Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 16
heilagrar ritningar, sem þau höfðu nokkurn tíma eignazt. Þegar ókunna konan var farin, féll Blanche aftur í mók. SÖMU nóttina lá Eugene og blað- aði í Jóhannesarguðspjalli. Hann las af tilviljun frásöguna af því, er Jesús vekur Lazarus upp frá dauðum. Hann las hana auðvitað, eins og hann hefði lesið hverja aðra sögu, svo sem til dæmis „Dómkirkjuna" eftir Walpole, eða „Jólasöngva" Dickens. — Ég hef aldrei á ævi minni lesið slíka frásögu, sagði hann við sjálfan sig, þegar hann hafði lok- ið við hana. — Hér les ég um mann, sem var dáinn og grafinn og var kallaður aftur til lífsins. Það þarf þó nokkuð til þess að geta trúað slíku. Hann lokaði bókinni og hafði alls ekki í huga að taka hana aftur. En hann gat einhvem veginn ekki ýtt henni úr huga sér. Þegar hann las frásöguna um Lazarus, kom hún ekki til hans eins og viðburður, sem honum bar ann- að hvort að trúa eða ekki. Fn þar sem hugsanir hans beindust aftur og aftur að henni, náði sú hugsun yfirhönd í huga hans, að þetta væri kannski frásaga, sem hann yrði að taka afstöðu til. Hann yrði ef til vill annað hvort að trúa henni eða ekki. Og það furðulegasta af öllu var það, að honum fannst brátt það, sem hann hafði lesið, blasa þannig við sér, að hann yrði að trúa því. Og án þess að vita, hvers vegna, tengdi hann nú það, sem hann hafði lesið um Lazarus, við þá ógæfusömu aðstöðu, sem Blanche var í. — Ef Jesús hefur gert það þá, mundi hann þá geta gert það nú? Ef Jesús kæmi hér inn í herbergið, inn í þetta herbergi, mundi hann þá geta gert það aftur? Hann var ekki að tvínóna þetta lengur. Hann stóð á fætur og sagði við sjálfan sig, að þetta færi í taug- arnar á sér. Það mundi koma hon- um til þess að ganga af göflun- um. ÞAÐ er ekki auðvelt að skilja fæðingu trúarinnar í mannshjarta, sem hefur aldrei áður verið í sam- bandi við neitt kristið trúarlíf eða við kristna menn. Og Eugene hcifði aldrei verið í neinu sambandi við kristindóminn fyrr. Hann hafði aldrei lesið Guðs orð fyrr en þessa nótt. Hann hafði aldrei heyrt neinn biðja bæn fyrr. Hann þekkti dálítið til þess að treysta á áhorfendur og treysta samningi. En hann þekkti ekkert til þess, sem heitir trúarlíf eða kristin trú. Og hugsunin um Guð var mjög fjarri honum. Hann trúði að vísu, að Guð hlyti að vera einhvers staðar, en hann vissi ekki, hvar hann var. Hann vissi heldur ekki, að Guð mundi vilja hafa nokkuð saman við menn að sælda. Samt hélt hann áfram að endur- taka í huga sér frásögnina um Lazarus. Og þar sem þessi frá- saga vildi ekki hverfa úr huga hans, varð hann loks æ vissari um, að Guð vœri í raun og veru til og að hann vœri 1 herberginu hjá honum og að hann gæti læknað Blanche. — Þetta er merkilegur atburður í lífi mínu. Já, hann er ofar öllum mannlegum skýringum. Ef þetta hefði gerzt í lífi einhvers trúaðs, kristins manns, hefði málið verið ljóst og allt öðru vísi. Þá hefði þetta ekki verið neitt óvænt. En þetta gerist í hjarta manns, sem hafði aldrei fram til þeirrar stund- ar hugsað alvarlega um, hver Guð væri eða hvar hann væri. Og þó öðlaðist hann trú þama, sem hann var staddur. Hann öðlaðist trú þegar í stað — trú til þess að biðja og trú til þess að trúa þvi, að Guð gæti gert kraftaverk. — Ó, Guð, hrópaði hann, — frels- aðu konuna mína. Sannaðu, að þú sért Guð. Sýndu mér hér í her- bergi mínu, hvað þú getur gjört. Frelsaðu konuna mína, þá skal ég verða kristinn. Ef þú gerir hana heilbrigða, skal ég hætta í fjöl- leikahúsinu. Það skal vera samn- ingur við þig — samningur við þig, Guð------. (Framhald). 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.