Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 7
FRÉTTIR FRÁ KONSÓ Prestarnir ferdasl! Prestarnir í Konsó í Eþíópíu hafa leyfi til aö feröast um Konsóhéraö °g sinna störfum sínum. Skriflegt teyfi hafa þeir reyndar ekki feng- tö, en látiö er nœgja, aö þeir geri viövart hjá yfirvöldum á staönum, Þegar þeir leggja af staö hverju sinni, og eru þá ekki geröar neinar °dhugasemdir. Þessar góðu fréttir koma fram í bréfi, sem norsku kristniboðahjón- in Rigmor og Ragnar Ljönes skrifa frá Konsó í byrjun desember, en þau starfa þar um þessar mundir. Stingur þetta mjög í stúf við fregn- ir frá ýmsum öðrum stöðum í Eþíópíu. Ragnar Ljönes heimsótti Kolme í Konsó í lok nóvember ásamt Konsó-prestinum Njamme, og var þar á svokallaðri mánaðarsam- komu. Kirkjan í Kolme mun taka um 300 manns, og var hún troð- full, en fyrir dyrum úti stóð álíka uiikill mannfjöldi. Þessi söfnuður hefur ráðið predikara, sem hann kostar sjálfur. Hann fær 50 eþí- ópska dali í laun, og öldungamir fylgjast með starfi hans. Barrisja Húnde, sem hefur yfirumsjón með starfi kirkjunnar í Konsó, segir, uð þetta hafi gefizt mjög vel. Barrisja er jafnan á ferðinni um hverja helgi að heita má. Hann fer varlega í að predika, en ræðir við predikarana og leggur þeim hUt það lið, sem hann má. Ragnar Ljönes fór ásamt öðrum uorskum kristniboða og tveimur Ronsómönnum í könnunarleiðang- ur í Voitódal, en þar hafa Konsó- uienn unnið að kristniboði um all- langt skeið. Þar hefur risið ein- falt kirkjuhús (var byggt með að- stoð Jónasar Þórissonar), og fjórir óalbúar hafa verið skírðir til krist- innar trúar. Ragnar hefur hug á koma á fót hjúkrunarstarfi í dalnum, þótt ekki væri nema einu siuni í mánuði, t.d. tvo daga í einu. Hann óskar eftir því, að kristni- boðsvinir biðji fyrir þessu mál- efni. Presturinn Sokka hefur verið að þýöa Markúsarguðspjall á Konsó- mál, og gerði hann ráð fyrir, að handritið yrði tilbúið til prentunar fyrir áramót. Þá var verið að þýða trúarjátninguna og Faðir vor, að ósk Ragnars. Sums staðar hafa menn ekki verið allt of hrifnir af því að breyta til og hætta að fara með trúarjátninguna og Faðir vor á ríkismálinu, amharisku. Prest- amir í Konó voru þó á öðru máli, og nokkru fyrir jól átti að fjölrita þýðinguna og lesa hana úr pre- dikunarstólunum. Allir, sem kunna að lesa, eiga að fá sitt eintak, og vona menn, að fólkið venjist þessu smám saman og læri að meta það. Fréttin um lát Ingunnar Gísla- dóttur var kunngjörð á ársfundi safnaðanna. Sló þögn á hópinn, þegar presturinn Kússía flutti fréttina, og slíkt hefur mikil áhrif, þegar haft er í huga, hvemig fólk hagar sér, þegar dauðann ber að höndum. Mikill mislingafaraldur geisaði í Konsó skömmu fyrir áramótin, og dóu þrjú til fimm börn á hverjum degi i sumum þorpunum. Hjúkrun- arkonurnar Ruth Havn og Marie Ammitsböl, sem starfa á sjúkra- skýlinu á stöðinni, hafa að minnsta kosti tvö böm liggjandi í hverju rúmi. Flestir sjúklingar, sem hafa leitað til sjúkraskýlisins, hafa fengið bata. Það em fylgikvillam- ir, sem verða bömunum að aldur- tila, lungnabólga, heilabólga og niðurgangur með blóði. Bömin em flest orðin lémagna og hafa enga mótstöðu. Fólkið segir, að þetta sé reynslu- tími. „Biöjiö þess, að þessi reynslu- tími verði til hjálpræðis þeim, sem ekki trúa, og að þeir, sem em að heltast úr lestinni, mættu endur- nýjast", segir í bréfinu. — Kristniboðsvinir em þakklátir fyrir uppörvandi bréf frá Konsó. Hér em nefndir einstaklingar og málefni, sem hafa ber í huga, þeg- ar beðið er fyrir Konsó. Björg og Haraldur Ólafsson senda íslenzkum kristniboðsvinum kveðju. Þau starfa í Addis Abeba, Björg við kennslu í barnaskóla norsku kristniboðanna, en Harald- ur er starfsmaður Hjálparstofnun- ar norsku kirkjunnar, stjórnar vatnsborunum í tilteknu héraði og er að nokkru viðriðinn þróunar- hjálp í Konsó og Bórana. Jafn- fram vinnur hann að þýðingu Biblíunnar. Haraldur getur þess, að nú hafi yfirvöld látið til skarar skríða gegn höfuðstöðvum lúthersku kirkjunn- ar í Addis Abeba og lagt eignar- hald á sjö hæöa hús kirkjunnar i borginni. Starfsmenn kirkjunnar fengu rúman sólarhring til að rýma húsið. (Sama dag vom skrifstofu- hús Fíat-bílafyrirtækisins tekin og daginn áður hús ákveðinnar bapt- istakirkju). Sumir hafa getið sér þess til, að hér sé um að ræða hefnarráð- stafanir yfirvalda vegna þess, að fréttir hafa verið sagðar erlendis, m.a. í brezka útvarpinu, af ofsókn- um gegn kristnum mönnum í land- inu, ekki sízt í fylkinu Wollega. Bæði þar og í Kaffa og Illúbabor, sem öll eru í Vestur-Eþíópíu, hef- ur að minnsta kosti 300 kirkjum verið lokað og á milli 50 og 60 prestar og predikarar sitja í fangelsi. Aðrir óttast, að þessi ráðabreytni yfirvalda gagnvart lúthersku kirkj- unni sé merki þess, að æðstu ráða- menn í Addis Abeba stefni að því smám saman að þagga niður rödd kirkjunnar. Þetta er fimmtánda húsiö, sem ríkið hefur tekið af lúthersku kirkjunni, frá því að byltingin var gerð í landinu. Margir kristnir menn í Eþíópíu em í vanda staddir, þar eins og í öðmm kommúnistaríkjum. Biðjum fyrir þeim. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.