Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 7
TANZANÍA: Billy Graham-samkomurnar í Neskirkju Ósk forseftans Kristileg trúboössamtök í Afríku (AEE) héldu fyrir nokkru hátíS í Mið-Tanzaníu. Nyerere, forseti, var viðstaddur. Hann kvaSst meta mikils kristilegan aga, iSni og hug- sjónir, enda stuSlaSi þetta aS þró- un landsins. Hann sagSi: „GetiS þiS ekki beSiS GuS, aS hann gefi stjórninni einhvern vott af heilög- um anda, svo aS okkur gangi bet- ur að leysa vandamál þjóðarinn- ar?" Nyerere tilheyrir kaþólsku kirkjunni og hefur lýst yfir, að hann vilji ekki, að guSlaus sósíal- ismi verSi ríkjandi í landi sínu. SUÐUR-AMERÍKA: NÝ heimili „Þegar margir einstaklingar taka trúna, eílist kristiS siðgœöi og verður mótvœgi gegn hinum miklu félagslegu vandamálum í Latn- esku-Ameríku," segir kunnur pre- dikari, Luis Palau að nafni, við Time Magazine. „I Latnesku- Ameríku fœðast tvö af hverjum þremur börnum utan hjónabands. Flestir karlmenn, sem eru komnir yfir fimmtugt, hafa átt þrjár kon- ur og hafa yfirleitt átt börn með þeim. AfleiSingar: Yfirgefnar eigin- konur, vegalaus börn, vœndi, upp- gjöf." Forseti eins ríkisins þarna syðra sagði viS Palau: „Hér er engin hollusta innan fjölskyldunnar, eng- in tilfinning fyrir samstöSu. Marg- ir ungu mennirnir vita ekki, hver faðir þeirra er." Palau heldur þvi fram, að menn, sem endurfœðast, hœtti að eyða peningunum meS ókunnugum kon- um, drekka og spila meS peninga. „Þegar maður tekur sinnaskiptum, vill hann, aS börnin hans hljóti menntun, og hann vill, aS konu hans líði betur og hún komist upp úr eymdinni. Hann þráir, að heim- ilið öðlist nýja virðingu. Ég get bent á óteljandi dœmi um slíka breytingu," segir Luis Palau. ÚGANDA: Fáir krisftniboðar ASeins fjögur kristniboSsfélög fá enn að starfa í Úganda, þar sem Idi Amin stjórnar með harSri hendi. Eitt þeirra er Africa Inland Mission. Það rekur tvö sjúkrahús og vinn- ur aS biblíuþýðingu. Þá gefur það út dagblað og dreifir því meðal stúdenta. Kristilegt útvarpseíni er sent til Úganda frá Kenýu. TrúaS- ir menn eru hvattir til að biSja fyrir Úganda. Til blessunar og hvatningar Samkomuherferð bandaríska vakningapredikarans Billy Gra- hams í Stokkhólmi síðast í sept- ember var sýnd af myndsegul- böndum á stórum „skjá“ í Nes- kirkju dagana 29. september til 3. október. Var jafnan húsfyllir, kirkjan þéttsetin, svo og hliðar- salur og kjallari, en þar var komið fyrir sjónvarpstækjum, svo að áheyrendur gátu fylgzt vel með öllu. Samkomuhald af þessu tagi er nýjung hérlendis, en að þvi stóðu KFUM, KFUK, Kristileg skóla- samtök, Kristilegt stúdentafélag, Samband ísl. kristniboðsfélaga og þjóðkirkjan. Ákveðið var í starfs- ráði, sem þessi félög standa að, að lagt skyldi í þessa samkomu- herferð, eftir að Helgi Hróbjarts- son, sem þá var staddur í Noregi, kom hugmyndinni á framfæri. Nefnd var skipuð til undirbúnings, og vann hún geysimikið starf á fáum vikum, en útvega þurfti tæki, fá mann til að læra á þau, senda túlk utan til að túlka beint inn á myndsegulböndin, undirbúa leiðbeinendur, er væru til taks í lok hverrar samkomu, til viðtals við þá, sem þess óskuðu o. fl. Skemmst er frá að segja, að samkomurnar þóttu takast vonum framar, jafnan 700—800 manns hlýddu á og allt að 40—50 urðu eftir að samkomu lokinni, þegar flest var, til að fræðast og endur- nýjast í trúnni. Sigurður Pálsson, formaður KFUM, sem stjórnaði samkomunum, lagði á það áherzlu síðasta kvöldið, að herferð væri herferð, sem tæki enda, og greindi hann í örstuttu máli frá því helzta, sem á döfinni væri hjá félögunum, er stóðu að samkomunum, og benti á þau. Kostnaður við samkomumar varð allmikill, eða hátt í 3 mill- jónir króna, en um helmingur þess safnaðist með samskotum á sam- komunum, afganginn greiða félög- in. Um árangur samkoma þessara er erfitt að tala að öðru leyti en því, að hér hafa margir hlotið ble.ssun og hvatningu, og er hin mikla aðsókn ekki sízt uppörvandi. Nokkuð var fjallað um samkom- urnar í dagblöðunum, og hefur bað eflaust átt þátt í að vekja at- hygli á þeim, en fréttaflutningur af þeim var þó misjafn. jt. Ráðstefna um kristniboð meðal Gyðinga Norræn ráðstefna um kristniboð meðal Gyðinga var haldin í Skál- holti 21.—25. september sl. Var hún haldin að frumkvæði samtaka þeirra á Norðurlöndum, sem fást við kristniboð meðal Gyðinga, en undirbúningur hér var eink- um í höndum sr. Guðmundar Óla Ólafssonar í Skálholti, sr. Magn- úsar Guðjónssonar, biskupsritara, Bjama Ólafssonar, lektors, og fleiri. Fjöldi norrænna ræðumanna og fyrirlesara sótti ráðstefnuna, og gafst íslenzkum gestum því gott tækifæri til þess að kynnast fremstu leiðtogum félaga þeirra á Norðurlöndum, er starfa að kristniboði meðal Gyðinga, og heyra boðskap þeirra. Það er sam- hljóma álit þátttakenda, að ráð- stefnan hafi verið sérstaklega á- nægjuleg og uppörvandi. Mikil áherzla var lögð á það, að kristnir menn eru enn í dag í sömu skuld við Gyðinga um fagnaðarerindið og þeir voru í upphafi. Meðal ráðstefnugesta voru tvær finnskar listakonur, Marja-Liisa Nurminen, sópransöngkona, og Gunvor Helander, organleikari. — Héldu þær hljómleika í þrem kirkjum hérlendis, en þær hafa ferðazt mikið um erlendis og hald- ið hljómleika til styrktar kristni- boði víða um heim. Um fjörutíu manns tóku þátt í ráðstefnunni í Skálholti. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.