur þessi félagsskapur breiðzt út til rúmlega 100 landa víðs vegar um heim, og eru aðal- stöðvamar í Hollandi. Starfið er margþætt: Fundir, bænastundir, biblíulestrar, ráð- stefnur, bókasala og blaðaútgáfa, svo eitthvað sé nefnt. Aðalblaðið, ,,Heart“, hefur að geyma ýmsar góðar greinar um málefni, sem varða heilbrigðisstéttir sérstak- lega, fréttir af starfi IHCF víða um heim o. fl. Francis Grim heimsótti ísland á síðastliðnu ári með stofnun fé- lags í huga. Sá draumur hans rætt- ist. Kristilegt félag heilbrigðis- stétta, KFH, var formlega stofnað í Reykjavík 16. janúar 1978. — Kristilegt félag hjúkrunarkvenna starfaði hér um árabil af mikilli fórnfýsi og þrautseigju og ruddi brautina fyrir KFH. Meðlimir KF H eru nú 50 talsins. Starf KFH er enn á byrjunar- stigi, en reynt er að færa út kví- arnar með Guðs hjálp. Mikil áherzla er lögð á bænina, af því að hún er grundvöllurinn að þessu starfi eins og öllu, sem unnið er í Guðs ríki. Bænastundir eru viku- lega. Þar er m. a. beðið fyrir sjúkl- ingum, sem hafa óskað eftir fyr- irbæn. Fundir eru mánaðarlega. Hafin er sala kristilegra bóka og bæklinga á einu sjúkrahúsi í Reykjavík og stefnt að slíkri sölu á fleiri sjúkrahúsum. Guð hefur falið okkur mikið starf á hendur, en við vonum á hann og leiðsögn hans. Alþjóðaráðstefna IHCF er hald- in þriðja hvert ár í ýmsum lönd- um. Ég ætla nú að segja svolítið frá þessari ánægjulegu ferð okkar Margrétar til Wales. Við lentum mjúklega á Heathrowflugvelli fyr- ir utan London að kveldi þriðja ágúst síðastliðinn eftir um það bil tveggja og hálfrar klukku- stundar flug frá íslandi. Lund- únaborg heilsaði okkur með sinni frægu Lundúnaþoku. Er við vor- um komnar á enska grund með allt okkar hafurtask, skimuðum við í kringum okkur eftir móttöku- manni, en hann átti að vera á staðnum með flagg samtakanna. Fyrst í stað virtist enginn taka eftir okkur í iðandi mannþröng flugstöðvarinnar. Nú fór að káma gamanið. Hvað áttum við til bragðs að taka? Okkur hugkvæmdist að taka ís- lenzka borðfánann, sem við höfð- um meðferðis, upp úr pússi okkar og veifa honum. Við vissum, að Guð myndi ekki bregðast okkur þama. Og viti menn, eftir ör- skamma stund komu tvær mann- eskjur, brosandi út að eyrum, á móti okkur. Þetta var þá mót- tökunefndin, annar var röntgen- læknir frá ísrael, búsettur í Eng- landi, Tom Lorry að nafni. Hann hafði þann starfa að taka á móti hluta gestanna og koma þeim fyr- ir um nóttina, en gat sjálfur ekki setið ráðstefnuna. í fylgd með honum var dökk stúlka frá Afríku. Eins og að likum lætur urðu þarna miklir fagnaðarfundir, og eftir stundarkorn vorum við setzt- ar upp í nokkurs konar flutninga- bíl með Tom Lorry við stýrið. Var þá ekki allt til reiðu og hægt að leggja af stað? Nei, eitt var eftir. Það var að þakka Guði varð- veizlu hans, lofa hann og leggja ferðina til London í hendur hans. Þetta gerði Tom Lorry hátt og skýrt svo að allir, sem voru þarna í kring, gátu heyrt. Hann fyrir- varð sig ekki fyrir fagnaðarerind- ið. Frá þessum flutningabíl á leið- inni til London hljómaði lofsöng- — Miklir möguleikar Ahugafólk um kristilegt starf meSal heilbrigSisstétta hefur bent á. hvílíkur fjöldi manna kemur til skemmri eSa lengri dvalar á sjúkrahúsum og hversu brýnt sé, aS trúaS starfsfólk sjái tœkifœr- in, sem því gefast til aS bera vitni um fesúm Krist. Má auk þess gera ráS fyrir, aS sumir þeirra, sem leggjast á sjúkrahús, komi sjald- an eSa aldrei í kirkju. 1 erlendu blaSi mátti lesa smáfrétt, sem staðfestir, hvílíka möguleika kristnir menn hafa á sjúkrahús- um til aS benda ö frelsarann og hver áhrif þaS getur haft. Þar voru gefnar þœr upplýsingar, aB einn þriSji hluti allra Indverja, sem verSi kristnir, snúizt til trúar vegna starfs kristilegra sjúkrahúsa. Atján af hverjum 100 sjúkrahúsum í Ind- landi eru starfrœkt af kristilegum samtökum. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.