Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 12
- AFLEIÐING BP Eins og mörgum lesendum BJARMA er þegar kunnugt, stóö til aö Jens-Petter Jargen- sen, kennari viö biblíuskóla Det Norske Lutherske-Indre- misjonsselskap í Oslo kœmi hingaJÖ til lands um síöustu mánaöamót. Af þeirri heim- sókn gat ekki oröiö aö sinni vegna veikinda. Hér á eftir fara kaflar úr viötdli sem norska blaöiö ,J?OR FATTIG OG RIK“ átti viö hann á síö- asta ári. í viötalinu er eink- um fjallaö um trúarlíf og til- finningalíf og hvaö gœti valdiö því, þegar kristnir menn eiga viö sálrœn og tilfinningaleg vandamál aö stríöa. Jens- Petter Jorgensen hefur mikla reynslu sem predikari og sáln- sorgari og hefur oft hitt fólk, sem á viö slík vandamál aö etja. Auk þess hefur hann kynnt sér þessi mdl sérstaklega á námskeiöi hjá Modum Bads Nervesanatorium í Noregi. Jens-Petter Jorgensen byrjar á því að vitna í orðin hér á síðunni sem höfð eru eftir Einar Anker Nilsen og bendir á að taugaveikl- un geti stafað af bældum tilfinn- ingum. — Það sem gerist þegar tilfinn- ingarnar fá ekki að koma í ljós er í fyrsta lagi það að lífið verður mun fátæklegra, bæði fyrir mig og þá sem í kringum mig eru. En ef ég spyr sjálfan mig ekki að því hverjar tilfinningar mínar eru í raun og veru, þá getur það þegar til lengdar lætur leitt til sálrænna þjáninga, svo sem kvíða eða þung- lyndis. — Nú á þetta sér oft staS tnéSal trúaðra kristinna manna. Er þá ekki hluti orsakarinnar fólginn í predikuninni og sam- félaginu? — í predikun okkar og breytni keppum við oft að kærleiksímynd sem felst í yfirborðskenndri gæsku eða góðvild þar sem kærleikurinn er fólginn í því að vera sammála á yfirborðinu. Enginn má láta í Ijós að hann sé ósammála eða gramur. Þetta leiðir svo til óánægju og baktals. Þegar þannig tilfinn- ingar fá ekki að koma upp á yfir- borðið koma þær fram í öðrum myndum, svo sem á þann hátt að viðkomandi verður afundinn og önugur. í stað þess að láta gremj- una beinast að því sem veldur óánægjunni, kemur hún fram í öfund og baktali eða e.t.v. á þann hátt að við gerum vandamálið ein- göngu að andlegu vandamáli. Víða er gerð sú krafa til okkar í kristnu samfélagi, að við hegð- um okkur á ákveðinn hátt til að hljóta viðurkenningu. Þess vegna eru margir kristnir einstaklingar hræddir við að láta tilfinningar sín- ar í ljós eða gefa til kynna hvernig þeim líður í raun og veru. En ef :ií'r' „Tilfinningar eru alltaf sa*1’ ósvikið hjá okkur. Við höf*1,,1| ingar, siðrænar eða siðlansil,!, er í þeirri hegðun sem tilf111 ^ rétta og ranga, siðræna og að tala um réttar eða rangal . sífellt fyrir neikvæðar tilf**1^ hatur, sjálfsfyrirlitniug, . kvæðar tilfinningar eins ng og loks tvíræðar tilfinni»rar i(, jákvæðra tilfinninga. Tilf*IJ,,1,.< rétta nafni og þannig ber a® ' f þannig eru tilfinningar inH*aI ^ hugsa ég. Hugsanir okkar ^ okkur sjálfum, en tilfinni**^ um afneitað tilfinninguni °K ^ Taugaveiklun er afleiðing ^ , í því að leyfa tilfinningUJ**,, þær.‘ við lítum í Biblíuna sjáum við að þeir sem þar er sagt frá láta til- finningar sínar gjarna í ljós. Jesú gramdist í raun og veru þegar hann rak víxlarana út úr muster- inu og í Sálmunum sjáum við að höfundar þeirra láta bæði jákvæð- ar og neikvæðar tilfinningar sínar í ljós frammi fyrir Guði. Þetta ætti j að kenna okkur að það er ekki kristileg dyggð að þykjast vera sammála á yfirborðinu. Við ættum frekar að láta í ljós hvað okkur finnst í það og það skiptið. — Þýðir þetta að við eigutn að sleppa öllum tilfinningum, t.d. reiði, tdveg lausutn?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.