Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 9
Til að afla fjár var farið að selja skeyti á svipaðan hátt og sumar- starf félaganna í Reykjavík hafði gert. Fermingarskeytasalan olli því að páskamótin lögðust niður frá árinu 1957 og voru þau ekki tek- in upp á ný fyrr en árið 1972. SumarbuSir. Sumarið 1958 gerðist það að keyptir voru fimm hektarar lands 1 óræktinni norðan Hólavatns í Eyjafirði. Nokkrum árum síðar voru svo keyptir aðrir fimm hekt- arar. Það var Georg Jónsson sem greiddi fyrir landið og gaf hann °g kona hans, Sigríður Zakarías- dóttir, félögunum landið, en þau höfðu haft augastað á því fyrir sumarbúðir. Hafði Georg farið fyrr bni sumarið ásamt nokkrum yngri KFUM-mönnum og skoðað stað- inn og hafði þeim litist vel á hann. nú hafist handa við að undir- búa byggingu skála og voru fram- kvaemdir hafnar þetta sama sumar. Á hverju sumri var áfram unn- ið af krafti við byggingu skálans a Hólavatni og miðaði nokkuð vel, enda unnu margir mikið sjálfboða- starf. Þann 20. júní árið 1965 rann loks UPP sú langþráða stund að unnt Vav að vígja sumarbúðirnar. Var sr- Bjarni Jónsson, vigslubiskup og fyrrverandi formaður KFUM í f^eykjavík, fenginn til að annast v'gsluna. Var mikið fjölmenni samankomið á vígsluhátíðinni, fleiri en skálinn gat rúmað. Nokkru eftir vígsluna hófst sumarbúðastarfið með flokki 12 drengja^ Næstu sumur gekk starf- ^ð vel og varð þetta nýja starfstæki ^uikil lyftistöng fyrir félögin. Sama sumar og sumarbúðimar Hólavatni voru teknar í notk- Un var KFUM gefinn lítill skáli Unglingamót hafa verið haldin á Hólavatni á hverju ári síðustu árin. Hér sést hópurinn sem var á slíku móti í í nóvember s.l. SWÍtl'i skammt utan við Akureyri. Stjóm félagsins ákvað að þiggja þá gjöf þótt mikið væri ógert á Hólavatni, en skálann átti að nota til kristi- legs starfs fyrir böm og unglinga í KFUM. Hét skálinn Fagranes. Ýmislegt þurfti að gera fyrir skál- ann áður en hægt yrði að taka hann í notkun, og var það ekki fyrr en þrettán ámm síðar eða árið 1978 að lokið var lagfæring- um á skálanum og hann tekinn í notkun. StarfiS vex. Frá upphafi höfðu fundir KFUM og K verið haldnir í Kristniboðs- húsinu Zíon sem var eign Kristni- boðsfélags kvenna. Eftir því sem Akureyrarbær stækkaði vaknaði áhugi á því að koma upp starfs- aðstöðu fyrir félögin í nýju hverf- unum, enda áttu þau sjálf ekkert félagsheimili. Árið 1972 var ákveðið að sækja um lóð í nýju hverfi, Lundarhverfi, sem þá var verið að skipuleggja. Jafnframt var sótt um lóð eða að- stöðumöguleika í Glerárhverfi þeg- ar það risi. Ekki varð þó af því að félögin fengju lóð í Lundar- hverfi og liðu því nokkur ár án þess að nokkuð gerðist í bygging- armálum félaganna. Þann 1. desember árið 1977 lést Kolbrún Hallgrímsdóttir á elli- heimilinu í Skjaldarvík. Hún var lifandi trúuð kona og hafði átt sitt trúarsamfélag á samkomunum í Zíon. Þegar hún lést kom í ljós að hún hafði arfleitt væntanlegan húsbyggingasjóð KFUM og K að öllum eignum sínum sem aðallega voru efri hæð húseignarinnar Norð- urgata 2 ásamt innbúi. Varð þetta til þess að stofnaður var sameigin- legur húsbyggingarsj óður félag- _ anna. ^X)20 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.