Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 22
Tungutal og skírn andans ÞRIÐJI HLUTI Sœkizt eitir - Páll hvetur menn til að sækjast eftir aftrið ekki að tala af spámannlegri gáfu og segir jafnframt: „Aftrið því ekki, að talað sé tungum" (1. Kor. 14,39). Við tökum eftir því, hve afstaða hans til þessara tveggja náðargjafa er mismunandi. Sótzt skal eftir annarri, hinni skal ekki aftrað, — svo framalega sem hún er ósvikin og haldið er fast við þau fyrirmæli um reglu og sóma, sem gefin hafa verið. Hvergi hvetur hann menn til að sækjast eftir að tala tungum. Guð úthlutar náðargáfum sínum eins og hann vill sjálf- ur, svo sem áður er vikiö að, eftir því sem hann sér, að það gagnar söfnuðinum. Sumum veitist ein náðargáfan, öðrum önnur. Ekki eiga allir að vera postular, ekki allir að lækna með baen, ekki allir að tala tungum. Þó leggur Páll að lesendum sínum, að þeir sækist eftir þessum andlegu gjöfum. „Sækizt eftir náðargáfunum, þeim hinum meiri" (1. Kor. 12,31). Þeim hinum meiri! En sér í lagi ættu þeir að sækjast eftir kærleikanum (1. Kor. 13). Það er „enn þá miklu ágætari leið" (12,13). Kærleikurinn er æðri en hinar mestu náðargáfur. Vanti hann, er allt hitt innantómur hljómur. „Keppið eftir kærleikanum" (14,1). Hins vegar er sem sé hvergi bein hvatning um, að sótzt sé eftir gjöf tungutalsins. Ástæðan er ekki nefnd berum orðum. En líklegt má telja, að hún sé fólgin í áminningunni um röð og reglu og að- vörun gegn misnotkun og vingulshætti einmitt varðandi þessa gjöf. Kristileg reynsla hnlgur í sömu átt. Þeir menn eiga bágt, sem streitast við af öllum kröft- um að geta talað tungum. Hætta er á því, að í trúarlífi slíkra manna verðí einhver spenna, eitthvert eirðarleysi og órói. Að lokum geta þeir lent í margslunginni tiifinninga- flækju og tileinkað sér furðulegustu skoðanir. Nái þeir ekki því, sem þeir kepptu að, geta afleiðingarnar orðið sár von- brigði og þunglyndi. Sumir grípa þá til þess úrræðis að reyna að læra það, Þeir fara á fund manna, sem geta kennt þeim. Þeir eiga þá til dæmis að sitja í hvíldarstööu, halla höfðinu aftur á bak og mynda reglubundin hljóð með tungu og raddbönd- um, — þangað til allt gerist af sjálfu sér. Nei, allar náðargáfur eru verk anda Guðs. Vilji Guð gefa börnum sínum gjöf tungutalsins, sér hann um það sjálfur, — án þess að við þurfum að læra það á óeðlilegan hátt. Nútíminn og orðið Ósjálfrátt vakna ýmsar spurn- ingar, þegar við lítum á í Ijósi þessarar kenningar Páls, hvernig tungutal er iðkað nú á dögum. Hér skal spurningunum varpað fram, án þess að þeim sé svarað, enda er tilgangurinn að vekja til umhugs- unar og aðgæzlu í samræmi við það, sem orð Guðs segir. Upphafsmaður karismatisku vakningarinnar (náðar- gjafavakningarinnar), Bandaríkjamaðurinn Dennis J- Bennett, segir frá því, að fréttamaður sjónvarps liafi einu sinni átt viðtal við sig. Fréttamaðurinn bað hann þá að leyfa sér að heyra tungutal. Bennett varð við bón hans. Hann hafði ákveðið áður að tala ekki tungum í sjálfri útsendingunni, en þegar á hólminn var komið, gerði hann það eigi að síður. Hann skrifar: „Það voru líklega milljón manns, sem sáu það og heyrðu". Ekki er frá því sagt, að tungutalið hafi verið útlistað. Er þetta rétt? Því er ekki að leyna, að það er eitthvað við slíka fjöldasýningu, sem okkur fellur ekki við. Auk þess: Getur maður farið að tala tungum, þegar honum sjálfum býður svo við að horfa? Einu sinni átti ég að tala á fjölmennri samkomu. Tjaldið var troðfullt. Það rúmaði á annað þúsund manns, og enn fleiri voru á túninu fyrir utan. Starfsbróðir minn var að predika. Þá stóð upp kona og talaði tungum. Hún stóð langt frá hljóðnemanum, svo að þeir einir, sem næstir henni voru, gátu heyrt til hennar. Allur skarinn, sem var úti, vissi ekki einu sinni, hvað var að gerast. Enginn þýddi orö konunnar. Þegar hún settist, var hægt að halda áfram að predika. Augljóst er, að þessi kona breytti á móti fyrirmælum orðs Guðs. Hún truflaði predikunina, — sem er svo veiga- mikil samkvæmt 1. Kor. 14,5 og 19, — og enginn út- listaði. Þá skal sá þegja, segir Páll (14,28). Þá vaknar spurningin: Var þetta tungutal aðeins sálfræðilegt fyrirbrigði eða var það borið fram af anda Guðs? Brýtur andinn í bága við sín eigin orð? Þetta tilvik er nefnt hér, vegna þess að ég tel, að áþekkir atburðir eigi sér stað líka annars staðar. Þegar fjallað var um spámannlegu gáfuna, var vikið að því, að í sumum söfnuðum eru málglaðir menn, sem sífellt þurfa að vera að predika, svo að erfitt er að gefa orðið laust, til þess að mönnum veitist tækiæri til að bera fram óundirbúinn vitnisburð, knúnir af andanum. Má segja eitthvað svipað um tungutalið? Er það sama fólkið, sem tekur til máls sí og æ? Og er efni útlitstunar- innar nokkurn veginn hið sama i öll skiptin? Er meiri truflun af þessu en uppbygging? Ég ætla, að hér sé líka komið við sjálft meinið. Það var sennilega ekki aðeins í Korintu, sem misnotkun kom fyrir. Við þörfnumst áminningar postulans: „Prófið allt; haldið því, sem gott er“ (1. Þess. 5,21). Þá er og annað atriði, sem ef til vill er ástæða til að drepa á, þar sem það vekur alvarlegar spurningar og áhyggjur. ,,Kuþólskir Karismatiska vakningin hefur hvítasunnumennw breiðzt töluvert út meðal ka- þólskra manna. Þeir eru kall- aðir „kaþólskir hvítasunnumenn". Leiðtoginn, séra Bennett, segir, að hann hafi heimsótt þá oftsinnis og að þeir hafi hlýtt fúslega á boðskap hans. Margir veittu honum við- 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.