Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 11
Frá Bókaútgáfunni Salt Nokkrar kristilegar bækur Lesendum Bjarma er líklega flestum kunnugt, að í fyrrahaust stóð Kristilegt stúdentafélag fyrir stofnun bókaútgáfu, sem hafði það markmið að gefa út og dreifa kristilegu lesefni hér á íslandi. Hlaut bókaútgáfan nafnið SALT. Bókaútgáfan er nú hlutafélag, og á KSF rúmlega helming hlutaf jár, en áhugafólki um kristilega bóka- útgáfu á íslandi gefst kostur á að kaupa hinn helming hlutabréf- anna. Frumraun bókaútgáfunnar var útgáfa bókarinnar „Fylgsnið", sem kom út í fyrrahaust. Gekk sala þeirrar bókar vel. í sumar hafa verið gefnar út tvær bækur. Annars vegar er það bókin „Grundvöllurinn er Krist- ur“, sem inniheldur erindi og ræð- ur frá samnefndri ráðstefnu, sem KFUM og K, KSS, KSF og SÍK héldu í Reykjavík haustið 1977. Erindin í bókinni fjalla öll um grundvallaratriði kristinnar trúar, og á hún því erindi til allra krist- inna manna. Hins vegar er bók, sem nefnist „Leyndarmál Lárusar“ og er eftir norskan höfund, Oskar Skarsaune. í bókinni er stutt útskýring krist- innar trúar, og þykir bókin vel fallin til þess að gefa vinum og kunningjum, sem ekki eiga trú á Jesúm Krist. Einnig hefur verið gefið út smá- rit, sem nefnist „Því trúi ég al- drei“, og hefur það að geyma ein- falda útskýringu á kristinni trú í máli og myndum. Nú í haust kom út bókin „Úr heimi bænarinnar", eftir norska guðfræðinginn Ole Hallesby. Er hér um nýja þýðingu að ræða, sem Gunnar Sigurjónsson hefur gert. Þessi bók kom fyrst út hér á landi árið 1937, en hefur nú verið ófá- anleg í mörg ár. Bókin fjallar, eins og nafnið bendir til, um bæn- ina. Höfundur kallar hana „Orð til þreyttra biðjenda". Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og selst í nálægt hálfri milljón eintaka. Fyrir jólin er ætlunin að gefa út tvær bækur. — Margir muna vænt- anlega eftir skáldsögunni og kvik- Komdu, er þú heyrir kallið! Við verðum að horfast með al- vöru og einlægni í augu við spurn- inguna: „Hvar ertu?“ Farðu ekki léttúðlega með hana. Biblían segir, að Guð láti ekki að sér hæða. Það er mikilvægasta spurningin, sem við verðum nokkru sinni að svara. Það verður að horfast fullkom- lega í augu við hana. Farðu ekki í neitt hættuspil við Guð. Segðu ekki: „Ég ætla að freista gæfunn- ar.“ Þú hefur eilífa sál, og þú berð ábyrgð á henni. Ef þú hefur ekki gefið þig Kristi á vald, skaltu ekki fresta því. í dag er hjálpræðis- dagur. Við getum aðeins komið til Krists, þegar heilagur andi dreg- ur okkur, aðeins þegar hann talar til okkar. Á krossferð einni nýlega ók verzlunarmaður 600 mílur til þess eins að ganga fram og gefa líf sitt Guði. Hann vildi ekki slá því á frest. Við þurfum öll að horfast í augu við þessa spurningu með bæn í hjarta. Sálmaskáldið segir: „Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu hugs- anir mínar. Og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi" (Sálm. 139, 23—24). Það er betra að komast að því nú, hvar þú ert, en að bíða til dómsins. Hættu ekki á neitt. Hvar ertu ? Guð hefur gefið okk- ur kort og áttavita til þess að leið- beina okkur heilu og höldnu á ferð okkar á hafi tímans inn í höfn eilífðarinnar. Ef þú notar Biblí- una þér til leiðsagnar, muntu kom- ast að raun um, að hún kennir, að við eigum að gjöra iðrun og snúa okkur frá syndum okkar. Við eigum að koma til Drottins Jesú Krists, sem dó á krossi fyrir okk- ur og taka á móti honum sem frelsara okkar og Drottni. Og við eigum að hlýða honum í daglegu kristilegu lífi okkar. Guð kallar: „Adam, hvar ertu? Jón, Siggi, Gunna, María, Jóna, hvar ertu?“ Viltu svara honum í dag? myndinni „Brúin yfir Kwai-fljót“, sem segir frá hörmungum og hetjudáðum brezkra stríðsfanga í fangabúðum Japana við fljótið Kwai í Burma. Önnur jólabókin, sem SALT gefur út, heitir „Dauða- búðirnar við Kwai-fljót“ og hefur sama baksvið og áðurnefnd bók. Munurinn er sá, að hér er ekki um skáldsögu að ræða, heldur frá- sögn af raunverulegum atburðum. Það er brezkur hermaður, sem segir sjálfur frá því ástandi, sem ríkti meðal sjúkra, hungraðra og vonlausra stríðsfanga, sem rétt drógu fram lífið í dauðabúðunum við Kwai-fljót. Tortryggni og fjandskapur fór vaxandi, og hver höndin var uppi á móti annarri. En þá gerðist kraftaverkið, mitt í allri eymdinni. Menn tóku að fórna lífi sínu, hver fyrir annan, og fóru að hjálpa hver öðrum að lifa. Vonin varð örvæntingunni sterkari, kærleikurinn sigraði, og trú fæddist í hjörtum hinna hrjáðu manna. Bókin er í senn hrífandi og spennandi frásögn af því, hvernig lifandi trú getur birzt og starfað á okkar dögum, sögð af einum þeirra, sem eignaðist nýtt líft, mitt í öllum hörmungunum. Hin jólabókin, sem SALT gefur út, heitir „Flóttadrengurinn Hass- an“, og er eftir sænska konu, Gunhild Sehlin, sem hefur starfað i Jerúsalem á vegum hjálparstofn- unar sænsku kirkjunnar. Bókin segir frá 12 ára dreng, sem er einn af fjölmörgum flóttabörnum í heiminum. Hann býr í helli á Olíufjallinu og verður að leggja hart að sér til að geta séð sér og tveim litlum telpum, sem hann hefur tekið að sér, farborða. Á götum Jerúsalem lendir hann í mörgum spennandi ævintýrum. Hann finnur aftur föður sinn, sem hann hafði villzt burt frá, en það leiðir samt ekki til einfaldrar lausnar á vandamálunum. Hassan á erfitt með að gera upp hug sinn. Um leið og lesandinn fylgist með ævintýrum Hassans, kynnist hann þeim kjörum, sem milljónir flótta- manna búa við víða um heim. Bókin er skrifuð við hæfi barna og unglinga, en á erindi við fólk á öllum aldri. Bókaútgáfan SALT vill hvetja lesendur Bjarma til að stuðla að útbreiðslu þessara bóka og styðja með því útgáfu kristilegra bóka á íslandi. G. J. G. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.