Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 8
KFUM&KáAkureyri 30ára KFUM á Akureyri varð 30 ára þann 1. desember sl. Ritstjóm Bjarma hafði fregnir af því að Björgvin Jörgensson, formaður fé- lagsins, hefði tekið saman sögu félagsins. Hér á eftir fer frásögn af nokkrum þáttum í starfi KFUM og K á Akureyri og er hún að mestu byggð a samantekt Björgvins. Myndirnar frá starfinu á Akur- eyri hefur Jón Oddgeir Guðmundsson tekið. Kristniboðshúsiö Zíon á Akureyri. Þar hafa KFUM og K haft fundi frá stofnun félaganna. Það var glatt á hjalla á afmœlis- fundi KFUM á Akureyri 1. desember s.l. Stofnun og upphaf starfsins. Þegar Björgvin Jörgensson, kennari, fluttist til Akureyrar haustið 1946 hóf hann fljótlega að halda drengjafundi í kristniboðs- húsinu Zíon með það í huga að stofna KFUM þar í bæ. Reyndar hafði Jóhannes Sigurðsson, prent- ari, stofnað KFUM á Akureyri mörgum árum áður, en það leystist upp eftir nokkurra ára starf þegar hann fór alfarinn til Reykjavíkur. Þegar Björgvin kom norður var Kristniboðsfélag kvenna með sunnudagciskóla og stúlknastarf. Björgvin hélt fyrsta fundinn í Zíon 1. desember áirið 1946 og komu á hann um 30 drengir á aldr- inum 10—12 ára. Fimm árum síð- ar hafði myndast kjarni trúaðra og trúfastra pilta og var þvi ákveð- ið að stofna félagið formlega þann 1. desember árið 1951. Stofnendur aðaldeildar félagsins voru 20 og unglingardeildar 25. Auk þess var yngri deild starfandi. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þeim Björgvin Jörgenssyni, sem var formaður, Antoni Kristjánssyni sem var gjaldkeri og Reyni Valdimarssyni sem var ritari. Auk hefðbundins fimdastarfs og biblíulestra voru haldin árleg páskamót fyrir unglinga þegar frá upphafi. Fyrst voru þau haldin í samvinnu við stúlknastarf Kristni- boðsfélags kvenna en síðan með KFUK sem stofnað var 15. nóv- ember 1952 og verður því 30 ára á þessu ári. Voru þau haldin á árunum 1951 til 1956. Á sumrin var einnig farið í útilegur og í Vatnaskóg með hóp drengja. Á páskamótinu 1956 var rætt um nauðsyn þess að félögin á Akur- eyri eignuðust eigin sumarbúðir. 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.