Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 10
HVAR ERTU? Framh. af bls. 1. reikistjörnu. Ég er fús til þess að fyrirgera fyrir fullt og allt lífi mínu með þér.“ Mundir þú segja þetta? Undankomuleiðir? Önnur spurning, sem spurt er í Nýja testamentinu er þessi: „Hvernig fáum við þá undan kom- izt, ef vér vanrækjum slíkt hjálp- ræði?“ (Hebr. 2,3). Ef við virð- um að vettugi ráðstöfun Guðs okk- ur til fyrirgefningar, hvernig kom- umst við þá undan dóminum, sem kemur áreiðanlega ? Á meðan á yfirheyrslum stóð í Watergate- málinu, tókum við eftir því, hvern- ig myndavélarnar náðu andlitssvip vitnanna og spyrjendanna. Ég er viss um, að þú hlýtur að hafa spurt sjálfan þig: „Gæti ég rifjað upp samtal, sem ég átti við einhvern á síðastliðnu ári? Eða fyrir tveim árum?“ Jesús sagði, að allt hið dulda yrði leitt í ljós í dóminum — ekki aðeins orðin, heldur hugs- anirnar og áform hjartans. „Adam, hvéu- ertu?“ Adam óttaðist svarið. Hann var að reyna að fela sig. En í göml- um negrasálmi frá Suðurríkjun- um stendur: „Það er enginn felu- staður þar niðri.“ Frá dögum Adams og fram á daga okkar höf- um við öll reynt að hlaupast á brott og fela okkur fyrir Guði. Þess vegna er ráðizt á Biblíuna nú á dögum, að hún afhjúpar synd og bendir til Guðs. Biblían færir Guð nær okkur en nokkur önnur bók. Þegar við sjáum sjálfa okk- ur sem syndara, fer okkur að líða illa í návist Guðs, svo að við reyn- um að komast undan. Stóra orðið á okkar tímum er „undankoma". Okkur langar til þess að lina þján- ing lifsins, en það er erfitt að kom- ast undan henni. Það er eins og Gamla testamentið kemst að orði: „Vegur yfirtroðslumannanna er erfiður" (Orðskv. 13,15, enskþýð.). Sumt fólk reynir að komast und- an með því að horfa á sjónvarp. Tölfræðilegar skýrslur gefa til kynna, að fólk í Ameríku horfi að meðaltali á sjónvarp sex til sjö klukkustundir á dag. Þetta virðist ótrúlegt, en það gefur til kynna, hve undankomutilraunir okkar eru djúptækar. Sumir koma sér undan með því að neyta eiturlyfja. Ein skýrsla skýrir svo frá, að 48% kvenna yfir þrítugt taki inn taugatöflur, og eiturlyfjaneyzla er naumast bundin við annað kynið. Milljónir manna nota eiturlyfjaneyzlu sem undankomuleið. Aðrir verða niðursokknir í sí- felldar hugsanir um kynhvötina. Allir geðlæknar kannast við þá manngerð, sem er að leitast við að komast út úr erfiðleikum sinum með því að afla sér reynslu á kyn- ferðissviðinu. En einn af ræðu- mönnunum á þingi geðlækna á Honolulu nýlega sagði, að frjáls útgáfa bóka um kynlíf hafi leitt til fleiri hjónaskilnaða en til far- sælla hjónabanda. Þegar við dýrk- um kynlifið á sama hátt og við höf- um dýrkað mat og drykk, íþróttir og þekkingu, fjarlægjum við það frá eðlilegum sess þess og látum það gegna hlutverki, sem því var aldrei ætlað að gegna. Sumir leitast við að komast und- an með því að fara að leggja stund á austræna dulspeki. Fyrir nokkru var ég staddur á flugvellinum i New Dehli á Indlandi, er þangað kom mikill fjöldi amerískra æsku- manna. Þeir höfðu komið með risa- þotu til þess að sitja í hálfan mán- uð við fætur indversks lærimeist- ara (guru). Og þessi lærimeistari, sem þá var fjórtán ára, hafði ný- lega tilkynnt, að hann væri guð. Ritningin segir, að engin leið sé til undankomu. Við getum gert undirheima að hvílu okkar. Guð er þar. Við getum stigið upp i him- ininn. Guð er þar. Ef við reynum að flýja til fjarlægra staða, er Guð þar. Það er engin leið til undan- komu frá anda hins lifanda Guðs, sem leitar okkar og sannfærir okk- ur og laðar okkur og bendir til guðslambsins, sem ber burt synd heimsins. Hvað segja vísindamenn? Þegar við reynum að komast undan, erum við að hlaupast á brott frá sögunni. Sagan um Jesúm er ekki skáldsaga. Kristindómur- inn er fagnaðarerindi um sögulega persónu, sem lifði og dó og reis upp aftur. Kristindómurinn er ekki siðfræðilegt kerfi, sem unnt er að halda við, án tillits til þess, hvort Kristur hefur lifað eða ekki. Heim- spekingur nokkur, sem stendur framarlega í flokki, sagði, að draga mætti í efa, hvort Jesús hafi nokkurn tíma lifað. Jæja, mig langar til að segja ykkur, að það er ekkert vafamál. Eða við reynum að hlaupast á brott frá vísindunum. Bertrand Russell sagði fyrir mörgum árum, að vísindin mundu gera barna- börnum okkar kleift að lifa góðu lífi með því að veita þeim þekk- ingu og sjálfsstjórn fremur en baráttu sem lífsveg. En þið eruð barnabörnin, og vísindin hafa ekki reynzt veita svarið. Þess vegna segja vísindamenn nútímans: „Jú, tæknifræðin gæti fært okkur Para- dís, ef mannlegt eðli væri ekki annars vegar með fýsn sína, græðgi, hatur og hleypidóma." Eða við reynum að komast í ævintýri. Sumt fólk heldur, að kristindómurinn sé leiðinlegur. Trúðu því ekki. Jesús lifði full- komnu, ævintýralegu lífi. Sú eina tegund kristindóms, sem er leiðin- leg, er hálfvolgur kristindómur. Kristindómur er trú manna, sem eru reiðubúnir til þess að berjast á móti strauminum. Ertu viðbúinn því ævintýri að lifa Guði, jafnvel þótt allir í kringum þig lifi öðru- visi? Eða við reynum að hlaupast á brott frá einhverjum erfiðleikum, sem ríkisstjórnin er í. Við reynum að hlaupast á brott frá viðskipta- vandamáli. Við reynum að flýja frá hjónabandi, sem er orðið hvers- dagslegt. Okkur langar til að kom- ast burt, skjóta okkur undan á einhvern hátt, en enginn felustað- ur er til, og allan tímann er Guð að kalla á okkur: „Adam, hvar ertu? Adam, hvar ertu? Adam, hvar ertu?“ Á hvaða andlegu breiddargráðu eða lengdargráðu ertu staddur? Mörg okkar vilja ekki horfast í augu við þá staðreynd, að við erum syndarar undir dómi Guðs. Ef til vill höfum við á okkur trúar- legt yfirskin. Við sækjum kirkju, en við eigum ekkert persónulegt samfélag við Krist, enga gleði af því að lesa Ritningarnar, enga gleði af að biðja, ekkert nýtt sam- band við náunga okkar vegna Krists. (Frh. á næstu bls.). 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.