Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 5
urinn til Guðs, um leið og enskt landslag þaut fram hjá sjónum okkar. Það var stórkostlegt. St. George Hospital Hostel, heimavist læknanema í útjaðri London, var náttstaður okkar þessa nótt. Þar voru þegar komnir nokkrir ráð- stefnugestir, allt dökkt fólk. Mér fannst dálítið undarleg, en ánægjuleg tilfinning að vera allt í einu meðal negra. Þeim hafði ég lítið kynnzt nema af myndum og frásögum. Eftir örlítil samskipti við þá komst ég að raun um, að þeir eru prýðis fólk, bæði kurteis- ir og skemmtilegir. Morguninn eftir var farið með sérleyfisbíl til Aberystwyth. Þang- að er um það bil átta klukku- stunda akstur frá London. Áður en lagt var af stað, var ferðin falin Guði; það gleymdist aldrei. Á leiðinni nutum við náttúrufeg- urðarinnar í ríkum mæli, ekki hvað sízt í Wales, þar sem lauf- skógar og heiðalönd setja svip sinn á landslagið. Stundum ókum við í gegnum trjágöng. Strukust þá lauf trjánna við hliðar bílsins. Það fannst mér ævintýri líkast. Við höfðum mjög góðan bílstjóra, léttan og fjörugan Walesbúa. Þeg- ar farið var yfir landamæri Eng- lands og Wales, söng hann fyrir okkur tilheyrandi welskan söng. Loksins Aberystwyth, mjög skemmtilegur og vinalegur bær með um það bil 23 þúsund íbúa. Bara nokkrir metrar eftir til áfangastaðarins, University Col- lege of Wales (welskur háskóli). Allir orðnir þreyttir eftir ferða- lagið og sennilega bíllinn mest, því að hann neitaði að fara lengra, en stanzaði í miðri brekku og urð- um við að ganga síðasta spölinn með spenntar regnhlífar. Þama var nefnilega dembandi rigning, en það voru nú bara blessunar- daggir. Móttökurnar voru mjög hlýjar og vingjarnlegar. Allir fengu möppu, sem í var ýmislegt, er nota átti á ráðstefnunni. Fljótlega var okkur vísað til herbergis. Tösk- urnar okkar voru merktar með númerum og bornar upp. Það, sem kom okkur mest á óvart í her- berginu okkar, voru gullfalleg kort handa hvorri fyrir sig. í þeim stóð: „Velkominn til IHCF ráð- stefnunnar", og fyrir neðan ritn- ingarstaður: Hebr. 13,20,21. Svo var það rúsínan í pylsuendanum: Þrír konfektmolar handa hvorri. Þegar búið var að koma sér fyrir, borða góðan mat og átta sig aðeins á hlutunum, var farið á fjölmenna bænastund, sem var fyrsti dagskrárliður ráðstefnunn- ar. Samkoman, þegar ráðstefnan var sett morguninn eftir, var mjög hátíðleg. Meðal annars bauð borg- arstjórinn ráðstefnugesti vel- komna. Undurfagrir tónar hörp- unnar, sem er tákn Wales, settu svip á hátíðina. Margir voru í þjóð- búningi við þetta tækifæri, og hlaut sá íslenzki mikla aðdáun. Þarna kynnti fulltrúi frá hverju landi sinn fána, afhenti ráðstefn- unni hann og sagði um leið nokk- ur orð á sínu tungumáli. Margrét var fulltrúi íslands þar. Yfirskrift ráðstefnunnar var: „Follow in his steps“. (í fótspor hans). Dagskráin var nokkuð áskipuð. Hún hófst um kl. átta að morgni með ekta enskum morg- unverði, eggi og „baconi“. Á fyrstu stund dagsins var stutt hugvekja, sem lauk með almennri bænastund, þar sem þrír til fjórir báðu sam- an, hver á sínu tungumáli. Stór- kostlegt var að vera á þeim stund- um og heyra bænakliðinn, sem fyllti salinn, og finna það, að allir voru eitt í Guði, þó að þeir væru frá mismunandi kirkjudeildum. Á eftir var kaffihlé og síðan morgunandakt. Þar voru oft tekin fyrir efni, sem varða heilbrigðis- stéttir sérstaklega, svo sem: „Hvernig eigum við að koma til móts við sjúklinginn?“ „Hjúkrun deyjandi sjúklings" o. fl. Síðdegis var dagskráin fjöl- breyttari. Þá voru námskeið, frjáls tími o. s. frv. Kynningarkvöld fyrir hverja heimsálfu hófust kl. 20. ísland tilheyrði auðvitað Evr- ópu, og kom það í minn hlut að kynna starf KFH á íslandi. Sunnudagurinn var haldinn há- tíðlegur meðal annars með guðs- þjónustu og heilagri kvöldmáltíð. Svo rann mánudagurinn upp. Ráð- stefnunni var lokið og hópurinn farinn að tvístrast. Kveðjustundin var blandin trega. Erfitt var að skilja við alla þessa góðu vini og þennan undur- fagra stað, þar sem að minnsta kosti ég lifði einhverjar stærstu stundir lífs míns. Við Margrét lof- um Guð fyrir þennan náðartíma, sem hann gaf okkur í Aberyst- wyth. Sigriðjir Magnúsdðttír. czCífliíi er beilacýt Trúuö hjúkrunarkona í stóru borgarsjúkrahúsi í Minneapolis varö þess valdandi, aö frjdlsar fóstureyöingar voru stöövaöar ó vinnustað hennar. Þykir hún hafa sýnt mikla djörfung, er hún hélt fast viö sannfœringu sína. Julie Turnquist starfar viö Dea- coness Hospital. Hún ritaöi yfir- manni sinum bréf og kvaðst mundu neyta að hjólpa til við fóstureyð- ingar. Tólf aörir í hópi hjúkrunar- fólksins undirrituöu bréfiö ósamt henni. Lœknir einn kallaði Julie fyrir og gaf í skyn, að henni mundi verða sagt upp. Hún svaraöi: „Ég fordœmi þig ekki, heldur viröi þig og sjónarmiö þitt. En ég á djúpa sannfœringu í þessu máli, og hún er reist á Biblíunni. Ritningin seg- ir, að Guö hafi lagt áœtlun um líf okkar, jafnvel áður en við mynduðumst í móöurkviði. Og sá dagur rennur upp, að viö eigum öll aö lúta Jesú Kristi og viður- kenna, að Jesús sé Drottinn. Ég segi þér eins og er, aö ég er óró- leg þín vegna." Lœknirinn forðaðist augnaráð hennar og tautaði: „Ég veit þaö." Frá þessu er greint í kristniboðs- blaöinu Útsýn. í sama blaöi gat aö lesa aöra grein um líkt efni, og er heimilda getiö aö báðum greinunum: „Systir. viltu koma hingað inn og taka sýni af „massanum" í þessari skál?" „Já." Hjúkrunarkonan gengur að skálinni, sem stendur á borði. Þetta er á sjúkrahúsi í Los Angeles. Hún lítur á skálina og tekur andköf. Magi hennar herpist saman. Hún fer aö gráta. Þetta var fallegt barn, sjö þumlunga langt. Hár á höföinu. Neglur á fingrunum. Augu, nef, munnur. Líkaminn enn þá heitur. Lœknirinn kom til hennar. „Ertu veik?" spurði hann. Hún grét, Iíkaminn titraði. „Þetta er barn! Hvernig getur þú sagt, aö þetta sé ekki barn?" „Ég vissi ekki. aö þú vœrir svo viðkvœm," sagöi lœknirinn. „Hvemig getur þú sagt, aö þetta sé ekki bam?" „Ég veit þaö ekki. Ég horfi aldrei á það." Þannig gerist þaö. Fóstureyö- ing. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.