Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 6
en verðið að vísu mjög FRA ISLENZKU KRISTNIBDÐUNUM Komin til Kenýu Skúli Svavarsson og fjölskylda hans eru komin til Naíróbí í Kenýu. Hefur borizt kveðja frá þeim (á segulbandi), og biðja þau að heilsa öllum kristniboðsvinum. Skúli segir, að ferðin til Afríku hafi gengið vel. Víða var mjög strangt eftirlit á flugvöllum, þar sem lent var á leiðinni, og leitað vopna á farþegunum. í Addis Abeba þótti þeim margt breytt frá því fyrir tveimur árum. Hús og götur bera vott um aftur- för og fátækt. Hermönnum á göt- um úti hefur fækkað, en almúga- fólk með byssur hefur verið sett til eftirlits í þeirra stað. Kúbu- menn eru allmargir í borginni, en aðrir hvítir menn fáir. Verðbólga er mikil. Jónas Þórisson og fjölskylda hans hafa verið í Addis Abeba, síðan þau komu til Eþíópíu. Með liðsinni Jónasar tókst Skúla að skreppa til Konsó. Hann kom við í Arba Minch og hitti þar Elsu Jacobsen, hjúkrunarkonu. Var Elsa glöð og hress og kvað síðasta starfsár einstakt að því leyti, hversu fólk væri fúst til að hlusta á Guðs orð. Elsa leggur mikið kapp á að útbreiða Biblíuna í starfi sínu. í Konsó urðu fagnaðarfundir, þegar Skúli kom þangað og hitti marga vini og samverkamenn. Ætlaði fólk varla að trúa sínum eigin augum, þegar hann birtist á kristniboðsstöðinni. Prestarnir eru allir í starfi, en eiga sumir i erfið- leikum af ýmsu tagi, og ættu kristniboðsvinir einkum að biðja fyrir Kússía, sem starfar í Fasja- héraði, og Beyenne, en hann hefur verið skólastjóri biblíuskólans að undanförnu. Bórale annast nú starfið kringum stöðina, og gat hann þess, að andlegt líf væri þar heldur að glæðast, t.d. meðal ungs fólks. Barrisja Húnde mun hafa for- ystu á hendi í Konsó. Hann þarf oft að taka erfiðar ákvarðanir, en er fastur fyrir og nýtur meðal annars mikils stuðnings Gandós, safnaðaröldungs í Wollante. Gandó er brennandi í andanum, segir Skúli, og hann bað fyrir sérstak- ar þakkir og kveðjur til kristni- boðsvina á íslandi. Tvær hjúkrunarkonur starfa á sjúkraskýlinu, Irene Lende og Liv Jensen. Mikil umsvif eru í Konsó á vegum hjálparstarfsins. Ketil Fuglestad, sem stjórnar því og býr á kristniboðsstöðinni, hefur marga vinnuflokka að starfi. Jarð- ýtur ryðja vegi, rokkar eru smíð- aðir og seldir, unnið að trjárækt o.s.frv. Þeim Skúla og fjölskyldu hans var tekið mjög vel í Naíróbí í Kenýu. Þar er öldin önnur en í Addis Abeba. í hinni nýtízkulegu miðborg Naíróbí er t.d. verzlun við verzlun og nóg af alls konar vör- Kristniboðssambandinu hafa borizt eftirtaldar gjafir í ágúst 1978: Einstaklingar: NN 700; VÞ 50.000; EM 15.000; GS 50.000; IG 50.000; KP (áh.) 10.000; KP 5.000; SE 100.000; BS 25.000; GGfM 12.000; PÁ og frú 2.000; LP 1.000; SÁP (áh.) 2.000; GG 10.000; SE 10.000; SS 2.000; LP (áh.) 600; SÁP <áh.) 600; PÁ og RES (áh.) 600; EG 10.000; M (kona á ellih.) 2.000; NN 500; KM 25.000; JÞ 25.000; HHRS 75.000; ÞG 100.000; MJ 10.000; SL 35.800; Þakklátur 200.000; AJ 290.300; GÓ 2.000; ÁB 100.000; TS 1.000; SFSV 25.000. Félög og samkomur: KSS 74.054; Kveðjusamk. Jóhannesar Ólafssonar 16. ágúst 306.400; Landakirkja (sam- koma 13. 8.' 37.955; KSS og FSF (krb- dagur) 110.470. Baukar: M 2.943; GGfM 10.378; SG 14.720; EM 1.557; Skúli 1.157. Minningargjafir: Minningargjöf um Bjarna Eyjólfsson frá BG 10.000. Aðrar minningargjafir 58.500. Gjafir alls í ágúst 1978: 1.877.134. um — hátt. Þau hjónin búa í gestahúsi, sem anglikanska kirkjan rekur í höf- uðborginni, og í næsta húsi er málaskólinn, þar sem þau eru nú sjálfsagt tekin til við nám i sva- híli, ríkismáli Kenýu. Keyptur hef- ur verið fimm ára gamall Toyota- bíll handa íslensku kristniboðunum. Nýir bílar eru rándýrir. Þegar Skúli talar inn á segul- bandið, er hann að búa sig undir að fara í kynnisferð vestur í land- ið til þess að kanna aðstæður og hagi í sambandi við hugsanlegan kristniboðsakur. Skúli leggur áherzlu á, að þeim líði öllum vel. Þau biðja fyrir kveðjur til kristniboðsvina, þakka fyrirbænir og biðja þess, að við minnumst þeirra áfram i bænum okkar, ekki sízt að þau njóti hand- leiðslu í sambandi við allar ákvarð- anir um starfssvæði og starfstil- högun. Jóhannes Ólafsson og fjölskylda hans eru komin til Arba Minch í Eþíópíu, þar sem þau munu starfa. Þau komu við Naíróbí í Kenýu á ferð sinni þangað. Kristniboðssambandinu hafa borizt eftirtaldar gjafir í september 1978: Fró einstaklingum: M (kona á ellih.) 1.000; JT 30.000; AM 10.000; SS 100.000; EG 100.000; VJ 25.000; KP (áh.) 10.000; SA 50.000; SÁP (áh.) 1.000; Afh. í Betaníu 3.000; RS 3.000; BS 25.000; BK 100.000; NN (áh.) 5.000; AM 5.000; M (kona á ellih.) 1.000; SG (kona á ellih.) 200; EG, Kefl. 10.000; ÁS 25.000; SÓ 5.000; MJ 5.000; F. servíettur 61.950; SÁP 4.000; PÁ 1.000; RES 1.000; J og E 1.000; LP 500; GI (kona á ellih.) 500; NN 20.000; HÞ 5.000; F. frímerki 30.135; NN 2.000; BG 10.000. Frá félögum: Kristniboðsfélag karla, Rvík 400.000. Baukar: Vindáshlíð 1.707; N. 1.590. Minningargjafir: 88.700. Gjafir alls i sept. 1978: Kr. 1.143.820. Gjafir það sem af er árinu 1978: Kr. 15.706.935. Jólakort - Frímerki Kristniboðsflokkurinn Árgeisli hefur enn gefið út tvö jólakort til styrktar kristniboðinu. Einnig er eitthvað til af eldri gerðum. Þau fást í Aðalskrif- stofunni, Amtmannsstíg 2b. Þá skal og á það minnt, að Aðalskrifstofan tekur við notuðum frímerkjum, sem verða seld til ágóða fyrir kristniboðið. 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.