Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 10
NOREGUR: FJALLAÐ UM RIT NÝIA TESTAMENTISINS Spomað við lausung í nýlegri greinargerS frá Lands- sambandi KFUM og KFUK í Noregi segir, að fólk, sem lifi I óvígSri sambúS, eigi ekki aS gegna for- ystuhlutverki f félögunum. LögS er áherzla á, aS slikir leiStogar brjóti opinberlega í bága viS boSskap þann, sem þeir eiga aS flytja, og aS dœmi þeirra muni stuSla aS því, aS menn hœtti aS líta á hjóna- bandiS sem skipan GuSs. Nú mun norskum konum vera heimilt aS halda œttamafni sinu, þó aS þœr giftist. Vegna vaxandi upplausnar í hjónabandsmálum f landinu hafa sumir trúaSir leiS- togar hvatt kristnar konur til aS nota heldur nöfn eiginmanna sinna, enda gefi þœr á þann hátt til kynna, aS þœr búi meS þeim f raunverulegu hjónabandi. SVÍÞJÓÐ: Orð Guðs með mjólk Frá því var sagt f útlendum blöS- um á fyrra ári, aS kristnir menn f SvíþjóS hyggSu á nýja herferS til aS koma orSi GuSs á framfœri. Hér er um aS rœSa aS prenta orS úr heilagri ritningu á umbúSir utan um mjólk og rjóma. Kunnugt er, aS meSal þjóSa, sem lesa Biblfuna, eru ýmis orB og orSatiltœki úr Biblfunni orSin aS daglegu máli, án þess aB fólk geri sér ljóst, hvaSan þau eru runnin. Nefnd manna undir forystu Inge- brands biskups gerir sér vonir um, aS ritningarorS, prentuS á mjólkur- umbúSir, geti stuSlaS aS þvf, aS fólk lœri, úr hvaSa samhengi þetta Biblfu-mál sé komiS. Ef þetta verS- ur framkvœmt, má segja, aS sœnskir mjólkurneytendur muni lesa ritningarorS meB morgunverS- inum — og sumir hugsanlega f fyrsta sinn á œvinni. BENIN: Predikað með gælni Land þaS f Afrfku, sem hét Da- hómey og var nýlenda Frakka. heitir nú Benin. Þar hafa marxist- ar setiS aS völdum, síSan bylting var gerS þar nokkru eftir 1960. Samt sem áSur eru 5.3 af hundraSi landsbúa kristnir. Kirkjan hefur nokkurt frelsi til aS starfa. Prestar predika á móti ranglœti, en meS gœtni. A fyrsta árinu eftir bylting- una var heimilt aS útvarpa kristi- legu dagskrárefni, en þaS leyfi var afnumiS áriS 1975. Kristnir menn vinna aS þvf aB dreifa kristilegu efni á snœldum. Filippíbréflð Ljóst er af þessu bréfi, að nú eru liðin þau tvö ár, sem Páll fékk að gista í leiguherbergi, er hann var í gæzluvarðhaldi i Róm, Post. 28,30nn. Þegar hann ritar bréfið til Filippímanna, hefur hann verið falinn í umsjá lífvarðar keisarans, 1,12, sbr. 4,22, en í hermannaskál- um lífvarðarins voru líka varð- haldsherbergi. Bréfið um gleðina Málaferlin vegna Páls voru nú svo langt á veg komin, að hann taldi sig sjá fyrir endann á þeim. Sjálfur vill hann alveg eins fara af þessum heimi eins og lifa áfram, 1,23. En hann ann söfnuðinum, og hans vegna gleðst hann yfir því að geta gefið vinum sínum von um, að hann muni verða sýknaður, svo að hann komist aftur til Filippí- borgar, 1,24—26; 2,24. En þó að hann verði dæmdur til dauða vegna fagnaðarboðskaparins, vill hann, að Filippímenn samgleðjist hon- um, 2,17. Grunntónn bréfsins er bjartur og skær, þrátt fyrir allt. Kirnnur ritskýrandi hefur sagt, að tónninn sé þessi: „Eg er glaður og þér skuluð samgleðjast!" Helzta til- efnið til þess, að Páll skrifaði bréf- ið, var enda sá kærleiksvottur, sem söfnuðurinn hafði sýnt honum og hafði glatt hann innilega. Kristnu vinirnir hans í Filippí höfðu safn- að peningagjöf handa honum. Einn úr hópnum, Epafródítus, hafði farið alla leið til Rómar og afhent honum gjöfina, 4,10—18; 2,16. Epafródítus hafði orðið fárveik- ur, er hann lagði á sig erfiðið fyrir vini sína og Pál. En nú var hann aftur orðinn hress og um það bil að leggja af stað heim. Þá ritar Páll bréfið og sendir það með hon- um, 2,25—30. Náin vinátta Það var grundvallarsjónarmið í kristniboðsstarfi Páls, að hann vildi boða fagnaðarerindið „öðrum að kostnaðarlausu“, sbr. 1. Kor. 9,18. Eini söfnuðurinn, sem „borgaði reikninga hans“, þ.e. virtist hafa haft hann á framfæri sínu, var söfnuðurinn í Filippí. Hann hafði þegar oft áður liðsinnt Páli á líkan hátt, 4,15, sbr. 1,5. Þetta var Filippímönnum til sæmdar. Það sýndi, að Páll bar fullt traust til þessa safnaðar og var viss um, að þeir efuðust ekki um hreinar hvatir hans í starfinu. Fleiri predika Páll byrjar bréf sitt á því að lýsa þakklæti sínu og gleði yfir því, hversu söfnuöurinn tekur þátt í starfinu meö honurn aö eflingu fagnaöarboöskaparins. Hann talar um fyrirbæn sina fyrir lesendum, að þeir haldi áfram að vaxa í kær- leika og greind, 1,1—11. Þá víkur hann að sjálfum sér. Málareksturinn hefur í reynd orð- ið til þess að efla framgang gleði- boðskaparins í heimsborginni. Margir í Róm boða nú Krist, þó að sumir geri það með röngu hug- arfari. En Páll gleðst yfir því, að nafn Jesús skuli yfirieitt vera boð- að. Hann er viss um, að hlutskipti hans og örlög muni verða til að auka á dýrð Krists, hvort sem hann hreppir líf eða dauða. Bezt þætti honum að fá að fara til Drottins, en vegna safnaðarins er nauðsyn- legra, að hann lifi lengur. Því er hann viss um, að dagar hans séu ekki taldir, 1,12—26. Hann þráir það heitt, að þeir Filippímenn lifi eins og samboðið sé fagnaðarerindinu, einstaklingar sem söfnuður, að þeir séu einhuga og djarfir og berjist fyrir trúnni, þó að þeir verði að þola illt vegna Krists. 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.